Bleika ógnin Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Dagurinn í dag markar hápunkt, en um leið endalok, þríleiksins kærkomna sem hefur löngum yljað landsmönnum þennan erfiðasta tíma ársins. Naglinn rekinn í kistuna og kötturinn sleginn úr tunnunni. Það er öskudagur. Og hvílík gæfa! Hugsa sér, að þremur góðum dögum, hvar aðalmarkmiðið er að borða þangað til hriktir í þörmunum, hafi verið skeytt inn á dagatalið á svo heppilegum stað. Þakklætið er auðvitað sérstaklega alltumlykjandi í ár, nú þegar hver öskrandi lægðin gengur yfir landið á fætur annarri og stöðvar umferð, pitsusendingar og lífsvilja í brjóstum manna. Við værum líklega öll löngu flutt í boðlegra loftslag ef okkur byðist ekki bolla að maula eða sælgætismoli úr skjóðu grímuklædds barns þessa haganlega staðsettu daga. En nú steðjar ógn að þrefaldri hátíð sáluhjálpar í febrúar 2018. Í dag er nefnilega, auk öskudags – og ekki hafa þetta eftir mér – Valentínusardagur. Hann siglir bleikur og súkkulaðihúðaður yfir hafið úr vestri, fjöldaframleiddur í bandarískri verksmiðju í Taívan, berst í gegnum íslenska storminn og virðist kominn til að vera. Hann er sérhannaður fyrir elskendur og dansar nú kapítalískan dans við erkihátíð barnanna, téðan öskudag. Og enn og aftur erum við, sem hvorki erum börn né höfum fundið okkur lífsförunaut, skilin harkalega út undan. Máttlaus gagnvart regluverki samfélagsins. Litin hornauga ef við reynum að raula fallegt lag úti í apóteki í skiptum fyrir sælgætismola, og 2-fyrir-1-elskendatilboð á hamborgarabrauðum í kjörbúðinni er dæmt til að skemmast vegna þess að við höfum engan til að deila því með. Þannig að, hvað er til ráða? Kaupa sér sitt eigið nammi og kraftsvæpa á Tinder? Kannski. Ég læt ykkur vita hvernig fer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Dagurinn í dag markar hápunkt, en um leið endalok, þríleiksins kærkomna sem hefur löngum yljað landsmönnum þennan erfiðasta tíma ársins. Naglinn rekinn í kistuna og kötturinn sleginn úr tunnunni. Það er öskudagur. Og hvílík gæfa! Hugsa sér, að þremur góðum dögum, hvar aðalmarkmiðið er að borða þangað til hriktir í þörmunum, hafi verið skeytt inn á dagatalið á svo heppilegum stað. Þakklætið er auðvitað sérstaklega alltumlykjandi í ár, nú þegar hver öskrandi lægðin gengur yfir landið á fætur annarri og stöðvar umferð, pitsusendingar og lífsvilja í brjóstum manna. Við værum líklega öll löngu flutt í boðlegra loftslag ef okkur byðist ekki bolla að maula eða sælgætismoli úr skjóðu grímuklædds barns þessa haganlega staðsettu daga. En nú steðjar ógn að þrefaldri hátíð sáluhjálpar í febrúar 2018. Í dag er nefnilega, auk öskudags – og ekki hafa þetta eftir mér – Valentínusardagur. Hann siglir bleikur og súkkulaðihúðaður yfir hafið úr vestri, fjöldaframleiddur í bandarískri verksmiðju í Taívan, berst í gegnum íslenska storminn og virðist kominn til að vera. Hann er sérhannaður fyrir elskendur og dansar nú kapítalískan dans við erkihátíð barnanna, téðan öskudag. Og enn og aftur erum við, sem hvorki erum börn né höfum fundið okkur lífsförunaut, skilin harkalega út undan. Máttlaus gagnvart regluverki samfélagsins. Litin hornauga ef við reynum að raula fallegt lag úti í apóteki í skiptum fyrir sælgætismola, og 2-fyrir-1-elskendatilboð á hamborgarabrauðum í kjörbúðinni er dæmt til að skemmast vegna þess að við höfum engan til að deila því með. Þannig að, hvað er til ráða? Kaupa sér sitt eigið nammi og kraftsvæpa á Tinder? Kannski. Ég læt ykkur vita hvernig fer.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun