Berglind Björg: Er ítalska mafían að fara koma til Íslands og slátra okkur? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 08:30 Berglind Björg Þorvaldsdóttir sýnir tilfinningarnar í landsleik eftir að eitt gott færi fór forgörðum. Vísir/Anton Íslenska landsliðskonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir segist hafa fengið hótanir frá ítalska félaginu Verona eftir að hún og Arna Sif Ásgrímsdóttir neituðu að snúa aftur til Ítalíu eftir jólafrí þar sem liðið stóð ekki við samninga. Berglind Björg og Arna Sif eru nú báðar lausar allra mála og ætla báðar að spila í Pepsi-deildinni 2018, Berglind með Breiðabliki en Arna með Þór/KA. Umboðsmaður þeirra beggja hafi ráðlagt þeim að fara heim til Íslands í jólafríinu og taka allar eigur sínar með. Hann ætlaði síðan hjálpa þeim að rifta samningnum þaðan. „Það gekk ekkert sérstaklega vel. Við fengum hótunarbréf eftir að við reyndum að rifta. Við svöruðum því ekki og þá fengum við annað hótunarbréf sem var verra en það fyrra. Þeir ætluðu ekki að taka þetta í mál, sögðu að við værum ekki professional og það yrðu afleiðingar,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir í samtali við RÚV. Þjálfari Verona hótaði þeim í ítölskum fjölmiðlum og þær Berglind Björg og Arna Sif áttu að fá að finna fyrir þessu. Þeim var eðlilega ekki skemmt en þær gerðu sér enga grein fyrir hversu langt félagið myndi ganga með þessar hótanir. „Er ítalska mafían að fara koma til Íslands og slátra okkur," sagði Berglind í fyrrnefndu viðtali við RÚV. Verona samþykkti loksins að leyfa þeim að fara en þær þurfa báðar að sjá eftir peningum sem ítalska félagið skuldaði þeim. „Ef við förum ekki fram á allan þann pening sem þeir skulda okkur þá ætla þeir að leyfa okkur að fara. Við samþykktum það því okkur er alveg sama um þennan pening og vildum fara. Það gekk allt upp og núna erum við bara að bíða eftir félagaskiptunum sem eiga vonandi að koma í gegn í næstu viku,“ sagði Berglind Björg sem er nú komin til móts við íslenska landsliðið í Algarve í Portúgal. „Við reynum bara að hlægja að þessu og við reyndum að gera það úti líka. Þetta var mjög erfitt á tímabili en svo vorum við bara; Við verðum að hlægja að þessu, annars gengur þetta ekkert upp,“ sagði Berglind Björg í viðtalinu við RÚV en það má finna það allt hér. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir segist hafa fengið hótanir frá ítalska félaginu Verona eftir að hún og Arna Sif Ásgrímsdóttir neituðu að snúa aftur til Ítalíu eftir jólafrí þar sem liðið stóð ekki við samninga. Berglind Björg og Arna Sif eru nú báðar lausar allra mála og ætla báðar að spila í Pepsi-deildinni 2018, Berglind með Breiðabliki en Arna með Þór/KA. Umboðsmaður þeirra beggja hafi ráðlagt þeim að fara heim til Íslands í jólafríinu og taka allar eigur sínar með. Hann ætlaði síðan hjálpa þeim að rifta samningnum þaðan. „Það gekk ekkert sérstaklega vel. Við fengum hótunarbréf eftir að við reyndum að rifta. Við svöruðum því ekki og þá fengum við annað hótunarbréf sem var verra en það fyrra. Þeir ætluðu ekki að taka þetta í mál, sögðu að við værum ekki professional og það yrðu afleiðingar,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir í samtali við RÚV. Þjálfari Verona hótaði þeim í ítölskum fjölmiðlum og þær Berglind Björg og Arna Sif áttu að fá að finna fyrir þessu. Þeim var eðlilega ekki skemmt en þær gerðu sér enga grein fyrir hversu langt félagið myndi ganga með þessar hótanir. „Er ítalska mafían að fara koma til Íslands og slátra okkur," sagði Berglind í fyrrnefndu viðtali við RÚV. Verona samþykkti loksins að leyfa þeim að fara en þær þurfa báðar að sjá eftir peningum sem ítalska félagið skuldaði þeim. „Ef við förum ekki fram á allan þann pening sem þeir skulda okkur þá ætla þeir að leyfa okkur að fara. Við samþykktum það því okkur er alveg sama um þennan pening og vildum fara. Það gekk allt upp og núna erum við bara að bíða eftir félagaskiptunum sem eiga vonandi að koma í gegn í næstu viku,“ sagði Berglind Björg sem er nú komin til móts við íslenska landsliðið í Algarve í Portúgal. „Við reynum bara að hlægja að þessu og við reyndum að gera það úti líka. Þetta var mjög erfitt á tímabili en svo vorum við bara; Við verðum að hlægja að þessu, annars gengur þetta ekkert upp,“ sagði Berglind Björg í viðtalinu við RÚV en það má finna það allt hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira