Framkvæmdaárið 2019 Sigurður Hannesson skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Það var framsýn þjóð sem byggði upp samfélagið á síðustu öld frá fátækt yfir í velsæld. Þrátt fyrir lítil efni var fjárfest í innviðum landsins enda eru þeir grundvöllur mikillar verðmætasköpunar. Sjávarútvegur reiðir sig á góðar hafnir, ferðaþjónusta á örugga vegi og flugvelli og iðnaður á aðgengi að rafmagni svo dæmi séu tekin. Ástand innviða á Íslandi er nú óásættanlegt. Uppsöfnuð viðhaldsþörf nemur á fjórða hundrað milljarða króna samkvæmt skýrslu sem Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga gáfu út sl. haust. Of lítið viðhald undanfarinna ára er farið að bitna á gæðum og öryggi. Ljóst er að bæta þarf verulega í fjárframlög til að vinna á vandanum. Samhliða ævintýralegum vexti í ferðaþjónustu undanfarin ár hefur umferð um vegi landsins aukist mikið. Fjárframlög hafa ekki fylgt þessari þróun. Sé horft til síðustu 50 ára þá er fjárfesting í þjóðvegakerfinu nú í sögulegu lágmarki sem hlutfall af landsframleiðslu. Framlög til viðhalds og þjónustu eru einnig nokkuð undir hálfrar aldar meðaltali. Eitt hundrað milljarða þarf á næstu fimm árum til að koma þjóðvegakerfinu í ásættanlegt horf. Á þessu ári rétt næst að halda í horfinu og ekki eru fjármunir til að vinna á uppsöfnuðum vanda.Framkvæmdir minnka milli ára Undanfarin ár hafa Samtök iðnaðarins haldið útboðsþing þar sem sveitarfélög, orku- og veitufyrirtæki, Vegagerðin og fleiri hafa fjallað um fyrirhugaðar framkvæmdir sínar á árinu. Árið 2016 voru kynntar framkvæmdir upp á um 100 milljarða, 90 milljarða árið 2017 en tæplega 80 milljarða nú í ár. Þetta er ein birtingarmynd pólitísks óstöðugleika. Nú þegar stöðugleika hefur verið komið á er ekki annars að vænta en að forgangsraðað verði í þágu innviðauppbyggingar og þess hljóta að sjást merki í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem birt verður í vor. Það er ekki í boði að bíða lengur. Það er ekki einungis nauðsynlegt að ráðast í framkvæmdir heldur er núna rétti tíminn fyrir framkvæmdir samhliða því að það hægir á vexti hagkerfisins. Við hljótum því að sjá fram á framkvæmdaárið 2019. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Hannesson Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Það var framsýn þjóð sem byggði upp samfélagið á síðustu öld frá fátækt yfir í velsæld. Þrátt fyrir lítil efni var fjárfest í innviðum landsins enda eru þeir grundvöllur mikillar verðmætasköpunar. Sjávarútvegur reiðir sig á góðar hafnir, ferðaþjónusta á örugga vegi og flugvelli og iðnaður á aðgengi að rafmagni svo dæmi séu tekin. Ástand innviða á Íslandi er nú óásættanlegt. Uppsöfnuð viðhaldsþörf nemur á fjórða hundrað milljarða króna samkvæmt skýrslu sem Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga gáfu út sl. haust. Of lítið viðhald undanfarinna ára er farið að bitna á gæðum og öryggi. Ljóst er að bæta þarf verulega í fjárframlög til að vinna á vandanum. Samhliða ævintýralegum vexti í ferðaþjónustu undanfarin ár hefur umferð um vegi landsins aukist mikið. Fjárframlög hafa ekki fylgt þessari þróun. Sé horft til síðustu 50 ára þá er fjárfesting í þjóðvegakerfinu nú í sögulegu lágmarki sem hlutfall af landsframleiðslu. Framlög til viðhalds og þjónustu eru einnig nokkuð undir hálfrar aldar meðaltali. Eitt hundrað milljarða þarf á næstu fimm árum til að koma þjóðvegakerfinu í ásættanlegt horf. Á þessu ári rétt næst að halda í horfinu og ekki eru fjármunir til að vinna á uppsöfnuðum vanda.Framkvæmdir minnka milli ára Undanfarin ár hafa Samtök iðnaðarins haldið útboðsþing þar sem sveitarfélög, orku- og veitufyrirtæki, Vegagerðin og fleiri hafa fjallað um fyrirhugaðar framkvæmdir sínar á árinu. Árið 2016 voru kynntar framkvæmdir upp á um 100 milljarða, 90 milljarða árið 2017 en tæplega 80 milljarða nú í ár. Þetta er ein birtingarmynd pólitísks óstöðugleika. Nú þegar stöðugleika hefur verið komið á er ekki annars að vænta en að forgangsraðað verði í þágu innviðauppbyggingar og þess hljóta að sjást merki í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem birt verður í vor. Það er ekki í boði að bíða lengur. Það er ekki einungis nauðsynlegt að ráðast í framkvæmdir heldur er núna rétti tíminn fyrir framkvæmdir samhliða því að það hægir á vexti hagkerfisins. Við hljótum því að sjá fram á framkvæmdaárið 2019. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun