Gleymda kynslóðin í húsnæðisvanda Valgerður Árnadóttir skrifar 13. febrúar 2018 23:31 Ég sótti fund núverandi borgarstjórnar um borgarlínu og þéttingu byggðar. Ég er svo sem sammála því að það þarf að þétta byggðina og plönin líta vel út á pappír en mig vantaði svör við því hvers vegna húsnæði sem er verið að byggja núna er of dýrt fyrir “venjulegt fólk”? Borgarstjóri var rogginn að leysa umferðarvanda við Háskólann í Reykjavík með því að byggja stúdentaíbúðir þar, sem er gott og blessað. En þar sem ég ólst upp á “stúdentagörðum” í Svíþjóð þá finnst mér vanta blandaða byggð, leiguhúsnæðis og kaupleiguhúsnæðis sem fólk er ekki rekið úr þegar námi líkur, því það er staðreynd að stórt hlutfall háskólanema eru einnig foreldrar og vantar húsnæði á viðráðanlegu verði. Fjölskyldufólk sem er búið með háskólanám eða hefur jafnvel verið lengi á vinnumarkaðnum er í sama húsnæðisvanda og stúdentar, það er ekki lausn að byggja stúdentaíbúðir fyrir nema og lúxusíbúðir fyrir aðra því við sem erum mitt á milli höfum ekki efni á því að kaupa neitt. Það er ekki verið að verðlauna fólk fyrir að mennta sig, eftir nám taka við illa launaðar stöður og himinhátt leiguverð sem gerir fólki ómögulegt að safna. Ég er fædd 1979 og enginn sem ég þekki á mínum aldri eða yngri hefur eignast húsnæði nema með hjálp foreldra sinna, á ég ekki að geta eignast neitt fyrr en foreldrar mínir hrökkva upp af? Flestir sem ég þekki þvælast úr einu leiguhúsnæði í annað og það jafnvel með 1-3 börn, barnlausir einstaklingar á mínum aldri þurfa margir hverjir enn að fá sér meðleigjendur vegna leiguverðs, er eðlilegt að vera með meðleigjanda þegar maður er að detta í fertugt? Það er amk. ekki sérstaklega hvetjandi að mennta sig, vinna og standa sig í lífinu þegar 50% af útborguðum launum fara í leiguhúsnæði og rest rétt nægir fyrir nauðsynjum en samt ekki. Húsnæðisverð er helsta orsök fátæktar í Reykjavík, ástæða þess að hér býr fólk á götunni, að hér er hæsta hlutfall barnafátæktar á Norðurlöndunum og þess vegna ætti það að vera í forgangi að leysa húsnæðisvandann og byggja húsnæði á viðráðanlegu verði strax. Það vantar einnig um 1000 félagsíbúðir, úrræði fyrir heimilislausa, sama við hvaða vanda þeir eru að etja og neyslurými fyrir fíkla. Ef það er ekki í forgangi að fólk hafi þak yfir höfuðið og mat í maganum, hvað er þá í forgangi? Ég hélt að borgarlínan væri einhver umhverfisvæn hraðlest en komst að því að þetta er bara strætó á sterum svo það væri kannski sniðugra að hafa frítt í strætó núna til að hvetja fólk að nýta sér almenningssamgöngur eins og þær eru og nota þessar 70-80 milljarða í að leysa húsnæðisvandann strax? Ýmis fljótleg úrræði eru til, innflutt, umhverfisvæn og ódýr einingarhús sem standast veður og vind og nóg er um lóðir, eða eigum við borgarbúar að treysta á byltingu verkalýðsbaráttunnar og að þau leysi vandann sem hefur skapast því ríkis- og sveitastjórnir hafa leyft Gamma að stjórna húsnæðismarkaðnum?Valgerður Árnadóttir, frambjóðandi í prófkjöri Pírata til borgarstjórnarkosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar Valgerður Árnadóttir Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Ég sótti fund núverandi borgarstjórnar um borgarlínu og þéttingu byggðar. Ég er svo sem sammála því að það þarf að þétta byggðina og plönin líta vel út á pappír en mig vantaði svör við því hvers vegna húsnæði sem er verið að byggja núna er of dýrt fyrir “venjulegt fólk”? Borgarstjóri var rogginn að leysa umferðarvanda við Háskólann í Reykjavík með því að byggja stúdentaíbúðir þar, sem er gott og blessað. En þar sem ég ólst upp á “stúdentagörðum” í Svíþjóð þá finnst mér vanta blandaða byggð, leiguhúsnæðis og kaupleiguhúsnæðis sem fólk er ekki rekið úr þegar námi líkur, því það er staðreynd að stórt hlutfall háskólanema eru einnig foreldrar og vantar húsnæði á viðráðanlegu verði. Fjölskyldufólk sem er búið með háskólanám eða hefur jafnvel verið lengi á vinnumarkaðnum er í sama húsnæðisvanda og stúdentar, það er ekki lausn að byggja stúdentaíbúðir fyrir nema og lúxusíbúðir fyrir aðra því við sem erum mitt á milli höfum ekki efni á því að kaupa neitt. Það er ekki verið að verðlauna fólk fyrir að mennta sig, eftir nám taka við illa launaðar stöður og himinhátt leiguverð sem gerir fólki ómögulegt að safna. Ég er fædd 1979 og enginn sem ég þekki á mínum aldri eða yngri hefur eignast húsnæði nema með hjálp foreldra sinna, á ég ekki að geta eignast neitt fyrr en foreldrar mínir hrökkva upp af? Flestir sem ég þekki þvælast úr einu leiguhúsnæði í annað og það jafnvel með 1-3 börn, barnlausir einstaklingar á mínum aldri þurfa margir hverjir enn að fá sér meðleigjendur vegna leiguverðs, er eðlilegt að vera með meðleigjanda þegar maður er að detta í fertugt? Það er amk. ekki sérstaklega hvetjandi að mennta sig, vinna og standa sig í lífinu þegar 50% af útborguðum launum fara í leiguhúsnæði og rest rétt nægir fyrir nauðsynjum en samt ekki. Húsnæðisverð er helsta orsök fátæktar í Reykjavík, ástæða þess að hér býr fólk á götunni, að hér er hæsta hlutfall barnafátæktar á Norðurlöndunum og þess vegna ætti það að vera í forgangi að leysa húsnæðisvandann og byggja húsnæði á viðráðanlegu verði strax. Það vantar einnig um 1000 félagsíbúðir, úrræði fyrir heimilislausa, sama við hvaða vanda þeir eru að etja og neyslurými fyrir fíkla. Ef það er ekki í forgangi að fólk hafi þak yfir höfuðið og mat í maganum, hvað er þá í forgangi? Ég hélt að borgarlínan væri einhver umhverfisvæn hraðlest en komst að því að þetta er bara strætó á sterum svo það væri kannski sniðugra að hafa frítt í strætó núna til að hvetja fólk að nýta sér almenningssamgöngur eins og þær eru og nota þessar 70-80 milljarða í að leysa húsnæðisvandann strax? Ýmis fljótleg úrræði eru til, innflutt, umhverfisvæn og ódýr einingarhús sem standast veður og vind og nóg er um lóðir, eða eigum við borgarbúar að treysta á byltingu verkalýðsbaráttunnar og að þau leysi vandann sem hefur skapast því ríkis- og sveitastjórnir hafa leyft Gamma að stjórna húsnæðismarkaðnum?Valgerður Árnadóttir, frambjóðandi í prófkjöri Pírata til borgarstjórnarkosninga.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun