Hydro gerir kauptilboð í álverið í Straumsvík Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 09:39 Álverið í Straumsvík. Vísir/Vilhelm Norski álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefur gert skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverksmiðjunni ISAL af Rio Tinto. Tilboðið nær einnig til hollensku skautverksmiðjunnar Aluchemie og sænsku ál-flúoríð verksmiðjunnar Alufluor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hydro. „Tilboðið endurspeglar sterka trú okkar á áli, sem er sá málmur sem er í hvað sterkastri sókn á heimsvísu. Að taka þátt á öllum stigum virðiskeðjunnar er lykilatriði í að skapa verðmæti í þessari sókn og ýta undir sjálfbærar aðferðir í rekstri okkar á heimsvísu“ er haft eftir Svein Richard Brandtzæg, forstjóra Hydro. Hydro gerir ráð fyrir samlegðaráhrifum að því er varðar tækniframþróun, hámarksnýtingu á skautasafni, flutningum og meðhöndlun. Verksmiðja ISAL nýtir sömu tækni og verksmiðja Hydro í Husnes í Noregi, þar sem Hydro tilkynnti fyrir skömmu um enduropnun og tækniuppfærslu á annarri rafgreiningarlínu þeirrar verksmiðju. „Við sjáum mikla mögulega í því að samnýta hæfni og tækni í álverksmiðjum okkar. Við rekum nú tilraunaverksmiðju í Noregi sem stefnir á að verða sú álframleiðsla í heiminum sem nýtir orkuna best og hefur minnst áhrif á loftslagið. Þessi nýsköpun mun dreifast til annarra verksmiðja Hydro og ISAL mun, sem hluti af samsteypu Hydro, njóta góðs af slíkri tækni og þekkingu“ er haft eftir Hilde Merete Aasheim, yfirmanni hrámálmaviðskiptasviðs Hydro.Alls 345 milljónir Bandaríkjadala ISAL framleiðir um það bil 210.000 tonn af fljótandi hrááli á ári og samtals 230.000 mt af þrýstimótunar hleifum. Norsk Hydro er álfyrirtæki með 35.000 starfsmenn í 40 löndum í öllum heimsálfum og með aðsetur í Noregi. Um er að ræða skuldbindandi tilboð um að kaupa álverksmiðju Rio Tinto, Rio Tinto á Íslandi hf., 53% hlut Rio Tinto í hollensku skautverksmiðjunni Aluminium & Chemie Rotterdam B.V., og 50% hlut í sænsku álflúoríð verksmiðjunni Alufluor AB fyrir 345 milljónir Bandaríkjadali, með fyrirvara um aðlögun kaupverðs eftir lúkningu viðskiptanna. Í samræmi við ákvæði hollenskra og franskra laga virkjar tilboð Hydro lögboðið samráðsferli við starfsmenn Rio Tinto og aðra hagsmunaaðila. Að því gefnu að samráðsferli verði árangursríkt, og samþykki samkeppnisyfirvalda Evrópusambandsins fáist, er gert ráð fyrir að viðskiptunum verði lokið á öðrum ársfjórðungi 2018. Við það verða ISAL, Aluchemie og Alufluor hluti af starfsemi Hydro á heimsvísu. Tengdar fréttir Ræða við mögulega kaupendur um álverið í Straumsvík Rio Tinto, móðurfélag Rio Tinto á Íslandi, á í viðræðum um sölu álversins við nokkra mögulega kaupendur í kjölfar heimsókna þeirra í Straumsvík. Hvar þær viðræður standa geta stjórnendur álversins ekki sagt til um né hverjir hafa sýnt fyrirtækinu áhuga. 26. október 2017 06:00 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Norski álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefur gert skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverksmiðjunni ISAL af Rio Tinto. Tilboðið nær einnig til hollensku skautverksmiðjunnar Aluchemie og sænsku ál-flúoríð verksmiðjunnar Alufluor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hydro. „Tilboðið endurspeglar sterka trú okkar á áli, sem er sá málmur sem er í hvað sterkastri sókn á heimsvísu. Að taka þátt á öllum stigum virðiskeðjunnar er lykilatriði í að skapa verðmæti í þessari sókn og ýta undir sjálfbærar aðferðir í rekstri okkar á heimsvísu“ er haft eftir Svein Richard Brandtzæg, forstjóra Hydro. Hydro gerir ráð fyrir samlegðaráhrifum að því er varðar tækniframþróun, hámarksnýtingu á skautasafni, flutningum og meðhöndlun. Verksmiðja ISAL nýtir sömu tækni og verksmiðja Hydro í Husnes í Noregi, þar sem Hydro tilkynnti fyrir skömmu um enduropnun og tækniuppfærslu á annarri rafgreiningarlínu þeirrar verksmiðju. „Við sjáum mikla mögulega í því að samnýta hæfni og tækni í álverksmiðjum okkar. Við rekum nú tilraunaverksmiðju í Noregi sem stefnir á að verða sú álframleiðsla í heiminum sem nýtir orkuna best og hefur minnst áhrif á loftslagið. Þessi nýsköpun mun dreifast til annarra verksmiðja Hydro og ISAL mun, sem hluti af samsteypu Hydro, njóta góðs af slíkri tækni og þekkingu“ er haft eftir Hilde Merete Aasheim, yfirmanni hrámálmaviðskiptasviðs Hydro.Alls 345 milljónir Bandaríkjadala ISAL framleiðir um það bil 210.000 tonn af fljótandi hrááli á ári og samtals 230.000 mt af þrýstimótunar hleifum. Norsk Hydro er álfyrirtæki með 35.000 starfsmenn í 40 löndum í öllum heimsálfum og með aðsetur í Noregi. Um er að ræða skuldbindandi tilboð um að kaupa álverksmiðju Rio Tinto, Rio Tinto á Íslandi hf., 53% hlut Rio Tinto í hollensku skautverksmiðjunni Aluminium & Chemie Rotterdam B.V., og 50% hlut í sænsku álflúoríð verksmiðjunni Alufluor AB fyrir 345 milljónir Bandaríkjadali, með fyrirvara um aðlögun kaupverðs eftir lúkningu viðskiptanna. Í samræmi við ákvæði hollenskra og franskra laga virkjar tilboð Hydro lögboðið samráðsferli við starfsmenn Rio Tinto og aðra hagsmunaaðila. Að því gefnu að samráðsferli verði árangursríkt, og samþykki samkeppnisyfirvalda Evrópusambandsins fáist, er gert ráð fyrir að viðskiptunum verði lokið á öðrum ársfjórðungi 2018. Við það verða ISAL, Aluchemie og Alufluor hluti af starfsemi Hydro á heimsvísu.
Tengdar fréttir Ræða við mögulega kaupendur um álverið í Straumsvík Rio Tinto, móðurfélag Rio Tinto á Íslandi, á í viðræðum um sölu álversins við nokkra mögulega kaupendur í kjölfar heimsókna þeirra í Straumsvík. Hvar þær viðræður standa geta stjórnendur álversins ekki sagt til um né hverjir hafa sýnt fyrirtækinu áhuga. 26. október 2017 06:00 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Ræða við mögulega kaupendur um álverið í Straumsvík Rio Tinto, móðurfélag Rio Tinto á Íslandi, á í viðræðum um sölu álversins við nokkra mögulega kaupendur í kjölfar heimsókna þeirra í Straumsvík. Hvar þær viðræður standa geta stjórnendur álversins ekki sagt til um né hverjir hafa sýnt fyrirtækinu áhuga. 26. október 2017 06:00
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent