Tími framkvæmda til árangurs er núna Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 5. mars 2018 11:00 Ég var þátttakandi á málþingi Öryrkjabandalags Íslands í síðustu viku um þann mikilvæga málaflokk sérskóla - kosti og galla. Á málþinginu var umræðan tekin út frá ólíkum sjónarhornum þeirra sem eru þátttakendur í skólakerfinu með einum eða öðrum hætti. Það sem sameinaði umræðuna og kristallaðist í allri umræðunni þrátt fyrir ólík sjónarmið var mikilvægi þess að velferð barna og ungmenna væru sett í fyrsta sæti. Alltaf. Og öll ekki bara sum. Það er stóra málið. Menntun án aðgreiningar og sérskólar eru hluti af sama kerfinu og var fagnaðarefni að menntamálaráðherra taldi mikilvægt að styðja við báða þessa valmöguleika. Að mikilvægt væri að stutt væri betur við skólakerfið, þá valmöguleika sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að gera betur. Við erum á stórum tímamótum um næstu skref og því skiptir máli að vanda til verka, ígrunda og fara áfram. Ekki bara stoppa upp í göt og eyður í kerfinu til að bjarga málum. Við verðum að fara markvisst í að velta við öllum steinum kerfisins. Endurraða púslinu og taka alla þætti með í uppröðuninni. Fjármagn jafnt sem stefnuna, hlutverk kennarans jafnt sem stoðkerfisins. Taka umræðuna um sérskóla áfram samhliða stefnumótuninni um menntun án aðgreiningar og veita stuðning til framkvæmdar. Það liggur nokkuð ljóst fyrir hvað er að og á því þarf að fara að taka. Hlutverk kennarans þarf að fara saman við þá sérfræðiþekkingu sem kennari býr yfir. Það þýðir að kennari getur ekki verið í stöðu sjálfræðingsins, sérkennarans, þroskajálfans og fleiri fagstétta bara vegna þess að hann er aðal. Kennarinn er aðal en fagstéttirnar sem hér hafa verið nefndar eru vaxandi stærð í menginu skóli. Börn og ungmenni glíma við flóknari veruleika með hverjum deginum og utanaðkomandi áreiti af ýmsum toga hafa áhrif á líðan þeirra. Við því verðum við sem samfélag að bregðast. Marga greinir á um hlutverk skólans almennt. Og vilja einangra skólann við hreina og beina kennslu á meðan aðrir vilja einmitt sjá skólann taka betur utan um þarfir þeirra sem dvelja þar meirihluta sólarhringsins án þess að taka um það ákvörðun sjálf í 10 ár. Sjálfri hugnast mér betur seinni kosturinn. Ég tel hann vænlegri fyrir okkur öll til lengri tíma. Við þurfum að hlúa að æskunni og tryggja velferð þeirra með öllum tiltækum ráðum. Skólinn er dýrmæt stofnun og hefur gríðarleg áhrif á alla sem þar dvelja það þekkjum við öll. Ný hugsun, nýtt fyrirkomulag sem býður upp á öflugra faglegra starf í skólunum okkar mun leiða af sér árangur. Faglegt starf þar sem allar fagstéttir sem hafa aðkomu að börnum og ungmennum sameinast um verkefnið velferð barna og ungmenna. Betri líðan barna og ungmenna sem leiðir af sér betri framvindu í námi þannig er það bara.Höfundur er skólamanneskja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Ég var þátttakandi á málþingi Öryrkjabandalags Íslands í síðustu viku um þann mikilvæga málaflokk sérskóla - kosti og galla. Á málþinginu var umræðan tekin út frá ólíkum sjónarhornum þeirra sem eru þátttakendur í skólakerfinu með einum eða öðrum hætti. Það sem sameinaði umræðuna og kristallaðist í allri umræðunni þrátt fyrir ólík sjónarmið var mikilvægi þess að velferð barna og ungmenna væru sett í fyrsta sæti. Alltaf. Og öll ekki bara sum. Það er stóra málið. Menntun án aðgreiningar og sérskólar eru hluti af sama kerfinu og var fagnaðarefni að menntamálaráðherra taldi mikilvægt að styðja við báða þessa valmöguleika. Að mikilvægt væri að stutt væri betur við skólakerfið, þá valmöguleika sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að gera betur. Við erum á stórum tímamótum um næstu skref og því skiptir máli að vanda til verka, ígrunda og fara áfram. Ekki bara stoppa upp í göt og eyður í kerfinu til að bjarga málum. Við verðum að fara markvisst í að velta við öllum steinum kerfisins. Endurraða púslinu og taka alla þætti með í uppröðuninni. Fjármagn jafnt sem stefnuna, hlutverk kennarans jafnt sem stoðkerfisins. Taka umræðuna um sérskóla áfram samhliða stefnumótuninni um menntun án aðgreiningar og veita stuðning til framkvæmdar. Það liggur nokkuð ljóst fyrir hvað er að og á því þarf að fara að taka. Hlutverk kennarans þarf að fara saman við þá sérfræðiþekkingu sem kennari býr yfir. Það þýðir að kennari getur ekki verið í stöðu sjálfræðingsins, sérkennarans, þroskajálfans og fleiri fagstétta bara vegna þess að hann er aðal. Kennarinn er aðal en fagstéttirnar sem hér hafa verið nefndar eru vaxandi stærð í menginu skóli. Börn og ungmenni glíma við flóknari veruleika með hverjum deginum og utanaðkomandi áreiti af ýmsum toga hafa áhrif á líðan þeirra. Við því verðum við sem samfélag að bregðast. Marga greinir á um hlutverk skólans almennt. Og vilja einangra skólann við hreina og beina kennslu á meðan aðrir vilja einmitt sjá skólann taka betur utan um þarfir þeirra sem dvelja þar meirihluta sólarhringsins án þess að taka um það ákvörðun sjálf í 10 ár. Sjálfri hugnast mér betur seinni kosturinn. Ég tel hann vænlegri fyrir okkur öll til lengri tíma. Við þurfum að hlúa að æskunni og tryggja velferð þeirra með öllum tiltækum ráðum. Skólinn er dýrmæt stofnun og hefur gríðarleg áhrif á alla sem þar dvelja það þekkjum við öll. Ný hugsun, nýtt fyrirkomulag sem býður upp á öflugra faglegra starf í skólunum okkar mun leiða af sér árangur. Faglegt starf þar sem allar fagstéttir sem hafa aðkomu að börnum og ungmennum sameinast um verkefnið velferð barna og ungmenna. Betri líðan barna og ungmenna sem leiðir af sér betri framvindu í námi þannig er það bara.Höfundur er skólamanneskja.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun