Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2025 17:15 Chloe Kelly fagnar með bikarinn og við hlið liðsfélaga sinna í Evrópumeistaraliði Englands. Getty/Maja Hitij England og Spánn áttu langflesta leikmenn í úrvalsliði Evrópumótsins í Sviss eða átta af ellefu. Evrópumeistarar Englands eru með fjóra leikmenn í liðinu og silfurlið Spánar með aðra fjóra þar af alla miðjumenn liðsins. Úrvalsliðið var valið af sérstakri tækninefnd UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, á mótinu. Það vekur athygli en kemur alls ekki á óvart að hin enska Chloe Kelly er í úrvalsliðinu. Kelly tryggði Englandi sigur í vítakeppninni en hafði áður komið inn á og lagt upp jöfnunarmark liðsins. Kelly átti mikinn þátt í mörgum endurkomum enska liðsins á mótinu. Eitt það ótrúlegasta við hennar frammistöðu er að hún byrjaði ekki einn leik á öllu Evrópumótinu en var samt valin í lið mótsins. Enski markvörðurinn Hannah Hampton er í markinu en hún varði hverja vítaspyrnuna á fætur annarri í tveimur vítakeppnum enska liðsins og átti frábært mót. Enski bakvörðurinn Lucy Bronze komst líka í úrvalsliðið en hún spilaði allt mótið með sprungu í sköflungnum. Þvílík harka. Alessia Russo er fjórði Englendingurinn í liðinu en hún skoraði mark enska liðsins í úrslitaleiknum. Russo var óheppin með mörk á mótinu en bjó til mörg mörk fyrir liðsfélaga sína. Miðjumennirnir voru allir frá Spáni eða þær Aitana Bonmatí, Patri Guijarro og Alexia Putellas. Bonmatí hafði áður verið valin besti leikmaður mótsins. Irene Paredes, fyrirliði og miðvörður spænska liðsins var sú fjórða frá Spáni í úrvalsliðinu. Hinar þrjár í úrvalsliðinu, sem komu ekki frá England eða Spáni, voru ítalski varnarmaðurinn Elena Linari, þýski varnarmaðurinn Franziska Kett og þýski sóknarmaðurinn Jule Brand. 🥁 Introducing the #WEURO2025 Team of the Tournament, as chosen by the UEFA Technical Observer Group 🤩 pic.twitter.com/Zxe2e2jCo5— UEFA Women's EURO 2025 (@WEURO2025) July 28, 2025 EM 2025 í Sviss Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjá meira
Úrvalsliðið var valið af sérstakri tækninefnd UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, á mótinu. Það vekur athygli en kemur alls ekki á óvart að hin enska Chloe Kelly er í úrvalsliðinu. Kelly tryggði Englandi sigur í vítakeppninni en hafði áður komið inn á og lagt upp jöfnunarmark liðsins. Kelly átti mikinn þátt í mörgum endurkomum enska liðsins á mótinu. Eitt það ótrúlegasta við hennar frammistöðu er að hún byrjaði ekki einn leik á öllu Evrópumótinu en var samt valin í lið mótsins. Enski markvörðurinn Hannah Hampton er í markinu en hún varði hverja vítaspyrnuna á fætur annarri í tveimur vítakeppnum enska liðsins og átti frábært mót. Enski bakvörðurinn Lucy Bronze komst líka í úrvalsliðið en hún spilaði allt mótið með sprungu í sköflungnum. Þvílík harka. Alessia Russo er fjórði Englendingurinn í liðinu en hún skoraði mark enska liðsins í úrslitaleiknum. Russo var óheppin með mörk á mótinu en bjó til mörg mörk fyrir liðsfélaga sína. Miðjumennirnir voru allir frá Spáni eða þær Aitana Bonmatí, Patri Guijarro og Alexia Putellas. Bonmatí hafði áður verið valin besti leikmaður mótsins. Irene Paredes, fyrirliði og miðvörður spænska liðsins var sú fjórða frá Spáni í úrvalsliðinu. Hinar þrjár í úrvalsliðinu, sem komu ekki frá England eða Spáni, voru ítalski varnarmaðurinn Elena Linari, þýski varnarmaðurinn Franziska Kett og þýski sóknarmaðurinn Jule Brand. 🥁 Introducing the #WEURO2025 Team of the Tournament, as chosen by the UEFA Technical Observer Group 🤩 pic.twitter.com/Zxe2e2jCo5— UEFA Women's EURO 2025 (@WEURO2025) July 28, 2025
EM 2025 í Sviss Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjá meira