Vatnsból í hættu Líf Magneudóttir skrifar 15. febrúar 2018 07:00 Við vitum öll að vatn er ein af okkar mikilvægustu auðlindum, undirstaða alls lífs á jörðinni og að án þess gætum við ekki lifað. Við sem búum á Íslandi njótum þeirra forréttinda að hafa aðgang að einna hreinasta og besta vatni í heimi. Því þurfum við að vera vakandi fyrir öllu því sem kann að hafa áhrif á vatnsból okkar, hafa með þeim reglulegt og virkt eftirlit og gera ríkar kröfur um að vernda grunnvatn vatnsverndarsvæða.Risaframkvæmd innan vatnsverndarsvæðis Um langt skeið hefur Landsnet verið að undirbúa lagningu háspennulína yfir vatnsverndarsvæði alls höfuðborgarsvæðisins, svokallaðrar Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1). Slíkri framkvæmd fylgir stórfellt og óafturkræft rask og hættan á því að vatnsból okkar mengist getur orðið veruleg. Það er líka í andstöðu við ákvæði reglugerðar nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns en þar segir í 13. gr. um grannsvæði: „Á þessu svæði skal banna notkun á hættulegum efnum og birgðageymslu slíkra efna. Hér er m.a. átt við olíu, bensín og skyld efni, salt, eiturefni til útrýmingar á skordýrum eða gróðri og önnur efni sem mengað geta grunnvatn, auk efna sem sérstaklega eru tilgreind í reglugerð um neysluvatn.“ Framkvæmdaleyfi línunnar byggir á umhverfismati sem er nær tíu ára gamalt og samkvæmt dómi Hæstaréttar uppfyllti matsferlið og umhverfisskýrslan sem lá framkvæmdunum til grundvallar ekki þann áskilnað sem gerður er í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Það hlýtur því að vera ófrávíkjanleg lágmarkskrafa að nýtt umhverfismat fari fram fyrir nýjum línulögnum þegar vatnsvernd meirihluta landsmanna er í húfi. Nú hafa öll nágrannasveitarfélög Reykjavíkur, sem fara með skipulagsvald á svæðinu, gefið út framkvæmdaleyfi, þrátt fyrir hávær mótmæli íbúa og umhverfisverndarsamtaka. Það segir sína sögu að nánast öll framkvæmdaleyfin hafa verið kærð.Óþörf stórframkvæmd Forsendurnar fyrir framkvæmdum háspennulínanna sem lengi hafa verið á teikniborðinu eru brostnar. Uppbyggingaráform um álbræðslu í Helguvík virðast hafa verið blásin af, engin stækkun hefur átt sér stað í Straumsvík og illa er komið fyrir kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík. Fjölgun netþjónabúa virðist einnig vera fjarlægur draumur. Þá má nefna að Hverahlíðarvirkjun og Bitruvirkjun eru ekki lengur á dagskrá og ekki heldur stækkun Reykjanesvirkjunar og virkjun í Eldvörpum. Frá því að umhverfismatið var gert fyrir tæpum tíu árum hafa ný lög um náttúruvernd tekið gildi og einnig ný samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta skiptir allt máli þegar málið er skoðað í dag í nýju ljósi. Það liggur því í augum uppi að ekki þarf að ana að neinu í lagningu línanna. Í þessu máli þarf að gæta sérstakrar og fyllstu varúðar og aðhafast ekkert sem setur vatnsból okkar í hættu. Af framangreindu má sjá að gera þarf nýtt umhverfismat og endurskoða þetta mál heildstætt og frá grunni. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa allra þeirra sem drekka vatn úr Gvendarbrunnum að svo sé gert?Höfundur er forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Líf Magneudóttir Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Við vitum öll að vatn er ein af okkar mikilvægustu auðlindum, undirstaða alls lífs á jörðinni og að án þess gætum við ekki lifað. Við sem búum á Íslandi njótum þeirra forréttinda að hafa aðgang að einna hreinasta og besta vatni í heimi. Því þurfum við að vera vakandi fyrir öllu því sem kann að hafa áhrif á vatnsból okkar, hafa með þeim reglulegt og virkt eftirlit og gera ríkar kröfur um að vernda grunnvatn vatnsverndarsvæða.Risaframkvæmd innan vatnsverndarsvæðis Um langt skeið hefur Landsnet verið að undirbúa lagningu háspennulína yfir vatnsverndarsvæði alls höfuðborgarsvæðisins, svokallaðrar Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1). Slíkri framkvæmd fylgir stórfellt og óafturkræft rask og hættan á því að vatnsból okkar mengist getur orðið veruleg. Það er líka í andstöðu við ákvæði reglugerðar nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns en þar segir í 13. gr. um grannsvæði: „Á þessu svæði skal banna notkun á hættulegum efnum og birgðageymslu slíkra efna. Hér er m.a. átt við olíu, bensín og skyld efni, salt, eiturefni til útrýmingar á skordýrum eða gróðri og önnur efni sem mengað geta grunnvatn, auk efna sem sérstaklega eru tilgreind í reglugerð um neysluvatn.“ Framkvæmdaleyfi línunnar byggir á umhverfismati sem er nær tíu ára gamalt og samkvæmt dómi Hæstaréttar uppfyllti matsferlið og umhverfisskýrslan sem lá framkvæmdunum til grundvallar ekki þann áskilnað sem gerður er í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Það hlýtur því að vera ófrávíkjanleg lágmarkskrafa að nýtt umhverfismat fari fram fyrir nýjum línulögnum þegar vatnsvernd meirihluta landsmanna er í húfi. Nú hafa öll nágrannasveitarfélög Reykjavíkur, sem fara með skipulagsvald á svæðinu, gefið út framkvæmdaleyfi, þrátt fyrir hávær mótmæli íbúa og umhverfisverndarsamtaka. Það segir sína sögu að nánast öll framkvæmdaleyfin hafa verið kærð.Óþörf stórframkvæmd Forsendurnar fyrir framkvæmdum háspennulínanna sem lengi hafa verið á teikniborðinu eru brostnar. Uppbyggingaráform um álbræðslu í Helguvík virðast hafa verið blásin af, engin stækkun hefur átt sér stað í Straumsvík og illa er komið fyrir kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík. Fjölgun netþjónabúa virðist einnig vera fjarlægur draumur. Þá má nefna að Hverahlíðarvirkjun og Bitruvirkjun eru ekki lengur á dagskrá og ekki heldur stækkun Reykjanesvirkjunar og virkjun í Eldvörpum. Frá því að umhverfismatið var gert fyrir tæpum tíu árum hafa ný lög um náttúruvernd tekið gildi og einnig ný samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta skiptir allt máli þegar málið er skoðað í dag í nýju ljósi. Það liggur því í augum uppi að ekki þarf að ana að neinu í lagningu línanna. Í þessu máli þarf að gæta sérstakrar og fyllstu varúðar og aðhafast ekkert sem setur vatnsból okkar í hættu. Af framangreindu má sjá að gera þarf nýtt umhverfismat og endurskoða þetta mál heildstætt og frá grunni. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa allra þeirra sem drekka vatn úr Gvendarbrunnum að svo sé gert?Höfundur er forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri grænna.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar