Myndlist er skapandi afl Lilja Alfreðsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Myndlistin gegnir mikilvægu hlutverki í þjóðlífinu, hvort sem er á heimilum, á vinnustöðum eða í hinu opinbera rými. Hún hreyfir við okkur, vekur spurningar og gleður augað. Það yrði vissulega fátæklegt um að litast ef hún væri ekki til staðar. Listin er löng en lífið er stutt. Á okkar lífsferli njótum við ekki aðeins þeirrar listar sem er sköpuð á okkar tímum, heldur einnig þess sem fyrri tímar hafa skilið eftir okkur til handa, til að læra af, njóta og byggja enn frekar á til framtíðar. Hlutverk stjórnvalda á sviði myndlistar er almennt að reyna að skapa þeim sem vilja helga sig listinni eins gott starfsumhverfi og kostur er hverju sinni. Að frátöldum rekstri veigamikilla stofnana eins og Listasafns Íslands, lýtur hlutverk ríkisins á þessu sviði einkum að því að búa í haginn fyrir starf sem aðrir eiga frumkvæði að og stuðla að því eftir föngum að slíkt frumkvæði fái notið sín. Aðgengi að menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í skapandi samfélagi. Þess vegna skiptir máli að allir landsmenn geti notið lista og menningar og tekið þátt í slíku starfi. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að efla umhverfi menningar og skapandi greina og það munum við gera. Til að vekja athygli á mikilvægi skapandi myndlistar verða Íslensku myndlistarverðlaunin afhent í fyrsta sinn í dag, til að fagna því sem vel er gert á sviði myndlistar á Íslandi og til að stuðla að kynningu á íslenskum myndlistarmönnum og myndsköpun þeirra. Með þessum viðburði er fram haldið þeirri tilraun sem hófst með afhendingu svonefndra Sjónlistarverðlauna fyrir um áratug, enda er vert að myndlistin, líkt og aðrar listgreinar, hafi tækifæri til að fagna því sem vel er gert. Í myndlistinni eru það myndlistarmennirnir sem eru hið skapandi afl. Við óskum þeim til hamingju með daginn og þökkum mikilsvert framlag þeirra til íslenskrar menningar og þjóðlífs.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Skoðun Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Myndlistin gegnir mikilvægu hlutverki í þjóðlífinu, hvort sem er á heimilum, á vinnustöðum eða í hinu opinbera rými. Hún hreyfir við okkur, vekur spurningar og gleður augað. Það yrði vissulega fátæklegt um að litast ef hún væri ekki til staðar. Listin er löng en lífið er stutt. Á okkar lífsferli njótum við ekki aðeins þeirrar listar sem er sköpuð á okkar tímum, heldur einnig þess sem fyrri tímar hafa skilið eftir okkur til handa, til að læra af, njóta og byggja enn frekar á til framtíðar. Hlutverk stjórnvalda á sviði myndlistar er almennt að reyna að skapa þeim sem vilja helga sig listinni eins gott starfsumhverfi og kostur er hverju sinni. Að frátöldum rekstri veigamikilla stofnana eins og Listasafns Íslands, lýtur hlutverk ríkisins á þessu sviði einkum að því að búa í haginn fyrir starf sem aðrir eiga frumkvæði að og stuðla að því eftir föngum að slíkt frumkvæði fái notið sín. Aðgengi að menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í skapandi samfélagi. Þess vegna skiptir máli að allir landsmenn geti notið lista og menningar og tekið þátt í slíku starfi. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að efla umhverfi menningar og skapandi greina og það munum við gera. Til að vekja athygli á mikilvægi skapandi myndlistar verða Íslensku myndlistarverðlaunin afhent í fyrsta sinn í dag, til að fagna því sem vel er gert á sviði myndlistar á Íslandi og til að stuðla að kynningu á íslenskum myndlistarmönnum og myndsköpun þeirra. Með þessum viðburði er fram haldið þeirri tilraun sem hófst með afhendingu svonefndra Sjónlistarverðlauna fyrir um áratug, enda er vert að myndlistin, líkt og aðrar listgreinar, hafi tækifæri til að fagna því sem vel er gert. Í myndlistinni eru það myndlistarmennirnir sem eru hið skapandi afl. Við óskum þeim til hamingju með daginn og þökkum mikilsvert framlag þeirra til íslenskrar menningar og þjóðlífs.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar