Skotgrafarhernaður í Reykjavík Arnór Bragi Elvarsson skrifar 6. febrúar 2018 13:00 Þann 1. febrúar birtist á Vísi pistill eftir formann ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem ég mátti til með að svara. Pistillinn nefnist „Ekki fleiri hægri slys í Reykjavík“ þar sem höfundur virðist gera gys að umferðarslysi sem oddviti sjálfstæðismanna lenti í fyrir 12 árum síðan:„Góðar almenningssamgöngur eru einnig árangursríkur liður í því að fækka ökumönnum undir áhrifum áfengis, markmið sem Eyþór hlýtur að deila með mér og okkur öllum.“ Að mínu mati er þetta merkileg byrjun á kosningabaráttu Samfylkingarinnar í borginni og hlýtur að telja kjósendum trú um að búast megi við hreinskiptum stjórnmálum í borginni. Batnandi mönnum er best að lifa, og þess vegna skal ég líka leyfa höfundi að njóta vafans um að þetta hafi mögulega ekki verið meining hans. Höfundur skrifar um stefnu meirihlutans í skipulagsmálum í Reykjavík og meintan árangur í þeim efnum. Höfundur lofsamar verk núverandi meirihluta í Borginni með gífuryrðum og af fögnuði:„Það hefur verið hreint ótrúlegt að fylgjast með umbreytingum á Grandanum og í Hverfisgötu þar sem verslun og mannlíf blómstrar sem aldrei fyrr. Til stendur að reisa glæsilega byggð í Vogum, Skeifunni og Kringlu og langt komin er kærkomin uppbygging í kringum RÚV við Efstaleiti. “ Umrædd uppbygging og fyrirætluð byggð kemur of seint, og ekki eins og lofað var. Fyrir tveimur árum lofaði Borgarstjóri að byggja þúsund íbúðir fyrir efnaminna fólk í Reykjavík. Ég þori að fullyrða að meginþorri ungs fólks hefur ekki ráð á að kaupa sér þriggja herbergja íbúð í Efstaleiti á tæpar 60 milljónir. Meirihlutinn hefur brugðist ungum kjósendum með innantómum loforðum, sem er fast í foreldrahúsum og á í erfiðleikum með að koma þaki yfir höfuðið. Höfundur greinir það þó ágætlega að minnihlutinn hafi átt í erfiðleikum með að gagnrýna stefnu meirihlutans í samgöngumálum á síðastliðnu kjörtímabili. Sjálfum þætti mér erfitt að gagnrýna stefnu sem virðist hálfkláruð. Af hverju hefur þjónusta Strætó ekki verið bætt þar til nú? Af hverju hefur meirihlutinn frestað því að vinna á uppsafnaðri viðhaldsþörf vega, þvert á ráðleggingar sérfræðinga? Af hverju safnar meirihlutinn skuldum í borginni í miðju góðæri? Hvernig á Borgin að fjármagna skipulagsverkefni eins og Borgarlínu á raunhæfan hátt á meðan skólakerfið er fjársvelt? Hvernig ætlar meirihlutinn að stuðla að atvinnufrelsi ungra foreldra á meðan ekki fást leikskólapláss? Kjósendur krefjast svara við þessum spurningum og fleirum. En á sama tíma hefst kosningabaráttan á því að stjórnmálamenn leggi hvor öðrum orð í munn og hreyta í hvorn annan af virðingarleysi í stað þess að beina kröftum sínum að kjarna málsins: lífskjörum borgarbúa. Hernámi í Reykjavík lauk 1945, hvernig væri að segja skilið við skotgrafarhernað 2018?Höfundur er ungur sjálfstæðismaður og áhugamaður um hreinskipt stjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Þann 1. febrúar birtist á Vísi pistill eftir formann ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem ég mátti til með að svara. Pistillinn nefnist „Ekki fleiri hægri slys í Reykjavík“ þar sem höfundur virðist gera gys að umferðarslysi sem oddviti sjálfstæðismanna lenti í fyrir 12 árum síðan:„Góðar almenningssamgöngur eru einnig árangursríkur liður í því að fækka ökumönnum undir áhrifum áfengis, markmið sem Eyþór hlýtur að deila með mér og okkur öllum.“ Að mínu mati er þetta merkileg byrjun á kosningabaráttu Samfylkingarinnar í borginni og hlýtur að telja kjósendum trú um að búast megi við hreinskiptum stjórnmálum í borginni. Batnandi mönnum er best að lifa, og þess vegna skal ég líka leyfa höfundi að njóta vafans um að þetta hafi mögulega ekki verið meining hans. Höfundur skrifar um stefnu meirihlutans í skipulagsmálum í Reykjavík og meintan árangur í þeim efnum. Höfundur lofsamar verk núverandi meirihluta í Borginni með gífuryrðum og af fögnuði:„Það hefur verið hreint ótrúlegt að fylgjast með umbreytingum á Grandanum og í Hverfisgötu þar sem verslun og mannlíf blómstrar sem aldrei fyrr. Til stendur að reisa glæsilega byggð í Vogum, Skeifunni og Kringlu og langt komin er kærkomin uppbygging í kringum RÚV við Efstaleiti. “ Umrædd uppbygging og fyrirætluð byggð kemur of seint, og ekki eins og lofað var. Fyrir tveimur árum lofaði Borgarstjóri að byggja þúsund íbúðir fyrir efnaminna fólk í Reykjavík. Ég þori að fullyrða að meginþorri ungs fólks hefur ekki ráð á að kaupa sér þriggja herbergja íbúð í Efstaleiti á tæpar 60 milljónir. Meirihlutinn hefur brugðist ungum kjósendum með innantómum loforðum, sem er fast í foreldrahúsum og á í erfiðleikum með að koma þaki yfir höfuðið. Höfundur greinir það þó ágætlega að minnihlutinn hafi átt í erfiðleikum með að gagnrýna stefnu meirihlutans í samgöngumálum á síðastliðnu kjörtímabili. Sjálfum þætti mér erfitt að gagnrýna stefnu sem virðist hálfkláruð. Af hverju hefur þjónusta Strætó ekki verið bætt þar til nú? Af hverju hefur meirihlutinn frestað því að vinna á uppsafnaðri viðhaldsþörf vega, þvert á ráðleggingar sérfræðinga? Af hverju safnar meirihlutinn skuldum í borginni í miðju góðæri? Hvernig á Borgin að fjármagna skipulagsverkefni eins og Borgarlínu á raunhæfan hátt á meðan skólakerfið er fjársvelt? Hvernig ætlar meirihlutinn að stuðla að atvinnufrelsi ungra foreldra á meðan ekki fást leikskólapláss? Kjósendur krefjast svara við þessum spurningum og fleirum. En á sama tíma hefst kosningabaráttan á því að stjórnmálamenn leggi hvor öðrum orð í munn og hreyta í hvorn annan af virðingarleysi í stað þess að beina kröftum sínum að kjarna málsins: lífskjörum borgarbúa. Hernámi í Reykjavík lauk 1945, hvernig væri að segja skilið við skotgrafarhernað 2018?Höfundur er ungur sjálfstæðismaður og áhugamaður um hreinskipt stjórnmál.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun