Viðkvæmasti hluti suðurskautsíssins heldur áfram að rýrna hraðar Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2018 23:00 Kortið sýnir flæði íss á Suðurskautslandinu. Litakóðinn sýnir hraða flæðisins á einu ári. NASA Earth Observatory Ístap á Suðurskautslandinu hefur aukist um tugi milljarða tonna á hverju ári síðasta áratuginn. Nýjar gervihnattamælingar vísindamanna NASA sýna að áfram herðir á rennsli jökla út í sjó á vesturhluta Suðurskautslandsins en ísflæðið er stöðugt á austurhluta álfunnar. Vísindamennirnir notuðu hundruð þúsunda mynda frá tveimur Landsat-gervitunglum Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna og nýjan hugbúnað til þess að mæla hreyfingar íshellunnar á Suðurskautslandinu með mikilli nákvæmni, að því er kemur fram í frétt á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Myndirnar voru teknar frá 2008 til 2015. Niðurstöðurnar staðfesta að mestu leyti fyrri rannsóknir á ísnum. Mest hefur hraðað á framgangi íssins út í Marguerite-flóa á Suðurskautslandsskaganum sem gengur út úr vestanverðri álfunni. Þar renna jöklar nú 400-800 metrum hraðar fram á hverju ári. Vísindamennirnir telja að ástæðan sé hlýnun hafsins í kringum þá. Langmest kemur frá vesturhlutanumNASA segir að stærsta uppgötvunin sé líklega að hraði ísrennslisins á austanverðu Suðurskautslandinu haldi áfram að vera stöðugur. Frá 2008 til 2015 hefur hraðinn nánast ekkert breyst. Vísindamenn hafa áður dregið þá ályktun að eystri hluti íshellunnar sé afar stöðugur en hraðinn á jöklum sem ganga þar út í hafið hefur ekki verið mældur með beinum hætti áður. Alls runnu 1.929 milljarðar tonna af ís Suðurskautslandsins út í hafið á hverju ári árið 2015. Skekkjumörk rannsóknarinnar eru um 40 milljarðar tonna. Magnið hefur aukist um 36 milljarðar tonna á ári frá árinu 2008 með 15 milljarðara tonna skekkjumörkum. Af aukningunni í ístapinu kemur langstærsti hlutinn frá jöklum á Vestur-Suðurskautslandinu, við Amundsenhafið, Getz-íshelluna og Marguerite-flóa, alls um 89%. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00 Stóraukin snjókoma gæti vegið upp á móti hækkun sjávarborðs Hlýnun jarðar veldur bráðnun íss á Suðurskautslandinu en einnig aukinni snjókomu á hluta þess. Snjókoman gæti takmarkað hækkun yfirborðs sjávar sem hlýst af bráðnuninni. 8. janúar 2018 12:15 Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Fleiri fréttir Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Sjá meira
Ístap á Suðurskautslandinu hefur aukist um tugi milljarða tonna á hverju ári síðasta áratuginn. Nýjar gervihnattamælingar vísindamanna NASA sýna að áfram herðir á rennsli jökla út í sjó á vesturhluta Suðurskautslandsins en ísflæðið er stöðugt á austurhluta álfunnar. Vísindamennirnir notuðu hundruð þúsunda mynda frá tveimur Landsat-gervitunglum Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna og nýjan hugbúnað til þess að mæla hreyfingar íshellunnar á Suðurskautslandinu með mikilli nákvæmni, að því er kemur fram í frétt á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Myndirnar voru teknar frá 2008 til 2015. Niðurstöðurnar staðfesta að mestu leyti fyrri rannsóknir á ísnum. Mest hefur hraðað á framgangi íssins út í Marguerite-flóa á Suðurskautslandsskaganum sem gengur út úr vestanverðri álfunni. Þar renna jöklar nú 400-800 metrum hraðar fram á hverju ári. Vísindamennirnir telja að ástæðan sé hlýnun hafsins í kringum þá. Langmest kemur frá vesturhlutanumNASA segir að stærsta uppgötvunin sé líklega að hraði ísrennslisins á austanverðu Suðurskautslandinu haldi áfram að vera stöðugur. Frá 2008 til 2015 hefur hraðinn nánast ekkert breyst. Vísindamenn hafa áður dregið þá ályktun að eystri hluti íshellunnar sé afar stöðugur en hraðinn á jöklum sem ganga þar út í hafið hefur ekki verið mældur með beinum hætti áður. Alls runnu 1.929 milljarðar tonna af ís Suðurskautslandsins út í hafið á hverju ári árið 2015. Skekkjumörk rannsóknarinnar eru um 40 milljarðar tonna. Magnið hefur aukist um 36 milljarðar tonna á ári frá árinu 2008 með 15 milljarðara tonna skekkjumörkum. Af aukningunni í ístapinu kemur langstærsti hlutinn frá jöklum á Vestur-Suðurskautslandinu, við Amundsenhafið, Getz-íshelluna og Marguerite-flóa, alls um 89%.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00 Stóraukin snjókoma gæti vegið upp á móti hækkun sjávarborðs Hlýnun jarðar veldur bráðnun íss á Suðurskautslandinu en einnig aukinni snjókomu á hluta þess. Snjókoman gæti takmarkað hækkun yfirborðs sjávar sem hlýst af bráðnuninni. 8. janúar 2018 12:15 Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Fleiri fréttir Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Sjá meira
2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49
Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54
Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00
Stóraukin snjókoma gæti vegið upp á móti hækkun sjávarborðs Hlýnun jarðar veldur bráðnun íss á Suðurskautslandinu en einnig aukinni snjókomu á hluta þess. Snjókoman gæti takmarkað hækkun yfirborðs sjávar sem hlýst af bráðnuninni. 8. janúar 2018 12:15
Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55