Dirk Nowitzki búinn að spila meira en 50 þúsund mínútur í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2018 10:00 Dirk Nowitzki. Vísir/Getty Þýski körfuboltamaðurinn Dirk Nowitzki varð í nótt aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta sem nær því að vera inná vellinum í meira en 50 þúsund mínútur. Dirk Nowitzki náði þessu í leik Dallas Mavericks á móti Los Angeles Clippers í nótt en Dallas tapaði lokamínútununm 13-0 og þar með leiknum með þremur stigum. Nowitzki var með 12 stig á 25 mínútum í leiknum en hann hefur spilað allan sinn NBA-feril með Dallas Mavericks. Nowitzki vantaði fyrir leikinn sjö mínútur til að komast í hópinn með fimm öðrum 50 þúsund mínútu mönnum en þeir eru Kareem Abdul-Jabbar, Karl Malone, Kevin Garnett, Jason Kidd og Elvin Hayes. Nowitzki er þegar kominn upp fyrir Elvin Hayes.minutes for That Dude. Congrats Dirty! #MFFLpic.twitter.com/nm2tqyB4Jb — Dallas Mavericks (@dallasmavs) February 6, 2018 Nowitzki á nokkuð í land með að ná meti Kareem Abdul-Jabbar sem spilaði á sínum ferli í 57.446 mínútur. Nowitzki er einnig sjötti stigahæsti leikmaður sögunnar með 30.901 stig en hann hefur aðeins misst af 29 leikjum á síðustu ellefu tímabilum og hefur spilað 37,5 mínútur að meðaltali í leik á þessum tíma. LeBron James óskaði Nowitzki til hamingju með áfangann inn á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.50K mins played though @swish41?!?!? Sheesh bro that’s insane. Congrats man! That’s what you call punching in your clock daily! — LeBron James (@KingJames) February 6, 2018 Nowitzki er nú 39 ára gamall og að spila 24,9 mínútur að meðaltali í leik á þessu tímabili. Hann er með 12,1 stig og 5,6 fráköst í leik en er að hitta úr 54,4 prósent skota sinna. Nowitzki gefur ekkert eftir í boltanum en hann er á góðri leið með að komast í hóp með þeim John Stockton og Michael Jordan sem eru þeir einu sem hafa náð að spila alla 82 leiki tímabilsins eftir að þeir urðu 39 ára. NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Þýski körfuboltamaðurinn Dirk Nowitzki varð í nótt aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta sem nær því að vera inná vellinum í meira en 50 þúsund mínútur. Dirk Nowitzki náði þessu í leik Dallas Mavericks á móti Los Angeles Clippers í nótt en Dallas tapaði lokamínútununm 13-0 og þar með leiknum með þremur stigum. Nowitzki var með 12 stig á 25 mínútum í leiknum en hann hefur spilað allan sinn NBA-feril með Dallas Mavericks. Nowitzki vantaði fyrir leikinn sjö mínútur til að komast í hópinn með fimm öðrum 50 þúsund mínútu mönnum en þeir eru Kareem Abdul-Jabbar, Karl Malone, Kevin Garnett, Jason Kidd og Elvin Hayes. Nowitzki er þegar kominn upp fyrir Elvin Hayes.minutes for That Dude. Congrats Dirty! #MFFLpic.twitter.com/nm2tqyB4Jb — Dallas Mavericks (@dallasmavs) February 6, 2018 Nowitzki á nokkuð í land með að ná meti Kareem Abdul-Jabbar sem spilaði á sínum ferli í 57.446 mínútur. Nowitzki er einnig sjötti stigahæsti leikmaður sögunnar með 30.901 stig en hann hefur aðeins misst af 29 leikjum á síðustu ellefu tímabilum og hefur spilað 37,5 mínútur að meðaltali í leik á þessum tíma. LeBron James óskaði Nowitzki til hamingju með áfangann inn á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.50K mins played though @swish41?!?!? Sheesh bro that’s insane. Congrats man! That’s what you call punching in your clock daily! — LeBron James (@KingJames) February 6, 2018 Nowitzki er nú 39 ára gamall og að spila 24,9 mínútur að meðaltali í leik á þessu tímabili. Hann er með 12,1 stig og 5,6 fráköst í leik en er að hitta úr 54,4 prósent skota sinna. Nowitzki gefur ekkert eftir í boltanum en hann er á góðri leið með að komast í hóp með þeim John Stockton og Michael Jordan sem eru þeir einu sem hafa náð að spila alla 82 leiki tímabilsins eftir að þeir urðu 39 ára.
NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira