Skotgrafarhernaður í Reykjavík Arnór Bragi Elvarsson skrifar 6. febrúar 2018 13:00 Þann 1. febrúar birtist á Vísi pistill eftir formann ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem ég mátti til með að svara. Pistillinn nefnist „Ekki fleiri hægri slys í Reykjavík“ þar sem höfundur virðist gera gys að umferðarslysi sem oddviti sjálfstæðismanna lenti í fyrir 12 árum síðan:„Góðar almenningssamgöngur eru einnig árangursríkur liður í því að fækka ökumönnum undir áhrifum áfengis, markmið sem Eyþór hlýtur að deila með mér og okkur öllum.“ Að mínu mati er þetta merkileg byrjun á kosningabaráttu Samfylkingarinnar í borginni og hlýtur að telja kjósendum trú um að búast megi við hreinskiptum stjórnmálum í borginni. Batnandi mönnum er best að lifa, og þess vegna skal ég líka leyfa höfundi að njóta vafans um að þetta hafi mögulega ekki verið meining hans. Höfundur skrifar um stefnu meirihlutans í skipulagsmálum í Reykjavík og meintan árangur í þeim efnum. Höfundur lofsamar verk núverandi meirihluta í Borginni með gífuryrðum og af fögnuði:„Það hefur verið hreint ótrúlegt að fylgjast með umbreytingum á Grandanum og í Hverfisgötu þar sem verslun og mannlíf blómstrar sem aldrei fyrr. Til stendur að reisa glæsilega byggð í Vogum, Skeifunni og Kringlu og langt komin er kærkomin uppbygging í kringum RÚV við Efstaleiti. “ Umrædd uppbygging og fyrirætluð byggð kemur of seint, og ekki eins og lofað var. Fyrir tveimur árum lofaði Borgarstjóri að byggja þúsund íbúðir fyrir efnaminna fólk í Reykjavík. Ég þori að fullyrða að meginþorri ungs fólks hefur ekki ráð á að kaupa sér þriggja herbergja íbúð í Efstaleiti á tæpar 60 milljónir. Meirihlutinn hefur brugðist ungum kjósendum með innantómum loforðum, sem er fast í foreldrahúsum og á í erfiðleikum með að koma þaki yfir höfuðið. Höfundur greinir það þó ágætlega að minnihlutinn hafi átt í erfiðleikum með að gagnrýna stefnu meirihlutans í samgöngumálum á síðastliðnu kjörtímabili. Sjálfum þætti mér erfitt að gagnrýna stefnu sem virðist hálfkláruð. Af hverju hefur þjónusta Strætó ekki verið bætt þar til nú? Af hverju hefur meirihlutinn frestað því að vinna á uppsafnaðri viðhaldsþörf vega, þvert á ráðleggingar sérfræðinga? Af hverju safnar meirihlutinn skuldum í borginni í miðju góðæri? Hvernig á Borgin að fjármagna skipulagsverkefni eins og Borgarlínu á raunhæfan hátt á meðan skólakerfið er fjársvelt? Hvernig ætlar meirihlutinn að stuðla að atvinnufrelsi ungra foreldra á meðan ekki fást leikskólapláss? Kjósendur krefjast svara við þessum spurningum og fleirum. En á sama tíma hefst kosningabaráttan á því að stjórnmálamenn leggi hvor öðrum orð í munn og hreyta í hvorn annan af virðingarleysi í stað þess að beina kröftum sínum að kjarna málsins: lífskjörum borgarbúa. Hernámi í Reykjavík lauk 1945, hvernig væri að segja skilið við skotgrafarhernað 2018?Höfundur er ungur sjálfstæðismaður og áhugamaður um hreinskipt stjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. febrúar birtist á Vísi pistill eftir formann ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem ég mátti til með að svara. Pistillinn nefnist „Ekki fleiri hægri slys í Reykjavík“ þar sem höfundur virðist gera gys að umferðarslysi sem oddviti sjálfstæðismanna lenti í fyrir 12 árum síðan:„Góðar almenningssamgöngur eru einnig árangursríkur liður í því að fækka ökumönnum undir áhrifum áfengis, markmið sem Eyþór hlýtur að deila með mér og okkur öllum.“ Að mínu mati er þetta merkileg byrjun á kosningabaráttu Samfylkingarinnar í borginni og hlýtur að telja kjósendum trú um að búast megi við hreinskiptum stjórnmálum í borginni. Batnandi mönnum er best að lifa, og þess vegna skal ég líka leyfa höfundi að njóta vafans um að þetta hafi mögulega ekki verið meining hans. Höfundur skrifar um stefnu meirihlutans í skipulagsmálum í Reykjavík og meintan árangur í þeim efnum. Höfundur lofsamar verk núverandi meirihluta í Borginni með gífuryrðum og af fögnuði:„Það hefur verið hreint ótrúlegt að fylgjast með umbreytingum á Grandanum og í Hverfisgötu þar sem verslun og mannlíf blómstrar sem aldrei fyrr. Til stendur að reisa glæsilega byggð í Vogum, Skeifunni og Kringlu og langt komin er kærkomin uppbygging í kringum RÚV við Efstaleiti. “ Umrædd uppbygging og fyrirætluð byggð kemur of seint, og ekki eins og lofað var. Fyrir tveimur árum lofaði Borgarstjóri að byggja þúsund íbúðir fyrir efnaminna fólk í Reykjavík. Ég þori að fullyrða að meginþorri ungs fólks hefur ekki ráð á að kaupa sér þriggja herbergja íbúð í Efstaleiti á tæpar 60 milljónir. Meirihlutinn hefur brugðist ungum kjósendum með innantómum loforðum, sem er fast í foreldrahúsum og á í erfiðleikum með að koma þaki yfir höfuðið. Höfundur greinir það þó ágætlega að minnihlutinn hafi átt í erfiðleikum með að gagnrýna stefnu meirihlutans í samgöngumálum á síðastliðnu kjörtímabili. Sjálfum þætti mér erfitt að gagnrýna stefnu sem virðist hálfkláruð. Af hverju hefur þjónusta Strætó ekki verið bætt þar til nú? Af hverju hefur meirihlutinn frestað því að vinna á uppsafnaðri viðhaldsþörf vega, þvert á ráðleggingar sérfræðinga? Af hverju safnar meirihlutinn skuldum í borginni í miðju góðæri? Hvernig á Borgin að fjármagna skipulagsverkefni eins og Borgarlínu á raunhæfan hátt á meðan skólakerfið er fjársvelt? Hvernig ætlar meirihlutinn að stuðla að atvinnufrelsi ungra foreldra á meðan ekki fást leikskólapláss? Kjósendur krefjast svara við þessum spurningum og fleirum. En á sama tíma hefst kosningabaráttan á því að stjórnmálamenn leggi hvor öðrum orð í munn og hreyta í hvorn annan af virðingarleysi í stað þess að beina kröftum sínum að kjarna málsins: lífskjörum borgarbúa. Hernámi í Reykjavík lauk 1945, hvernig væri að segja skilið við skotgrafarhernað 2018?Höfundur er ungur sjálfstæðismaður og áhugamaður um hreinskipt stjórnmál.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar