Tímamót Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 07:00 Það er stundum talað um tímamót. Ég hef bara lifað í næstum 25 ár, sem er ekkert til að stæra sig af – margir hafa gert töluvert betur – og tímamótin örfá og stopul eftir því. En nú vill svo til að ég stend mitt á einum slíkum, tímamótum. Í dag segi ég skilið við frístundaheimilið, sem ég hef skrifað svolítið um hér á baksíðunni, og þar með lýkur fimm ára persónulegri vegferð minni um gjöfula akra barnagæslu. Frá og með deginum í dag verður þetta allt saman að fortíð. Nístandi gul endurskinsvesti, útivera í öllum veðrum, flatkökur með kæfu og brandarar sem snúast ekki um neitt. Búið. Og lexían er, held ég, þessi: Tímamót eru snúin. Óttablandinn léttir og kæruleysislegur kvíði. Þetta gerjast allt innra með manni á vendipunktum í lífinu. Það er erfitt að kveðja það sem er gamalt, gott og kunnuglegt og það er kannski enn erfiðara að ganga hnarreistur inn í óvissuna og sprengja utan af sér þægindafjötrana. Þegar eftirsjáin byrjar svo að naga mann, til dæmis þegar börnin á frístundaheimilinu verða allt í einu að englum síðustu vikuna í vinnunni og efinn hreiðrar um sig, er gott að leita skjóls í klisjum. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur,“ eru ágæt sannindi upp á framhaldið og annað sem er gott að muna er „lifðu í núinu“ og svo þarf maður líka að hafa „gríptu tækifærið“ til hliðsjónar. Það er stundum talað um tímamót. Þetta blessast allt saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Það er stundum talað um tímamót. Ég hef bara lifað í næstum 25 ár, sem er ekkert til að stæra sig af – margir hafa gert töluvert betur – og tímamótin örfá og stopul eftir því. En nú vill svo til að ég stend mitt á einum slíkum, tímamótum. Í dag segi ég skilið við frístundaheimilið, sem ég hef skrifað svolítið um hér á baksíðunni, og þar með lýkur fimm ára persónulegri vegferð minni um gjöfula akra barnagæslu. Frá og með deginum í dag verður þetta allt saman að fortíð. Nístandi gul endurskinsvesti, útivera í öllum veðrum, flatkökur með kæfu og brandarar sem snúast ekki um neitt. Búið. Og lexían er, held ég, þessi: Tímamót eru snúin. Óttablandinn léttir og kæruleysislegur kvíði. Þetta gerjast allt innra með manni á vendipunktum í lífinu. Það er erfitt að kveðja það sem er gamalt, gott og kunnuglegt og það er kannski enn erfiðara að ganga hnarreistur inn í óvissuna og sprengja utan af sér þægindafjötrana. Þegar eftirsjáin byrjar svo að naga mann, til dæmis þegar börnin á frístundaheimilinu verða allt í einu að englum síðustu vikuna í vinnunni og efinn hreiðrar um sig, er gott að leita skjóls í klisjum. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur,“ eru ágæt sannindi upp á framhaldið og annað sem er gott að muna er „lifðu í núinu“ og svo þarf maður líka að hafa „gríptu tækifærið“ til hliðsjónar. Það er stundum talað um tímamót. Þetta blessast allt saman.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar