Dirk Nowitzki búinn að spila meira en 50 þúsund mínútur í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2018 10:00 Dirk Nowitzki. Vísir/Getty Þýski körfuboltamaðurinn Dirk Nowitzki varð í nótt aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta sem nær því að vera inná vellinum í meira en 50 þúsund mínútur. Dirk Nowitzki náði þessu í leik Dallas Mavericks á móti Los Angeles Clippers í nótt en Dallas tapaði lokamínútununm 13-0 og þar með leiknum með þremur stigum. Nowitzki var með 12 stig á 25 mínútum í leiknum en hann hefur spilað allan sinn NBA-feril með Dallas Mavericks. Nowitzki vantaði fyrir leikinn sjö mínútur til að komast í hópinn með fimm öðrum 50 þúsund mínútu mönnum en þeir eru Kareem Abdul-Jabbar, Karl Malone, Kevin Garnett, Jason Kidd og Elvin Hayes. Nowitzki er þegar kominn upp fyrir Elvin Hayes.minutes for That Dude. Congrats Dirty! #MFFLpic.twitter.com/nm2tqyB4Jb — Dallas Mavericks (@dallasmavs) February 6, 2018 Nowitzki á nokkuð í land með að ná meti Kareem Abdul-Jabbar sem spilaði á sínum ferli í 57.446 mínútur. Nowitzki er einnig sjötti stigahæsti leikmaður sögunnar með 30.901 stig en hann hefur aðeins misst af 29 leikjum á síðustu ellefu tímabilum og hefur spilað 37,5 mínútur að meðaltali í leik á þessum tíma. LeBron James óskaði Nowitzki til hamingju með áfangann inn á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.50K mins played though @swish41?!?!? Sheesh bro that’s insane. Congrats man! That’s what you call punching in your clock daily! — LeBron James (@KingJames) February 6, 2018 Nowitzki er nú 39 ára gamall og að spila 24,9 mínútur að meðaltali í leik á þessu tímabili. Hann er með 12,1 stig og 5,6 fráköst í leik en er að hitta úr 54,4 prósent skota sinna. Nowitzki gefur ekkert eftir í boltanum en hann er á góðri leið með að komast í hóp með þeim John Stockton og Michael Jordan sem eru þeir einu sem hafa náð að spila alla 82 leiki tímabilsins eftir að þeir urðu 39 ára. NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira
Þýski körfuboltamaðurinn Dirk Nowitzki varð í nótt aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta sem nær því að vera inná vellinum í meira en 50 þúsund mínútur. Dirk Nowitzki náði þessu í leik Dallas Mavericks á móti Los Angeles Clippers í nótt en Dallas tapaði lokamínútununm 13-0 og þar með leiknum með þremur stigum. Nowitzki var með 12 stig á 25 mínútum í leiknum en hann hefur spilað allan sinn NBA-feril með Dallas Mavericks. Nowitzki vantaði fyrir leikinn sjö mínútur til að komast í hópinn með fimm öðrum 50 þúsund mínútu mönnum en þeir eru Kareem Abdul-Jabbar, Karl Malone, Kevin Garnett, Jason Kidd og Elvin Hayes. Nowitzki er þegar kominn upp fyrir Elvin Hayes.minutes for That Dude. Congrats Dirty! #MFFLpic.twitter.com/nm2tqyB4Jb — Dallas Mavericks (@dallasmavs) February 6, 2018 Nowitzki á nokkuð í land með að ná meti Kareem Abdul-Jabbar sem spilaði á sínum ferli í 57.446 mínútur. Nowitzki er einnig sjötti stigahæsti leikmaður sögunnar með 30.901 stig en hann hefur aðeins misst af 29 leikjum á síðustu ellefu tímabilum og hefur spilað 37,5 mínútur að meðaltali í leik á þessum tíma. LeBron James óskaði Nowitzki til hamingju með áfangann inn á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.50K mins played though @swish41?!?!? Sheesh bro that’s insane. Congrats man! That’s what you call punching in your clock daily! — LeBron James (@KingJames) February 6, 2018 Nowitzki er nú 39 ára gamall og að spila 24,9 mínútur að meðaltali í leik á þessu tímabili. Hann er með 12,1 stig og 5,6 fráköst í leik en er að hitta úr 54,4 prósent skota sinna. Nowitzki gefur ekkert eftir í boltanum en hann er á góðri leið með að komast í hóp með þeim John Stockton og Michael Jordan sem eru þeir einu sem hafa náð að spila alla 82 leiki tímabilsins eftir að þeir urðu 39 ára.
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira