Erlent

Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl

Kjartan Kjartansson skrifar
Uber hefur undanfarið gert tilraunir með sjálfkeyrandi bíla í nokkrum borgum Bandaríkjanna og Kanada.
Uber hefur undanfarið gert tilraunir með sjálfkeyrandi bíla í nokkrum borgum Bandaríkjanna og Kanada. Vísir/AFP
Fyrsta banaslysið þar sem gangandi vegfarendi verður fyrir sjálfkeyrandi bíl sem vitað er um átti sér stað í Bandaríkjunum í gær. Kona í Arizona lést þegar hún varð fyrir bíl á vegum akstursþjónustunnar Uber.

Í frétt New York Times kemur fram að bíllinn hafi verið á sjálfstýringu þegar slysið átti sér stað en ökumaður sat við stýrið. Konan var að fara yfir götu við gangbraut samkvæmt upplýsingum lögreglu í bænum Tempe. Slysið átti sér stað um klukkan tíu í gærkvöldi að staðartíma.

Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna hefur sent hóp rannsakenda til Arizona til að afla upplýsinga um slysið. Uber hefur í kjölfarið stöðvað tilraunir sínar með sjálfkeyrandi bíla í Tempe en einnig í Pittsburgh, San Francisco og Toronto í Kanada.

Tilraunir tæknifyrirtækja með sjálfkeyrandi bíla fara fram á almennum vegum í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna, bæði með ökumann í bílstjórasætinu og mannlausa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×