Vansvefta gleymum við Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Kona verður ólétt og við tekur 9 mánaða meðganga. Barnið fæðist og foreldrar gleðjast. Fjölskyldan nýtur 9 mánaða fæðingarorlofs. Að fæðingarorlofi loknu tekur svo við svarthol óvissu og tekjutaps. Einn daginn fær barnið pláss í dagvistun og svefnvana foreldrar komast á fullt í vinnu. Lífið gengur sinn vanagang og það eina sem minnir á þetta tímabil vonleysis, tekjuleysis og svefnleysis er bölvaður yfirdrátturinn. Það hafa flestir upplifað eitthvað þessu líkt og það er eiginlega með ólíkindum að þetta sé látið viðgangast í okkar ríka samfélagi sem stærir sig af jöfnuði og kynjajafnrétti. Ég hitti svefnlækni um daginn sem sagði mér að við myndum ekki minningar þegar við erum vansvefta. Kannski er það ein ástæðan, við komumst öll í gegnum þetta og svo fellur þetta bara í gleymskunnar dá svefnleysis. Í dag byrja nær öll börn í dagvistun hjá dagforeldrum og hentar það flestum litlum börnum vel. Því miður hefur fækkað í stétt dagforeldra og við því þarf að sporna. Það þarf að stórauka niðurgreiðslur til dagforeldra og fjölga þeim sem vinna tveir og tveir saman. Kortlagning á leikvöllum borgarinnar sem nú á sér stað mun skila okkur fleiri gæsluhúsum og betri aðstöðu fyrir dagforeldra. Dagforeldrar eru og eiga að vera partur af dagvistunarkerfinu og mega ekki upplifa sig sem tegund í útrýmingarhættu. Reykjavík getur verið stolt af sínum leikskólum sem sinna sínu hlutverki sem fyrsta skólastigið af alúð og starfsfólkinu sem þar vinnur faglegt og ótrúlegt starf á hverjum degi. En það þarf að koma börnum fyrr að og tryggja börnum pláss í sínu hverfi. Þetta gerum við með því að fjölga ungbarnadeildum í öllum hverfum og fara í þær umbætur á starfsumhverfi sem nauðsynlegar eru til þess að við getum mannað nýjar stöður. Við eigum ekki að treysta á að vansvefta foreldrar harki þetta af sér og gleymi. Við eigum einfaldlega að leysa þetta fyrir börnin okkar og samfélagið allt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Kona verður ólétt og við tekur 9 mánaða meðganga. Barnið fæðist og foreldrar gleðjast. Fjölskyldan nýtur 9 mánaða fæðingarorlofs. Að fæðingarorlofi loknu tekur svo við svarthol óvissu og tekjutaps. Einn daginn fær barnið pláss í dagvistun og svefnvana foreldrar komast á fullt í vinnu. Lífið gengur sinn vanagang og það eina sem minnir á þetta tímabil vonleysis, tekjuleysis og svefnleysis er bölvaður yfirdrátturinn. Það hafa flestir upplifað eitthvað þessu líkt og það er eiginlega með ólíkindum að þetta sé látið viðgangast í okkar ríka samfélagi sem stærir sig af jöfnuði og kynjajafnrétti. Ég hitti svefnlækni um daginn sem sagði mér að við myndum ekki minningar þegar við erum vansvefta. Kannski er það ein ástæðan, við komumst öll í gegnum þetta og svo fellur þetta bara í gleymskunnar dá svefnleysis. Í dag byrja nær öll börn í dagvistun hjá dagforeldrum og hentar það flestum litlum börnum vel. Því miður hefur fækkað í stétt dagforeldra og við því þarf að sporna. Það þarf að stórauka niðurgreiðslur til dagforeldra og fjölga þeim sem vinna tveir og tveir saman. Kortlagning á leikvöllum borgarinnar sem nú á sér stað mun skila okkur fleiri gæsluhúsum og betri aðstöðu fyrir dagforeldra. Dagforeldrar eru og eiga að vera partur af dagvistunarkerfinu og mega ekki upplifa sig sem tegund í útrýmingarhættu. Reykjavík getur verið stolt af sínum leikskólum sem sinna sínu hlutverki sem fyrsta skólastigið af alúð og starfsfólkinu sem þar vinnur faglegt og ótrúlegt starf á hverjum degi. En það þarf að koma börnum fyrr að og tryggja börnum pláss í sínu hverfi. Þetta gerum við með því að fjölga ungbarnadeildum í öllum hverfum og fara í þær umbætur á starfsumhverfi sem nauðsynlegar eru til þess að við getum mannað nýjar stöður. Við eigum ekki að treysta á að vansvefta foreldrar harki þetta af sér og gleymi. Við eigum einfaldlega að leysa þetta fyrir börnin okkar og samfélagið allt.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun