Körfubolti

Ein ótrúlegasta flautukarfa sögunnar | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
McGarvey með bikarinn eftir leikinn.
McGarvey með bikarinn eftir leikinn.
Dramatíkin í körfuboltaleik verður líklega ekki meiri en hún var í framhaldsskólaleik í New York um nýliðna helgi.

Ardsley-skólinn var tveimur stigum undir gegn Teppan Zee þegar aðeins sekúndur voru eftir af leiknum. Ómöguleg staða þar sem Teppan Zee var með boltann.

En kraftaverkin gerast enn. Teppan Zee ákvað að kasta boltanum langt fram völlinn þar sem Julian McGarvey náði að stela honum við eigin þriggja stiga línu.

Honum tókst á einhvern ótrúlegan hátt að kasta boltanum yfir allan völlinn og ofan í körfuna til þess að tryggja liði sínum lygilegan sigur og það í úrslitaleik. Þessi karfa tryggði skólanum sinn fyrsta titil í 60 ár.





McGarvey reyndar skrefar áður en hann lætur vaða en hverjum er ekki sama þegar körfurnar eru svona ótrúlegar. Þá bara má ekki dæma.

Það sem gerði þessa sigurkörfu enn sætari fyrir McGarvey er sú staðreynd að hann var nýbúinn að klúðra tveimur vítaskotum. Með því að setja þau niður hefði hann jafnað leikinn.





Hann gat sem sagt ekki sett niður tvö stutt víti en að skora fyrir innan eigin þriggja stiga línu var lítið mál. Alvöru saga fyrir barnabörnin.

Hér að neðan má svo sjá viðtal við hetjuna eftir leikinn. Hann spilar einnig sem leikstjórnandi í amerískum fótbolta fyrir skólann sinn og sú reynsla hjálpaði honum örugglega í skotinu sem aldrei gleymist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×