

Tilfinningar eru ekki „our choice“
Lítill sex ára gutti í sætinu við hliðina á mér skemmtir sér ekki síður vel. Hann getur vart setið kyrr og iðar allur af spenningi, enda búinn að bíða og bíða í mörg ár eftir þessu kvöldi; eða svo segir hann og leggur sérstaka áherslu á lýsingarorðið mörg. Hann stekkur upp á stól þegar Aron Hannes og hans félagar stíga á svið og syngur íslenska textann með ensku útgáfunni. Skælbrosandi veifar hann fána og trampar niður fótum í takt við lagið. Ég reyni að forða hvítu kápunni minni en sé að vinstri hliðin hefur þegar fengið smart Nike-skómynstur í stærð þrjátíu. Ég spái samt ekki í það því gleði litla kútsins hrífur mig með inn í óumflýjanlega sæluvímu sem aðeins stigmagnast þegar Dagur kemur inn á sviðið með stormsveip.
Þegar allir keppendur hafa flutt sín lög tekur við spennuþrungin bið og símreikningar landsmanna hækka til muna. Litli sex ára guttinn fær líka að kjósa og tryggir þar Aroni þrjú stig sem og Heimilistónum og Degi hvort sitt stigið. Hann fylgist fullur eftirvæntingar með stigagjöfum dómara en smátt og smátt virðist slokkna á gleðiglampanum í augum hans og það blikar á tár í augnkrókum. Aron Hannes lendir í þriðja sæti og ljóst að hann verður ekki fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Litli fjörkálfurinn er miður sín og horfir stúrinn niður á gólf.
Meðan á auglýsingum stendur reynir móðir hans að lífga hann við og fyrr en varir gera allir í kring slíkt hið sama. Svíarnir fyrir framan reyna að hughreysta hann með alls kyns sprelli og lítil stelpa spyr hvort hann vilji Haribo-hlaup. Skömmu seinna hefst einvígið og glæsilegir keppendur stíga á svið en drengurinn er enn niðurlútur. Móðirin virðist svo viss á sínu að í örvæntingu sinni lofar hún drengnum að Dagur vinni og loks tekur hann gleði sína á ný, enda hafði hann jú haldið smávegis með honum líka. Sú gleði varir þó stutt því aftur bregðast niðurstöður kosninga honum. Mamma hans hafði rangt fyrir sér og Dagur lendir í öðru sæti. Í miklum tilfinningastormi er engu líkara en hjartað hafi verið rifið úr litla sessunaut mínum en síðan að keppnin hófst hefur stormurinn fleygt honum fram og aftur, upp og niður allan tilfinningaskalann. Ég er ekki frá því að mér sé farið að þykja hálfpartinn vænt um þennan gutta, sem ég þekkti ekki fyrr í kvöld og er greinilega ekki ein um það því athygli Svíanna beinist sömuleiðis öll að honum.
Eftir að Ari flytur sigurlagið og útsendingu lýkur, tínast áhorfendur heim, misglaðir í bragði. Líkt og hjá litla drengnum, vann mitt uppáhalds lag ekki en þjóðin hefur gert upp hug sinn og lagið Our Choice stendur undir nafni. Því verður víst ekki breytt og kannski best að taka litla strákinn til fyrirmyndar, því þrátt fyrir átakanlegt kvöld gekk hann nokkuð sáttur út úr Höllinni.
Þegar heim er komið, kíki ég á Netið og stenst ekki freistinguna að lesa #12stig-tíst frá því í kvöld. Eins og við er að búast, er fólk misánægt með úrslitin en umræðan virðist þó að miklu leyti snúast um tilfinningahlaðið viðtal við Ara og hvort það eitt og sér hafi í raun tryggt honum sigur. Hversu mikið sem til er í því, getur þátttaka í Söngvakeppninni eflaust verið einn stór tilfinningarússíbani þar sem vonir, væntingar og vonbrigði ráða för frá upphafi til enda.
Þjóðfélagið er enn svolítið litað af þeim hugsunarhætti að karlmenn eigi ekki að sýna tilfinningar en sem betur fer virðist það þó vera að breytast. Enginn á að þurfa að bæla niður tilfinningar, hvorki nítján ára flytjandi í sjónvarpsviðtali né sex ára gutti úti í sal. Ari er flottur söngvari með mikla útgeislun og þó svo að ég hafi ekki kosið að senda lag hans út til Portúgals í maí, á hann eflaust eftir að standa sig með prýði. Hann er hann mörgu leyti flott fyrirmynd og ég óska sigurvegARAnum innilega til hamingju.
Skoðun

Hver reif kjaft við hvern?
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra
Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar

Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ
Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar

Kjósum opnara grunnnám
Toby Erik Wikström skrifar

Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda
Ástráður Eysteinsson skrifar

Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli
Silja Bára Ómarsdóttir skrifar

Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands?
Ingileif Jónsdóttir skrifar

Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Vopnakaup íslenska ráðamanna
Friðrik Erlingsson skrifar

Samstaðan er óstöðvandi afl
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands
Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar

Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ?
Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar

Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu
Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar

Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði?
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi
Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar

Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru
Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar

Gunnar Smári hvað er hann?
Birgir Dýrfjörð skrifar

Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri
Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar

Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla
Hrönn Egilsdóttir skrifar

Forvarnir á ferð
Erlingur Sigvaldason skrifar

Vertu meðbyr mannúðar
Birna Þórarinsdóttir skrifar

Fegurð sem breytir skólum
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft
Sigurður Örn Hilmarsson skrifar

Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation
Marianne Elisabeth Klinke skrifar

Verður Frelsið fullveldinu að bráð?
Anton Guðmundsson skrifar

Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun?
Ólafur Stephensen skrifar

Mataræði í stóra samhengi lífsins
Birna Þórisdóttir skrifar

Hvað varð um loftslagsmálin?
Kamma Thordarson skrifar

Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum
Inga Sæland skrifar