Enski boltinn

Vef­síða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það vilja margir Arsenal stuðningsmenn eignast treyju Viktor Gyokeres eftir að hann samdi við enska félagið.
Það vilja margir Arsenal stuðningsmenn eignast treyju Viktor Gyokeres eftir að hann samdi við enska félagið. Getty/Stuart MacFarlane

Arsenal er loksins búið að kaupa sér framherja og það er óhætt að segja að væntingarnar hjá stuðningsmönnum félagsins séu miklar.

Arsenal hefur lent í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú tímabil án þess að vera með alvöru níu í liðinu.

Stuðningsmenn og sérfræðingar hafa hneykslast mikið á knattspyrnustjóranum Mikel Arteta að hafa ekki keypt framherja fyrir löngu.

Nú er liðið loksins komið með alvöru markaskorara og það er hvorki meira né minna en markahæsti leikmaður Evrópu á síðasta ári.

Arsenal keypti sænska framherjann Viktor Gyokeres frá Sporting í Portúgal. Það tók smá tíma að ná samkomulagi en það hafðist.

Eftir að Arsenal staðfesti kaupin og fór að selja treyju Gyokeres á sölusíðu sinni þá varð allt vitlaust.

Það er fyrir löngu búið að setja nýtt sölumet og nú síðast hrundi heimasíða Arsenal vegna álagsins.

Gyokeres gat ekki fengið níuna því Gabriel Jesus er með hana. Hann valdi því treyju númer fjórtán en í henni lék markahæsti leikmaður Arsenal frá upphafi, Thierry Henry.

Ekki minnkar pressan á Gyokeres við það.

Stuðningsmennirnir eru líka spenntir fyrir treyjunni því hún rýkur hreinlega út í Arsenal versluninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×