Misskipting hefur afleiðingar Þorvaldur Gylfason skrifar 15. mars 2018 07:00 Eftir heimsstyrjöldina síðari 1939-1945 var endurreisn efnahagslífsins helzta viðfangsefni stjórnvalda í okkar heimshluta og einnig í Japan. Stofnun Evrópusambandsins, Marshall-aðstoð Bandaríkjanna við Evrópulönd, náið samstarf Japans og Bandaríkjanna og frívæðing millilandaviðskipta að loknu stríði miðuðu að þessu marki. Betri lífskjör almennings voru aðalkeppikeflið. Skipting auðs og tekna milli manna þótti skipta minna máli. Aukinn jöfnuður frá 1930 til 1980 Sumir litu svo á að skipting lífsgæðanna skipti ekki miklu svo lengi sem menn hefðu jöfn tækifæri eins og kveðið er á um í stjórnarskrám flestra lýðræðisríkja. Við þau skilyrði kemst réttlát eða a.m.k. viðunandi skipting auðs og tekna á af sjálfu sér, var sagt. Það kann að hafa ýtt undir þessa skoðun að skipting auðs og tekna var víða orðin miklu jafnari í stríðslok 1945 en hún hafði áður verið. Skoðum tölurnar. Í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan hafði hlutdeild ríkasta hundraðshluta heimilanna, þ.e. þess hundraðshluta (1%) heimilanna sem hæstar hafði tekjurnar að ógreiddum sköttum, minnkað úr 17% af heildartekjum eða þar um bil 1931-1940 niður fyrir 10% 1961-1980. Minna var vitað þá en nú um skiptingu auðs milli manna. En nú þykjast menn vita að hlutdeild ríkasta hundraðshluta heimilanna í heildarauði í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi og víðar minnkaði úr 40%-50% árin 1931-1940 í 20%-30% árin 1961-1980. Með heildarauði heimilanna er átt við hreinan auð, þ.e. eignir að frádregnum skuldum. Tölur um skiptingu auðsins lágu þá reyndar ekki fyrir, þær eru nýkomnar fram. En menn þóttust samt greina aukinn jöfnuð í eignaskiptingu líkt og í tekjuskiptingu með því að líta í kringum sig. Í ljósi reynslunnar þótti mörgum því eðlilegt að leggja höfuðáherzlu á batnandi lífskjör frekar en aukinn jöfnuð, ekki þar fyrir að þessi tvö markmið þyrftu yfirleitt að stangast á. Aukinn ójöfnuður frá 1980 Síðan snerist þróunin við. Ekki er auðvelt að tímasetja viðsnúninginn enda gerðist hann ekki alveg samtímis alls staðar, en margt bendir þó til að hann hafi orðið í kringum 1980. Í Bandaríkjunum og Evrópu jókst hlutdeild ríkasta hundraðshluta heimilanna úr 8% af heildartekjum 1980 upp í 12% í Evrópu síðustu ár og 20% í Bandaríkjunum (og Rússlandi!) sem er svipað hlutfall og hæst var fyrir stríð. Með líku lagi jókst hlutdeild ríkasta hundraðshluta heimilanna í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi og víðar úr 20% af heildarauði 1980 upp fyrir 40% (eins og í Rússlandi!) 2015. Af þessum umskiptum hefur leitt að aukin misskipting er orðin að einu helzta ágreiningsefni síðustu ára á vettvangi stjórnmálanna. Hún er nærtækasta skýringin á óvæntri ákvörðun Breta 2016 um að ganga úr ESB og kjöri Trumps Bandaríkjaforseta 2016. Margir kjósendur sem töldu sig hafa orðið út undan í efnahagslegu tilliti greiddu atkvæði gegn valdhöfum. Nýjar rannsóknir sýna að stuðningur við lýðræði í Norður-Ameríku og Evrópu er mun minni meðal ungs fólks sem fæddist 1980-1990 en meðal eldra fólks sem fæddist 1930-1940. Margar hliðar misskiptingar Misskipting snýst ekki bara um tekjur og eignir heldur einnig um líf og heilsu. Nýjar rannsóknir sýna að ríkasti hundraðshluti bandarískra karlmanna, þ.e. sá hundraðshluti (1%) sem á mestar eignir, lifir nú að jafnaði næstum 15 árum lengur en fátækasti hundraðshlutinn, þ.e. sá hundraðshluti (1%) sem á minnstar eignir. Munurinn á ævilíkum ríkra og fátækra kvenna þar vestra á sama kvarða er minni eða 10 ár frekar en tæp 15 ár. Bilið milli ríkra og fátækra breikkar hratt. Sömu þróunar verður vart sums staðar í Evrópu og einnig hér heima eins og Stefán Ólafsson prófessor og Arnaldur Sölvi Kristjánsson lýsa í bók sinni, Ójöfnuður á Íslandi, sem er stútfull af fróðleik um efnið frá ýmsum hliðum. Þar kemur t.d. fram (bls. 224) að hlutfall meðaltekna ríkasta hundraðshluta heimilanna – efstu prósentunnar – af meðaltekjum þeirra 90% heimilanna sem hafa lægstar tekjur hækkaði úr sjö 1992-1995 í 30 árið 2007 og lækkaði síðan aftur í tíu 2015. Hlutfallið var því næstum helmingi hærra 2015 en 1992-1995. Í þessu ljósi þarf að skoða aukna ókyrrð í stjórnmálum víða um Evrópu að undanförnu líkt og í Bandaríkjunum og þá um leið einnig ókyrrðina á vinnumarkaði hér heima. Venjulegir launþegar eiga margir erfitt með að fella sig við breikkandi launabil milli forstjóra og óbreyttra starfsmanna. Miklar og stundum afturvirkar kauphækkanir sem Kjararáð hefur fært alþingismönnum og embættismönnum sem höfðu dregizt aftur úr öðrum ýta undir kaupkröfur almennra launþega sem una því ekki að dragast aftur úr hátekjuhópunum. Þá upphefst kapphlaup. Fari kjarasamningar úr böndum á þessu ári og næsta, þ.e. komi til verkfalla eða verði samið um kauphækkanir sem fyrirtækin telja sig þurfa að velta að einhverju leyti út í verðlagið svo sem margt bendir nú til, þá munum við þar hafa enn eina lifandi sönnun þess að misskipting hefur afleiðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftir heimsstyrjöldina síðari 1939-1945 var endurreisn efnahagslífsins helzta viðfangsefni stjórnvalda í okkar heimshluta og einnig í Japan. Stofnun Evrópusambandsins, Marshall-aðstoð Bandaríkjanna við Evrópulönd, náið samstarf Japans og Bandaríkjanna og frívæðing millilandaviðskipta að loknu stríði miðuðu að þessu marki. Betri lífskjör almennings voru aðalkeppikeflið. Skipting auðs og tekna milli manna þótti skipta minna máli. Aukinn jöfnuður frá 1930 til 1980 Sumir litu svo á að skipting lífsgæðanna skipti ekki miklu svo lengi sem menn hefðu jöfn tækifæri eins og kveðið er á um í stjórnarskrám flestra lýðræðisríkja. Við þau skilyrði kemst réttlát eða a.m.k. viðunandi skipting auðs og tekna á af sjálfu sér, var sagt. Það kann að hafa ýtt undir þessa skoðun að skipting auðs og tekna var víða orðin miklu jafnari í stríðslok 1945 en hún hafði áður verið. Skoðum tölurnar. Í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan hafði hlutdeild ríkasta hundraðshluta heimilanna, þ.e. þess hundraðshluta (1%) heimilanna sem hæstar hafði tekjurnar að ógreiddum sköttum, minnkað úr 17% af heildartekjum eða þar um bil 1931-1940 niður fyrir 10% 1961-1980. Minna var vitað þá en nú um skiptingu auðs milli manna. En nú þykjast menn vita að hlutdeild ríkasta hundraðshluta heimilanna í heildarauði í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi og víðar minnkaði úr 40%-50% árin 1931-1940 í 20%-30% árin 1961-1980. Með heildarauði heimilanna er átt við hreinan auð, þ.e. eignir að frádregnum skuldum. Tölur um skiptingu auðsins lágu þá reyndar ekki fyrir, þær eru nýkomnar fram. En menn þóttust samt greina aukinn jöfnuð í eignaskiptingu líkt og í tekjuskiptingu með því að líta í kringum sig. Í ljósi reynslunnar þótti mörgum því eðlilegt að leggja höfuðáherzlu á batnandi lífskjör frekar en aukinn jöfnuð, ekki þar fyrir að þessi tvö markmið þyrftu yfirleitt að stangast á. Aukinn ójöfnuður frá 1980 Síðan snerist þróunin við. Ekki er auðvelt að tímasetja viðsnúninginn enda gerðist hann ekki alveg samtímis alls staðar, en margt bendir þó til að hann hafi orðið í kringum 1980. Í Bandaríkjunum og Evrópu jókst hlutdeild ríkasta hundraðshluta heimilanna úr 8% af heildartekjum 1980 upp í 12% í Evrópu síðustu ár og 20% í Bandaríkjunum (og Rússlandi!) sem er svipað hlutfall og hæst var fyrir stríð. Með líku lagi jókst hlutdeild ríkasta hundraðshluta heimilanna í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi og víðar úr 20% af heildarauði 1980 upp fyrir 40% (eins og í Rússlandi!) 2015. Af þessum umskiptum hefur leitt að aukin misskipting er orðin að einu helzta ágreiningsefni síðustu ára á vettvangi stjórnmálanna. Hún er nærtækasta skýringin á óvæntri ákvörðun Breta 2016 um að ganga úr ESB og kjöri Trumps Bandaríkjaforseta 2016. Margir kjósendur sem töldu sig hafa orðið út undan í efnahagslegu tilliti greiddu atkvæði gegn valdhöfum. Nýjar rannsóknir sýna að stuðningur við lýðræði í Norður-Ameríku og Evrópu er mun minni meðal ungs fólks sem fæddist 1980-1990 en meðal eldra fólks sem fæddist 1930-1940. Margar hliðar misskiptingar Misskipting snýst ekki bara um tekjur og eignir heldur einnig um líf og heilsu. Nýjar rannsóknir sýna að ríkasti hundraðshluti bandarískra karlmanna, þ.e. sá hundraðshluti (1%) sem á mestar eignir, lifir nú að jafnaði næstum 15 árum lengur en fátækasti hundraðshlutinn, þ.e. sá hundraðshluti (1%) sem á minnstar eignir. Munurinn á ævilíkum ríkra og fátækra kvenna þar vestra á sama kvarða er minni eða 10 ár frekar en tæp 15 ár. Bilið milli ríkra og fátækra breikkar hratt. Sömu þróunar verður vart sums staðar í Evrópu og einnig hér heima eins og Stefán Ólafsson prófessor og Arnaldur Sölvi Kristjánsson lýsa í bók sinni, Ójöfnuður á Íslandi, sem er stútfull af fróðleik um efnið frá ýmsum hliðum. Þar kemur t.d. fram (bls. 224) að hlutfall meðaltekna ríkasta hundraðshluta heimilanna – efstu prósentunnar – af meðaltekjum þeirra 90% heimilanna sem hafa lægstar tekjur hækkaði úr sjö 1992-1995 í 30 árið 2007 og lækkaði síðan aftur í tíu 2015. Hlutfallið var því næstum helmingi hærra 2015 en 1992-1995. Í þessu ljósi þarf að skoða aukna ókyrrð í stjórnmálum víða um Evrópu að undanförnu líkt og í Bandaríkjunum og þá um leið einnig ókyrrðina á vinnumarkaði hér heima. Venjulegir launþegar eiga margir erfitt með að fella sig við breikkandi launabil milli forstjóra og óbreyttra starfsmanna. Miklar og stundum afturvirkar kauphækkanir sem Kjararáð hefur fært alþingismönnum og embættismönnum sem höfðu dregizt aftur úr öðrum ýta undir kaupkröfur almennra launþega sem una því ekki að dragast aftur úr hátekjuhópunum. Þá upphefst kapphlaup. Fari kjarasamningar úr böndum á þessu ári og næsta, þ.e. komi til verkfalla eða verði samið um kauphækkanir sem fyrirtækin telja sig þurfa að velta að einhverju leyti út í verðlagið svo sem margt bendir nú til, þá munum við þar hafa enn eina lifandi sönnun þess að misskipting hefur afleiðingar.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun