Göngum við í takt? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 21. febrúar 2018 09:57 Kröfur samfélagsins snúast meira og meira um lausnamiðaða nálgun í allri þjónustu hvert sem litið er. Ekki nóg með það heldur eru ekki síður háværari kröfur um hraðari og einstaklingsmiðaðri þjónustu með hverjum deginum sem líður. Við gerum kröfu um að öll þjónusta sé framúrskarandi. Að okkur sé mætt eftir þörfum okkar hverju sinni þegar við þiggjum þá þjónustu sem við þurfum á að halda. Við viljum að velferðarkerfið sé einstaklingsmiðað, upplýsandi um þá þjónustu sem er í boði og viðkomandi á rétt á hverju sinni. Allt eru þetta breytingar til hins betra fyrir okkur öll. En hvernig viljum við sjá skólakerfið þróast samhliða þessum auknu kröfum um persónulegri þjónustu sem byggir á hraða en ekki síður lausnamiðun og þarfagreindri þjónustu? Allt í kringum okkar sjáum við þróun í þá átt að einstaklingurinn verður sjálfbærari, við kjósum í ríkari mæli að geta afgreitt okkar mál og erindi milliliðalaust og helst rafrænt. Verslun er til að mynda að þróast yfir í sjálfsafgreiðslu og í auknum mæli með rafrænum hætti. Í nýsköpun felast alls kyns verðmæti ekki bara í formi einstakra vöru. Nýsköpun í alls kyns þjónustu og ekki síst hjá hinu opinbera, gefur okkur öllum ótal tækifæri til þess að gera betur í dag en í gær. Nýsköpun í allri hugsun um góða skóla þarf að virkja og hlúa að. Árið er 2018 og við verðum sem samfélag að setja okkur í stellingar og taka skólakerfið áfram samhliða allri þeirri breytingu sem á sér stað í samfélaginu öllu. Við þurfum annars vegar að taka okkur sjálf sem viljum hafa áhrif á menntakerfið utan frá með því að móta stefnuna, sýnina til framtíðar og horfa fram á við og sleppa svolítið tökunum á því að taka okkar eigin reynslu framar framtíðinni. Ein helsta hömlun þess að skólastarf tekur framþróun er okkar eigin reynsla sem þar erum fyrir. Reynslan okkar er það sem við kunnum best og tryggir okkur mesta öryggið í eigin athöfnum. Við verðum að fara að þora að breyta og taka skrefin inn á óþekktar brautir með ígrunduðum en framsæknum hætti. Eða öllu heldur við verðum að vera miklu fleiri innan skólakerfisins sem þorum að leggja af stað í þá vegferð að breyta skólakerfinu til framtíðar ekki bara fyrir nemendur þess þá stundina heldur fyrir samfélagið allt. Það skiptir máli að vera stöðugt að ögra sjálfum sér, ýta við núverandi kerfi og taka á árunum saman. Við vitum öll að kerfi verja sig sjálf alveg óumbeðin og við því þarf að sporna. Stöðnun býður alltaf upp á afturför. Við sem störfum innan skólakerfisins eru oft og iðulega að spyrja okkur þessara spurninga Hvað er það sem skiptir máli í undirstöðu menntunar? Hvernig get ég haft sem mest og best áhrif á þann fjölbreytta nemendahóp, sem við erum að vinna með hverju sinni, þeirra vegferð til að takast á við tækfiærin sem framtíðin mun bjóða upp á? Tækifærið okkar er núna. Stjórnvöld á öllum stigum bæði ríkis og sveitarfélaga hafa þetta alfarið í hendi sér að búa svo um hnúta að rými og tími skapist til að ígrunda, gefa svigrúmið til breytinga - því það kostar aðgerðir, það kostar endurskoðun á fjármunum í sinni víðustu mynd. Viljinn er fyrir hendi en kerfið þarf að vinna með vilja einstaklinganna, fagfólksins sem er með uppbrettar ermar alla daga og komast mislangt og mishratt upp úr fótsporum gærdagsins.Höfundur er fagstjóri kennslusviðs Arnarskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Kröfur samfélagsins snúast meira og meira um lausnamiðaða nálgun í allri þjónustu hvert sem litið er. Ekki nóg með það heldur eru ekki síður háværari kröfur um hraðari og einstaklingsmiðaðri þjónustu með hverjum deginum sem líður. Við gerum kröfu um að öll þjónusta sé framúrskarandi. Að okkur sé mætt eftir þörfum okkar hverju sinni þegar við þiggjum þá þjónustu sem við þurfum á að halda. Við viljum að velferðarkerfið sé einstaklingsmiðað, upplýsandi um þá þjónustu sem er í boði og viðkomandi á rétt á hverju sinni. Allt eru þetta breytingar til hins betra fyrir okkur öll. En hvernig viljum við sjá skólakerfið þróast samhliða þessum auknu kröfum um persónulegri þjónustu sem byggir á hraða en ekki síður lausnamiðun og þarfagreindri þjónustu? Allt í kringum okkar sjáum við þróun í þá átt að einstaklingurinn verður sjálfbærari, við kjósum í ríkari mæli að geta afgreitt okkar mál og erindi milliliðalaust og helst rafrænt. Verslun er til að mynda að þróast yfir í sjálfsafgreiðslu og í auknum mæli með rafrænum hætti. Í nýsköpun felast alls kyns verðmæti ekki bara í formi einstakra vöru. Nýsköpun í alls kyns þjónustu og ekki síst hjá hinu opinbera, gefur okkur öllum ótal tækifæri til þess að gera betur í dag en í gær. Nýsköpun í allri hugsun um góða skóla þarf að virkja og hlúa að. Árið er 2018 og við verðum sem samfélag að setja okkur í stellingar og taka skólakerfið áfram samhliða allri þeirri breytingu sem á sér stað í samfélaginu öllu. Við þurfum annars vegar að taka okkur sjálf sem viljum hafa áhrif á menntakerfið utan frá með því að móta stefnuna, sýnina til framtíðar og horfa fram á við og sleppa svolítið tökunum á því að taka okkar eigin reynslu framar framtíðinni. Ein helsta hömlun þess að skólastarf tekur framþróun er okkar eigin reynsla sem þar erum fyrir. Reynslan okkar er það sem við kunnum best og tryggir okkur mesta öryggið í eigin athöfnum. Við verðum að fara að þora að breyta og taka skrefin inn á óþekktar brautir með ígrunduðum en framsæknum hætti. Eða öllu heldur við verðum að vera miklu fleiri innan skólakerfisins sem þorum að leggja af stað í þá vegferð að breyta skólakerfinu til framtíðar ekki bara fyrir nemendur þess þá stundina heldur fyrir samfélagið allt. Það skiptir máli að vera stöðugt að ögra sjálfum sér, ýta við núverandi kerfi og taka á árunum saman. Við vitum öll að kerfi verja sig sjálf alveg óumbeðin og við því þarf að sporna. Stöðnun býður alltaf upp á afturför. Við sem störfum innan skólakerfisins eru oft og iðulega að spyrja okkur þessara spurninga Hvað er það sem skiptir máli í undirstöðu menntunar? Hvernig get ég haft sem mest og best áhrif á þann fjölbreytta nemendahóp, sem við erum að vinna með hverju sinni, þeirra vegferð til að takast á við tækfiærin sem framtíðin mun bjóða upp á? Tækifærið okkar er núna. Stjórnvöld á öllum stigum bæði ríkis og sveitarfélaga hafa þetta alfarið í hendi sér að búa svo um hnúta að rými og tími skapist til að ígrunda, gefa svigrúmið til breytinga - því það kostar aðgerðir, það kostar endurskoðun á fjármunum í sinni víðustu mynd. Viljinn er fyrir hendi en kerfið þarf að vinna með vilja einstaklinganna, fagfólksins sem er með uppbrettar ermar alla daga og komast mislangt og mishratt upp úr fótsporum gærdagsins.Höfundur er fagstjóri kennslusviðs Arnarskóla.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun