Meiri ógn af sífreranum nyrst á norðurhjara Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2018 14:30 Freðmýrar eins og þessi í norðanverðu Alaska munu líklega losa verulegt magn kolefnis út í andrúmsloftið þegar á þessari öld. NASA/JPL-Caltech/Charles Miller Ef fram fer sem horfir verður þiðnandi sífreri nyrst á norðurskautinu stöðug uppspretta gróðurhúsalofttegunda á þessari öld. Aukin gróðurþekja af völdum hlýnunar ætti hins vegar að vega á móti losun frá freðmýrum sunnar á norðurskautinu langt fram á næstu öld. Vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA notuðu gögn um hitastig í jarðvegi í Alaska og Síberíu og tölfræðilíkön til að reikna út breytingar í losun kolefnis út í andrúmsloftið með þiðnun sífrerans þar. Greint er frá rannsókninni á vefsíðu Jet Propulsion Lab NASA. Niðurstöður þeirra komu nokkuð á óvart. Í ljós kom að meira kolefni kæmi til með að losna úr læðingi frá nyrsta og kaldari hluta norðurskautsins en þeim syðri þar sem sífrerinn er þegar farinn að láta undan hlýnandi loftslagi. Fram að þessu hefur verið talið að sífrerinn væri betur varinn í kuldanum nyrst á norðurskautinu.Jákvæð svörun sem magnar upp hlýnun Mikið magn kolefnis er bundið í sífreranum á norðurskautinu. Sífreri er jarðvegur sem hefur verið frosinn í áraraðir eða jafnvel fleiri aldir. Í honum eru frosnar plöntuleifar sem hafa ekki rotnað. Þegar sífrerinn þiðnar byrjar lífræna efnið að rotna og kolefnið í því losnar út í lofthjúpinn. Vísindamenn hafa lengi varað við svonefndri jákvæðri svörun við þeirri hnattrænu hlýnun sem menn valda nú með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Jákvæð svörun er þegar náttúruleg viðbrögð við hlýnuninni magna hana upp. Hop hafíssins og þiðnun freðmýra á norðurskautinu er á meðal þessara svarana við hlýnuninni sem auka enn á hana. Þegar hafísinn bráðnar vegna hlýnunar af völdum manna drekkur hafið í sig sólargeisla sem ísinn varpaði áður út í geiminn sem eykur enn hlýnunina. Sömu sögu er að segja af síferanum. Þegar hann þiðnar með hlýnandi loftslagi byrjar hann að sleppa kolefni sínu. Kolefnið stuðlar síðan að enn meiri hlýnun.Hlýnun af völdum hopandi hafíss er dæmi um jákvæða svörun sem magnar upp hnattræna hlýnun af völdum manna.NASA's Scientific Visualization Studio/Helen-Nicole KostisAukinn gróska seinkar áhrifunum Sífrerinn er þegar byrjaður að þiðna á sunnanverðu norðurskautinu. Niðurstaða vísindamannanna nú er hins vegar sú að hann verði ekki uppspretta nettó kolefnislosunar fyrr en undir lok 22. aldarinnar. Ástæðan er sú að búist er við því að hlýnunin valdi því að plöntur vaxi mun hraðar þar en áður hefur verið talið. Gróðurinn sem vex upp muni binda og jafna út kolefnislosunina næstu tvær aldirnar. Mun meira kolefni er hins vegar að finna á norðanverðu norðurskautinu. Í líkönum vísindamannana var losunin þaðan fimmfalt meiri en frá suðurhluta þess næstu aldirnar. Útreikningarnir benda til þess að aðalumsnúningurinn í losun frá sífreranum þar verði á næstu 40-60 árunum. Árið 2300 geti þessi losun verið orðin tífalt meiri en heildarlosun manna á gróðurhúsalofttegundum árið 2016. Þannig gæti jákvæð svörun við hlýnun af völdum manna nú haldið áfram að valda loftslagsbreytingum á jörðinni í margar aldir jafnvel þó að mönnum takist á endanum að koma böndum á sína eigin losun gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnattræn hlýnun gæti leyst kvikasilfur á norðurhjara úr læðingi Þiðnun freðmýra á norðurskautinu getur haft margþættar og grafalvarlegar afleiðingar fyrir loftslag og umhverfi jarðar. 6. febrúar 2018 11:43 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Bandaríska leyniþjónustan varar við skyndilegum loftslagsbreytingum Forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna sagði loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu. 14. febrúar 2018 16:51 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Ef fram fer sem horfir verður þiðnandi sífreri nyrst á norðurskautinu stöðug uppspretta gróðurhúsalofttegunda á þessari öld. Aukin gróðurþekja af völdum hlýnunar ætti hins vegar að vega á móti losun frá freðmýrum sunnar á norðurskautinu langt fram á næstu öld. Vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA notuðu gögn um hitastig í jarðvegi í Alaska og Síberíu og tölfræðilíkön til að reikna út breytingar í losun kolefnis út í andrúmsloftið með þiðnun sífrerans þar. Greint er frá rannsókninni á vefsíðu Jet Propulsion Lab NASA. Niðurstöður þeirra komu nokkuð á óvart. Í ljós kom að meira kolefni kæmi til með að losna úr læðingi frá nyrsta og kaldari hluta norðurskautsins en þeim syðri þar sem sífrerinn er þegar farinn að láta undan hlýnandi loftslagi. Fram að þessu hefur verið talið að sífrerinn væri betur varinn í kuldanum nyrst á norðurskautinu.Jákvæð svörun sem magnar upp hlýnun Mikið magn kolefnis er bundið í sífreranum á norðurskautinu. Sífreri er jarðvegur sem hefur verið frosinn í áraraðir eða jafnvel fleiri aldir. Í honum eru frosnar plöntuleifar sem hafa ekki rotnað. Þegar sífrerinn þiðnar byrjar lífræna efnið að rotna og kolefnið í því losnar út í lofthjúpinn. Vísindamenn hafa lengi varað við svonefndri jákvæðri svörun við þeirri hnattrænu hlýnun sem menn valda nú með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Jákvæð svörun er þegar náttúruleg viðbrögð við hlýnuninni magna hana upp. Hop hafíssins og þiðnun freðmýra á norðurskautinu er á meðal þessara svarana við hlýnuninni sem auka enn á hana. Þegar hafísinn bráðnar vegna hlýnunar af völdum manna drekkur hafið í sig sólargeisla sem ísinn varpaði áður út í geiminn sem eykur enn hlýnunina. Sömu sögu er að segja af síferanum. Þegar hann þiðnar með hlýnandi loftslagi byrjar hann að sleppa kolefni sínu. Kolefnið stuðlar síðan að enn meiri hlýnun.Hlýnun af völdum hopandi hafíss er dæmi um jákvæða svörun sem magnar upp hnattræna hlýnun af völdum manna.NASA's Scientific Visualization Studio/Helen-Nicole KostisAukinn gróska seinkar áhrifunum Sífrerinn er þegar byrjaður að þiðna á sunnanverðu norðurskautinu. Niðurstaða vísindamannanna nú er hins vegar sú að hann verði ekki uppspretta nettó kolefnislosunar fyrr en undir lok 22. aldarinnar. Ástæðan er sú að búist er við því að hlýnunin valdi því að plöntur vaxi mun hraðar þar en áður hefur verið talið. Gróðurinn sem vex upp muni binda og jafna út kolefnislosunina næstu tvær aldirnar. Mun meira kolefni er hins vegar að finna á norðanverðu norðurskautinu. Í líkönum vísindamannana var losunin þaðan fimmfalt meiri en frá suðurhluta þess næstu aldirnar. Útreikningarnir benda til þess að aðalumsnúningurinn í losun frá sífreranum þar verði á næstu 40-60 árunum. Árið 2300 geti þessi losun verið orðin tífalt meiri en heildarlosun manna á gróðurhúsalofttegundum árið 2016. Þannig gæti jákvæð svörun við hlýnun af völdum manna nú haldið áfram að valda loftslagsbreytingum á jörðinni í margar aldir jafnvel þó að mönnum takist á endanum að koma böndum á sína eigin losun gróðurhúsalofttegunda.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnattræn hlýnun gæti leyst kvikasilfur á norðurhjara úr læðingi Þiðnun freðmýra á norðurskautinu getur haft margþættar og grafalvarlegar afleiðingar fyrir loftslag og umhverfi jarðar. 6. febrúar 2018 11:43 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Bandaríska leyniþjónustan varar við skyndilegum loftslagsbreytingum Forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna sagði loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu. 14. febrúar 2018 16:51 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Hnattræn hlýnun gæti leyst kvikasilfur á norðurhjara úr læðingi Þiðnun freðmýra á norðurskautinu getur haft margþættar og grafalvarlegar afleiðingar fyrir loftslag og umhverfi jarðar. 6. febrúar 2018 11:43
Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54
Bandaríska leyniþjónustan varar við skyndilegum loftslagsbreytingum Forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna sagði loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu. 14. febrúar 2018 16:51