Útlendingar María Bjarnadóttir skrifar 16. febrúar 2018 07:00 Ég hef verið innflytjandabarn. Það var æðislegt. Í norsku fjallaþorpi vorum við tvær, útlendingarnir. Ég, hvíta íslenska stelpan og hin, múslimskur flóttamaður undan stríðinu í Bosníu. Ég varð hratt hluti af hópnum, lærði tungumálið og komst í fótboltaliðið. Hún hins vegar náði ekki tökum á tungumálinu, varð eftir á í skólanum og einangraðist. Mömmu hennar hitti ég oft, við unnum saman í herbergisþrifum á fínasta hótelinu í bænum. Ég vegna þess að mig langaði í Oakley sólgleraugu og Dr. Martens skó, hún vegna þess að það var enga aðra vinnu að fá fyrir verkfræðing sem var flóttamaður og talaði enga norsku. Ég hugsaði til þeirra þegar það birtust fréttir af slöku gengi íslenskra barna í PISA-könnuninni frægu. Þegar rýnt var í niðurstöðurnar sýndu þær að það eru krakkar af erlendum uppruna sem eiga í mestum vandræðum. Það er óþolandi. Útlendingar sem vinna við herbergisþrifin eða einhvers annars staðar í virðiskeðjunni eru algert lykilfólk í íslensku hagkerfi. Þau eiga engu minni heimtingu á því að börnin þeirra fái aðbúnað og aðstoð sem þau þurfa í skólanum en aðrir foreldrar. Ég hef verið innflytjandaforeldri. Það er erfitt. Til viðbótar við venjulegar uppeldisáhyggjur, þarf að glíma við að skilja óskrifaðar samskiptareglur og hvað sé viðeigandi varðandi barnaafmæli. Sumir hafa ekki einu sinni almennileg tök á tungumálinu. Hvernig eiga þau að sjá um heimalestur? Það ætti að vera kappsmál fyrir sveitarfélög að tryggja þjónustu fyrir börn af erlendum uppruna. Ef ekki vegna þess að það er siðferðilega rétt, þá vegna þess að það myndi bæta PISA-niðurstöðurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið innflytjandabarn. Það var æðislegt. Í norsku fjallaþorpi vorum við tvær, útlendingarnir. Ég, hvíta íslenska stelpan og hin, múslimskur flóttamaður undan stríðinu í Bosníu. Ég varð hratt hluti af hópnum, lærði tungumálið og komst í fótboltaliðið. Hún hins vegar náði ekki tökum á tungumálinu, varð eftir á í skólanum og einangraðist. Mömmu hennar hitti ég oft, við unnum saman í herbergisþrifum á fínasta hótelinu í bænum. Ég vegna þess að mig langaði í Oakley sólgleraugu og Dr. Martens skó, hún vegna þess að það var enga aðra vinnu að fá fyrir verkfræðing sem var flóttamaður og talaði enga norsku. Ég hugsaði til þeirra þegar það birtust fréttir af slöku gengi íslenskra barna í PISA-könnuninni frægu. Þegar rýnt var í niðurstöðurnar sýndu þær að það eru krakkar af erlendum uppruna sem eiga í mestum vandræðum. Það er óþolandi. Útlendingar sem vinna við herbergisþrifin eða einhvers annars staðar í virðiskeðjunni eru algert lykilfólk í íslensku hagkerfi. Þau eiga engu minni heimtingu á því að börnin þeirra fái aðbúnað og aðstoð sem þau þurfa í skólanum en aðrir foreldrar. Ég hef verið innflytjandaforeldri. Það er erfitt. Til viðbótar við venjulegar uppeldisáhyggjur, þarf að glíma við að skilja óskrifaðar samskiptareglur og hvað sé viðeigandi varðandi barnaafmæli. Sumir hafa ekki einu sinni almennileg tök á tungumálinu. Hvernig eiga þau að sjá um heimalestur? Það ætti að vera kappsmál fyrir sveitarfélög að tryggja þjónustu fyrir börn af erlendum uppruna. Ef ekki vegna þess að það er siðferðilega rétt, þá vegna þess að það myndi bæta PISA-niðurstöðurnar.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun