Stórkostlegt gáleysi FH-ingsins staðfest af Hæstarétti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. febrúar 2018 15:48 Harjit Delay, til vinstri, féll um þrjá metra á Þórsvellinum árið 2014. Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli FH-ingsins Harjit Delay sem krafðist skaðabóta vegna slyss sem varð haustið 2014. Féll hann úr stúku á Þórsvelli þegar hann reyndi að gefa leikmanni FH „fimmu“ úr stúkunni. Slysið varð á leik Þórs og FH í Pepsi-deild karla þann 14. september 2014. Harjit var í stúkunni þegar leikmenn gengu af velli og ætlaði hann að gefa Jóni Ragnari Jónssyni, þáverandi leikmanni FH og tónlistarmanni, „fimmu“. Handrið sem girðir af stúkuna er 82 cm hátt og stendur á steyptum kanti sem er 32 cm. Var það mat héraðsdóms á sínum tímum að miðað við áform Harjit, að gefa leikmanninum „fimmu“ hefði áhætta hans orðið síst minni jafnvel þótt handriðið væri hærra. Raunar væri útilokað að reyna að gefa „fimmu“ ofan úr stúkunni án þess að leggja sig í stórhættu þegar litið væri til aðstæðna. Þótti hann hafa „sýnt af sér stórkostlegt gáleysi sem eitt og sér varð til þess að hann féll úr áhorfendastúkunni og slasaðist…“.Sjá einnig: Heppin að vera á lífiSteig Harjit upp á kantinn og teygði sig í áttina til Jóns. Steyptist hann fram fyrir sig og féll rúma þrjá metra niður í steypta gryfju. Braut hann þrjár tennur við fallið. Höfðaði hann mál á hendur Fasteignum Akureyrar og krafðist skaðabóta á þeim grundvelli að handriðið í stúkunni uppfyllti ekki byggingareglugerð meðal annars þegar kæmi að hæð þess. Taldi Harjit að ekki væri ekki hægt að líta á steypta kantinn sem hluti af handriðinu og því uppfyllti handriðið ekki byggingarreglugerð. Dómurinn féllst ekki á þessi sjónarmið þar sem þörfin á klæðingu á handriðum ráðist af því hvort hætta sé á klifri barna, sem stefnandi sé ekki. Var því að mati héraðsdóms ekki hægt að rekja tjón Harjits til vanbúnaðar handriðsins. Héraðsdómur dæmdi í málinu í október 2016 en var því áfrýjað til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Var dómur héraðsdóms staðfestur, auk þess sem að Harjit greiðir Fasteignum Akureyrar 750 þúsund krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsmál Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 Stórkostlegt gáleysi en ekki handriðið sem orsakaði fallið að mati héraðsdóms Harjit Delay ætlaði að gefa Jóni Jónssyni „fimmu“ en steyptist fram fyrir sig úr stúkunni og slasaðist. 18. október 2016 09:15 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli FH-ingsins Harjit Delay sem krafðist skaðabóta vegna slyss sem varð haustið 2014. Féll hann úr stúku á Þórsvelli þegar hann reyndi að gefa leikmanni FH „fimmu“ úr stúkunni. Slysið varð á leik Þórs og FH í Pepsi-deild karla þann 14. september 2014. Harjit var í stúkunni þegar leikmenn gengu af velli og ætlaði hann að gefa Jóni Ragnari Jónssyni, þáverandi leikmanni FH og tónlistarmanni, „fimmu“. Handrið sem girðir af stúkuna er 82 cm hátt og stendur á steyptum kanti sem er 32 cm. Var það mat héraðsdóms á sínum tímum að miðað við áform Harjit, að gefa leikmanninum „fimmu“ hefði áhætta hans orðið síst minni jafnvel þótt handriðið væri hærra. Raunar væri útilokað að reyna að gefa „fimmu“ ofan úr stúkunni án þess að leggja sig í stórhættu þegar litið væri til aðstæðna. Þótti hann hafa „sýnt af sér stórkostlegt gáleysi sem eitt og sér varð til þess að hann féll úr áhorfendastúkunni og slasaðist…“.Sjá einnig: Heppin að vera á lífiSteig Harjit upp á kantinn og teygði sig í áttina til Jóns. Steyptist hann fram fyrir sig og féll rúma þrjá metra niður í steypta gryfju. Braut hann þrjár tennur við fallið. Höfðaði hann mál á hendur Fasteignum Akureyrar og krafðist skaðabóta á þeim grundvelli að handriðið í stúkunni uppfyllti ekki byggingareglugerð meðal annars þegar kæmi að hæð þess. Taldi Harjit að ekki væri ekki hægt að líta á steypta kantinn sem hluti af handriðinu og því uppfyllti handriðið ekki byggingarreglugerð. Dómurinn féllst ekki á þessi sjónarmið þar sem þörfin á klæðingu á handriðum ráðist af því hvort hætta sé á klifri barna, sem stefnandi sé ekki. Var því að mati héraðsdóms ekki hægt að rekja tjón Harjits til vanbúnaðar handriðsins. Héraðsdómur dæmdi í málinu í október 2016 en var því áfrýjað til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Var dómur héraðsdóms staðfestur, auk þess sem að Harjit greiðir Fasteignum Akureyrar 750 þúsund krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.
Dómsmál Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 Stórkostlegt gáleysi en ekki handriðið sem orsakaði fallið að mati héraðsdóms Harjit Delay ætlaði að gefa Jóni Jónssyni „fimmu“ en steyptist fram fyrir sig úr stúkunni og slasaðist. 18. október 2016 09:15 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00
Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12
Stórkostlegt gáleysi en ekki handriðið sem orsakaði fallið að mati héraðsdóms Harjit Delay ætlaði að gefa Jóni Jónssyni „fimmu“ en steyptist fram fyrir sig úr stúkunni og slasaðist. 18. október 2016 09:15