„Ég mun berjast aftur. Punktur. Ég er bestur í þessu,“ skrifaði Conor meðal annars á Instagram í gær.
Hann minnti fólk á að hann hefði verið til í að berjast við Frankie Edgar snemma í mars þar sem Max Holloway er meiddur. UFC hefði aftur á móti þurft meiri tíma til þess að fjármagna dæmið enda kostar það skildinginn að fá Írann í búrið í dag. Edgar mun mæta Brian Ortega.
I am fighting again. Period. I am the best at this. I put my name forward to step in at UFC 222 to face Frankie Edgar when Max Holloway pulled out, but I was told there wasn't enough time to generate the money that the UFC would need. I was excited about bouncing in last minute and taking out the final featherweight, without all the rest of the stuff that comes with this game. Please respect the insane amount of work outside the fight game that I have put in. On top of the fighting. I am here. It is on them to come and get me. Because I am here. Yours sincerely, The Champ Champ™
A post shared by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on Feb 22, 2018 at 11:58am PST
„Ég er hér og það er undir UFC komið að sækja mig og koma mér í búrið,“ bætir Conor við.
Hann er klár og ef UFC er klárt með réttu peningana þá fær heimsbyggðin loksins að sjá hann aftur í búrinu.
Conor barðist síðast í nóvember árið 2016 fyrir UFC. Þá pakkaði hann Eddie Alvarez saman og varð fyrsti tvöfaldi meistarinn í sögu UFC.