Popplag í G-mjólk – er engin leið að hætta? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. mars 2018 07:00 Ég hef alltaf haft mjög gaman af tónlist – dilla mér gjarnan við góð dægurlög á meðan ég elda fyrir fjölskylduna og stundum þegar liggur vel á hækka ég í botn og syng með. Illu heilli fyrir aðra fjölskyldumeðlimi. Popplag í G-dúr vekur góðar og gamlar minningar en svo er annað lag sem gerir það ekki. Hvimleitt lag sem ég hef, eins og margir aðrir Íslendingar, alist upp við og er sungið af kór framsóknarmanna hinna ýmsu flokka. Þetta er popplag í G-mjólk með Mjólkursamsöluna sem forsöngvara og er sungið af miklum krafti, stundum öskrum, um réttlætingu þess að viðhalda afturhaldssömu samkeppnisumhverfi. Ágætt dæmi um það þegar sérhagsmunir ganga framar almannahagsmunum. Það er hins vegar efni í aðra grein en hér ætla ég hins vegar að reyna að útskýra aðeins betur hvers vegna ég hreinlega þoli ekki þetta klisjukennda stef sem nú er slegið taktvisst af hálfu ríkisstjórnarinnar.Að rugga bátnum Þetta grín með popplag í G-mjólk er mögulega búið að ganga of langt og vona ég að ég hafi ekki sært Valgeir okkar Guðjónsson með því. Það var bara freistandi í ljósi frétta um að fjarlægja eigi rörin af G-mjólkinni, og það leiddi hugann að þróun og nýsköpun í landbúnaði. Og hvað aukið frelsi og svigrúm gæti gert fyrir nýsköpun í landbúnaði. Bæði fyrir bændur og neytendur. Grundvallarstef Viðreisnar er frelsi, jafnrétti og að almannahagsmunir eigi ávallt að ganga framar sérhagsmunum. Þetta síðasta virðist oft sitja í fólki: „Ætliði að ganga alveg frá ykkur, Þorgerður? Þið eruð alltaf að tala um sérhagsmuni út um allt, þið eruð bara að skapa ykkur óvini,“ eru til dæmis algeng varnaðarorð sem óma í mín eyru. Og þau kristalla þá skoðun að betra sé að þegja, kyngja réttlætiskenndinni með óbragð í munni og rugga ekki bátnum til þess eins að viðhalda þeim valdastrúktúr sem hér hefur viðgengist allt of lengi. Og trúið mér, við sem erum eldri en tvævetur í hinum pólitíska báti þekkjum vel hvernig seglum er snúið og gripið er í stýrið þegar aðgerðir stjórnvalda henta ekki bestu vinum aðal. Þannig fær alls kyns mikilvæg umræða sem varðar almannahag aldrei að komast upp á yfirborðið og henni er stýrt í aðrar áttir. Í stað þess er búinn til strámaður af hinum klassískum varðhundum þar sem ætlunin er að beina sjónum frá málefnalegri umræðu um hið raunverulega verkefni. Og þeim sem þora að tala fyrir breytingum er gefið að sök að stefna og fyrirætlanir eigi ekki við nein rök að styðjast enda sé allt jú svo dásamlega frábært. Því ekki hentar að bent sé á hið augljósa. Og niðurstaðan er sú að myndin sem almenningur fær er brengluð. Og það er dýrt spaug. Samtalið er ekki tekið og í skjóli ákveðinna stjórnmálaflokka er það látið viðgangast, aftur og aftur og hringavitleysan heldur áfram?… og við syngjum saman popplag í G-mjólk.Útúrsnúningar og umræðuvandi Við eigum alltof mörg dæmi um þennan umræðuvanda sem vandlega er pakkað í eins flókna umræðu og hægt er, fulla af útúrsnúningum svo ekki er möguleiki að nokkur niðurstaða fáist í málin. Ágreiningsmál á borð við hækkun eða lækkun á veiðigjöldum, afnám sérreglna í mjólkuriðnaði, innflutningshöft á matvöru, inngöngu í Evrópusambandið, breytingar á stjórnarskrá, upptöku á öðrum og stöðugri gjaldmiðli fyrir heimilin og fyrirtækin, valfrelsi í menntakerfinu fyrir börnin okkar, stokkalausnir í vegakerfinu, Borgarlínu og svo margt fleira eiga það sammerkt að með breytingum myndi almenningur almennt frekar græða á þeim en ákveðin öfl tapa annaðhvort völdum eða peningum. En neytendur og fólkið í landinu hafa fátt um þetta að segja?… og við höldum áfram að syngja saman popplag í G-mjólk. Það er rétt sem sagt hefur verið að ein mesta hættan fyrir lýðræðissamfélag er meðvirkni. Er ekki komið gott af henni – eigum við ekki að hætta að viðhalda völdum með meðvirkni og krefjast þess að umræðan sé að minnsta kosti tekin? Við í Viðreisn höfum einfaldlega með viðveru okkar í pólitík sett þessi mál á dagskrá. Við erum ekki í einhverri vinsældakeppni og neitum að taka þátt í lýðskrumi. Við áttum okkur á þessu valdaójafnvægi og viljum leiðrétta það með almannahag í fyrirrúmi. Við höfum einfaldlega sett okkur það markmið að hafa kjark til að benda á ákveðna landlæga kerfisvillu í samfélaginu okkar sem allt of lengi hefur komið niður á heimilum í landinu. Hvernig lífsgæðum er skipt er ekki einkamál sumra. Ekki frekar en að frelsið sé fyrir fáa útvalda. Því ef ekkert breytist er það á endanum almenningur sem borgar brúsann… og því hlýt ég að spyrja: Er engin leið að hætta að syngja svona popplag í G-mjólk?Höfundur er alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf haft mjög gaman af tónlist – dilla mér gjarnan við góð dægurlög á meðan ég elda fyrir fjölskylduna og stundum þegar liggur vel á hækka ég í botn og syng með. Illu heilli fyrir aðra fjölskyldumeðlimi. Popplag í G-dúr vekur góðar og gamlar minningar en svo er annað lag sem gerir það ekki. Hvimleitt lag sem ég hef, eins og margir aðrir Íslendingar, alist upp við og er sungið af kór framsóknarmanna hinna ýmsu flokka. Þetta er popplag í G-mjólk með Mjólkursamsöluna sem forsöngvara og er sungið af miklum krafti, stundum öskrum, um réttlætingu þess að viðhalda afturhaldssömu samkeppnisumhverfi. Ágætt dæmi um það þegar sérhagsmunir ganga framar almannahagsmunum. Það er hins vegar efni í aðra grein en hér ætla ég hins vegar að reyna að útskýra aðeins betur hvers vegna ég hreinlega þoli ekki þetta klisjukennda stef sem nú er slegið taktvisst af hálfu ríkisstjórnarinnar.Að rugga bátnum Þetta grín með popplag í G-mjólk er mögulega búið að ganga of langt og vona ég að ég hafi ekki sært Valgeir okkar Guðjónsson með því. Það var bara freistandi í ljósi frétta um að fjarlægja eigi rörin af G-mjólkinni, og það leiddi hugann að þróun og nýsköpun í landbúnaði. Og hvað aukið frelsi og svigrúm gæti gert fyrir nýsköpun í landbúnaði. Bæði fyrir bændur og neytendur. Grundvallarstef Viðreisnar er frelsi, jafnrétti og að almannahagsmunir eigi ávallt að ganga framar sérhagsmunum. Þetta síðasta virðist oft sitja í fólki: „Ætliði að ganga alveg frá ykkur, Þorgerður? Þið eruð alltaf að tala um sérhagsmuni út um allt, þið eruð bara að skapa ykkur óvini,“ eru til dæmis algeng varnaðarorð sem óma í mín eyru. Og þau kristalla þá skoðun að betra sé að þegja, kyngja réttlætiskenndinni með óbragð í munni og rugga ekki bátnum til þess eins að viðhalda þeim valdastrúktúr sem hér hefur viðgengist allt of lengi. Og trúið mér, við sem erum eldri en tvævetur í hinum pólitíska báti þekkjum vel hvernig seglum er snúið og gripið er í stýrið þegar aðgerðir stjórnvalda henta ekki bestu vinum aðal. Þannig fær alls kyns mikilvæg umræða sem varðar almannahag aldrei að komast upp á yfirborðið og henni er stýrt í aðrar áttir. Í stað þess er búinn til strámaður af hinum klassískum varðhundum þar sem ætlunin er að beina sjónum frá málefnalegri umræðu um hið raunverulega verkefni. Og þeim sem þora að tala fyrir breytingum er gefið að sök að stefna og fyrirætlanir eigi ekki við nein rök að styðjast enda sé allt jú svo dásamlega frábært. Því ekki hentar að bent sé á hið augljósa. Og niðurstaðan er sú að myndin sem almenningur fær er brengluð. Og það er dýrt spaug. Samtalið er ekki tekið og í skjóli ákveðinna stjórnmálaflokka er það látið viðgangast, aftur og aftur og hringavitleysan heldur áfram?… og við syngjum saman popplag í G-mjólk.Útúrsnúningar og umræðuvandi Við eigum alltof mörg dæmi um þennan umræðuvanda sem vandlega er pakkað í eins flókna umræðu og hægt er, fulla af útúrsnúningum svo ekki er möguleiki að nokkur niðurstaða fáist í málin. Ágreiningsmál á borð við hækkun eða lækkun á veiðigjöldum, afnám sérreglna í mjólkuriðnaði, innflutningshöft á matvöru, inngöngu í Evrópusambandið, breytingar á stjórnarskrá, upptöku á öðrum og stöðugri gjaldmiðli fyrir heimilin og fyrirtækin, valfrelsi í menntakerfinu fyrir börnin okkar, stokkalausnir í vegakerfinu, Borgarlínu og svo margt fleira eiga það sammerkt að með breytingum myndi almenningur almennt frekar græða á þeim en ákveðin öfl tapa annaðhvort völdum eða peningum. En neytendur og fólkið í landinu hafa fátt um þetta að segja?… og við höldum áfram að syngja saman popplag í G-mjólk. Það er rétt sem sagt hefur verið að ein mesta hættan fyrir lýðræðissamfélag er meðvirkni. Er ekki komið gott af henni – eigum við ekki að hætta að viðhalda völdum með meðvirkni og krefjast þess að umræðan sé að minnsta kosti tekin? Við í Viðreisn höfum einfaldlega með viðveru okkar í pólitík sett þessi mál á dagskrá. Við erum ekki í einhverri vinsældakeppni og neitum að taka þátt í lýðskrumi. Við áttum okkur á þessu valdaójafnvægi og viljum leiðrétta það með almannahag í fyrirrúmi. Við höfum einfaldlega sett okkur það markmið að hafa kjark til að benda á ákveðna landlæga kerfisvillu í samfélaginu okkar sem allt of lengi hefur komið niður á heimilum í landinu. Hvernig lífsgæðum er skipt er ekki einkamál sumra. Ekki frekar en að frelsið sé fyrir fáa útvalda. Því ef ekkert breytist er það á endanum almenningur sem borgar brúsann… og því hlýt ég að spyrja: Er engin leið að hætta að syngja svona popplag í G-mjólk?Höfundur er alþingismaður
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun