Af KSÍ og Íslandsmótinu Benedikt Bóas skrifar 8. mars 2018 07:00 Nú þegar aðeins nokkrir dagar eru í að Íslandsmótið í fótbolta hefjist er ekki úr vegi að rifja upp að mótið 2017 var flautað af þann 30. september. Það eru þó nokkrir mánuðir síðan. Hvað hefur gerst síðan mótið 2017 var flautað af? Ekkert. Nákvæmlega ekkert. Og það er ekki eins og félögin og samtökin Íslenskur toppfótbolti hafi ekki reynt. Þau svör sem þau fá eru svona. Þetta er ritað á síðasta stjórnarfundi KSÍ þar sem Íslenskur toppfótbolti bar upp bónina um að fá að taka yfir markaðssetninguna í efstu tveimur deildunum. „Samþykkt að skoða málið heilstætt og ræða við ÍTF á næsta samráðsfundi.“ Hér þarf að stappa niður fæti og segja einfaldlega: Elsku besta KSÍ. Þið hafið ekki mannafla til að sjá um þetta og framkvæma. Leyfið samtökunum að taka þetta ár. Þetta verður alltaf skrýtið ár hvort sem er vegna HM. Áhorfendatölur eru skelfilegar á Íslandi. Sama hvað menn segja um höfðatölur. Það er auðvitað mesta bull sem ég hef nokkru sinni heyrt, eins og vinur minn Mikki refur segir. Ég meira að segja leiklas þennan hluta. Vonandi þú líka, kæri lesandi. En allavega. Áhorfendatölur voru fínar fyrir þremur árum en áhorfendum hefur fækkað um 400 manns að meðaltali. Slík þróun kallar á aðgerðir. Þær aðgerðir þurfa að koma núna. Meira að segja núna er orðið of seint. KSÍ setti nefnd um málið í gang í vetur en hana dagaði uppi og ekkert var gert. Aðgerða er þörf og það eru aðilar tilbúnir að leggja mikið á sig til að fá fólk á völlinn. KSÍ er ekki tilbúið að gera það. En sambandið er heldur ekki tilbúið að sleppa tökunum á mótinu. Slíkt getur ekki verið gott fyrir íslenskan fótbolta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar aðeins nokkrir dagar eru í að Íslandsmótið í fótbolta hefjist er ekki úr vegi að rifja upp að mótið 2017 var flautað af þann 30. september. Það eru þó nokkrir mánuðir síðan. Hvað hefur gerst síðan mótið 2017 var flautað af? Ekkert. Nákvæmlega ekkert. Og það er ekki eins og félögin og samtökin Íslenskur toppfótbolti hafi ekki reynt. Þau svör sem þau fá eru svona. Þetta er ritað á síðasta stjórnarfundi KSÍ þar sem Íslenskur toppfótbolti bar upp bónina um að fá að taka yfir markaðssetninguna í efstu tveimur deildunum. „Samþykkt að skoða málið heilstætt og ræða við ÍTF á næsta samráðsfundi.“ Hér þarf að stappa niður fæti og segja einfaldlega: Elsku besta KSÍ. Þið hafið ekki mannafla til að sjá um þetta og framkvæma. Leyfið samtökunum að taka þetta ár. Þetta verður alltaf skrýtið ár hvort sem er vegna HM. Áhorfendatölur eru skelfilegar á Íslandi. Sama hvað menn segja um höfðatölur. Það er auðvitað mesta bull sem ég hef nokkru sinni heyrt, eins og vinur minn Mikki refur segir. Ég meira að segja leiklas þennan hluta. Vonandi þú líka, kæri lesandi. En allavega. Áhorfendatölur voru fínar fyrir þremur árum en áhorfendum hefur fækkað um 400 manns að meðaltali. Slík þróun kallar á aðgerðir. Þær aðgerðir þurfa að koma núna. Meira að segja núna er orðið of seint. KSÍ setti nefnd um málið í gang í vetur en hana dagaði uppi og ekkert var gert. Aðgerða er þörf og það eru aðilar tilbúnir að leggja mikið á sig til að fá fólk á völlinn. KSÍ er ekki tilbúið að gera það. En sambandið er heldur ekki tilbúið að sleppa tökunum á mótinu. Slíkt getur ekki verið gott fyrir íslenskan fótbolta.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar