Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar 9. október 2025 08:02 Ég hef ítrekað vakið athygli á því að mikill munur er á verði uppsjávarfisks sem veiddur er úr sömu torfunni eftir því hvort aflanum er landað í Færeyjum eða til vinnslufyrirtækja í eigu útgerða hér á landi. Síðast vakti ég athygli á þessu í ræðu á Alþingi í gær. Þessi umræða er ekki sprottin upp úr tómarúmi. Þingmönnum hafa borist fjölmargar ábendingar frá sjómönnum sem telja sig hafa verið hlunnfarna. Til að fá nánari upplýsingar um stöðuna fékk ég sem formaður atvinnuveganefndar fulltrúa Verðlagsstofu skiptaverðs á fund nefndarinnar. Í máli forsvarsmanns Verðlagsstofunnar kom meðal annars fram að stofnunina skorti greiðan aðgang að skilaverði sjávarafurða frá skattinum. Engu að síður bentu þau takmörkuðu gögn sem Verðlagsstofa hefði yfir að ráða eindregið til þess að gríðarlegur óútskýrður verðmunur væri á afla landað í Færeyjum og á Íslandi. Þörf á að aðskilja veiðar og vinnslu Verðlagsstofan hefur það hlutverk að fylgjast með fiskverði og uppgjöri á aflahlut sjómanna og stuðla að réttu uppgjöri. Nauðsynlegt er að tryggja greiðan aðgang stofnunarinnar að skilaverði meðal annars frá skattinum og efla þannig starfsemi Verðlagsstofu. En í dag vinna aðeins þrír hjá stofnuninni. Á meðan veiðar og vinnsla eru ekki aðskildar þarf stofnunin að hafa getu til að fylgjast með þessum málum. Hér er um mikla hagsmuni að tefla fyrir sjómenn, sveitarfélög og ríkissjóð en verðmæti sjávarfangs er vel á annað hundrað milljarðar árlega. Í ljósi þeirrar samþjöppunar sem hefur orðið í sjávarútvegi, samþættri virðiskeðju og þeirra freistinga sem hún býður upp á, er nauðsynlegt að stórefla starfsemi Verðlagsstofu skiptaverðs. Á vordögum 2024 var lagt fram frumvarp sem gaf Verðlagsstofu skýra heimild til aðgangs að umræddum gögnum. Frumvarpið náði því miður ekki fram að ganga. Það er óskiljanlegt að þörf sé á heimild í lögum til að skatturinn miðli upplýsingum til annarra opinberra aðila. Aðgang að upplýsingum sem augljóslega tryggja rétt skattskil. Það er nauðsynlegt að fjármálaráðherra annars vegar og atvinnuvegaráðherra hins vegar fari hratt og vel yfir málið með það að markmiði að setja reglur sem greiða fyrir upplýsingagjöf til Verðlagsstofu. Enda eru sjómenn, sveitarfélög og ríkissjóður að öllum líkindum að verða af miklum tekjum eins og staðan er í dag. Ef svo ólíklega vill til að ekki sé heimild í lögum til að miðla skilaverði milli stofnana er bráðnauðsynlegt að bæta þar úr. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Alþingi Verðlag Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef ítrekað vakið athygli á því að mikill munur er á verði uppsjávarfisks sem veiddur er úr sömu torfunni eftir því hvort aflanum er landað í Færeyjum eða til vinnslufyrirtækja í eigu útgerða hér á landi. Síðast vakti ég athygli á þessu í ræðu á Alþingi í gær. Þessi umræða er ekki sprottin upp úr tómarúmi. Þingmönnum hafa borist fjölmargar ábendingar frá sjómönnum sem telja sig hafa verið hlunnfarna. Til að fá nánari upplýsingar um stöðuna fékk ég sem formaður atvinnuveganefndar fulltrúa Verðlagsstofu skiptaverðs á fund nefndarinnar. Í máli forsvarsmanns Verðlagsstofunnar kom meðal annars fram að stofnunina skorti greiðan aðgang að skilaverði sjávarafurða frá skattinum. Engu að síður bentu þau takmörkuðu gögn sem Verðlagsstofa hefði yfir að ráða eindregið til þess að gríðarlegur óútskýrður verðmunur væri á afla landað í Færeyjum og á Íslandi. Þörf á að aðskilja veiðar og vinnslu Verðlagsstofan hefur það hlutverk að fylgjast með fiskverði og uppgjöri á aflahlut sjómanna og stuðla að réttu uppgjöri. Nauðsynlegt er að tryggja greiðan aðgang stofnunarinnar að skilaverði meðal annars frá skattinum og efla þannig starfsemi Verðlagsstofu. En í dag vinna aðeins þrír hjá stofnuninni. Á meðan veiðar og vinnsla eru ekki aðskildar þarf stofnunin að hafa getu til að fylgjast með þessum málum. Hér er um mikla hagsmuni að tefla fyrir sjómenn, sveitarfélög og ríkissjóð en verðmæti sjávarfangs er vel á annað hundrað milljarðar árlega. Í ljósi þeirrar samþjöppunar sem hefur orðið í sjávarútvegi, samþættri virðiskeðju og þeirra freistinga sem hún býður upp á, er nauðsynlegt að stórefla starfsemi Verðlagsstofu skiptaverðs. Á vordögum 2024 var lagt fram frumvarp sem gaf Verðlagsstofu skýra heimild til aðgangs að umræddum gögnum. Frumvarpið náði því miður ekki fram að ganga. Það er óskiljanlegt að þörf sé á heimild í lögum til að skatturinn miðli upplýsingum til annarra opinberra aðila. Aðgang að upplýsingum sem augljóslega tryggja rétt skattskil. Það er nauðsynlegt að fjármálaráðherra annars vegar og atvinnuvegaráðherra hins vegar fari hratt og vel yfir málið með það að markmiði að setja reglur sem greiða fyrir upplýsingagjöf til Verðlagsstofu. Enda eru sjómenn, sveitarfélög og ríkissjóður að öllum líkindum að verða af miklum tekjum eins og staðan er í dag. Ef svo ólíklega vill til að ekki sé heimild í lögum til að miðla skilaverði milli stofnana er bráðnauðsynlegt að bæta þar úr. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun