Stórkostlegt gáleysi en ekki handriðið sem orsakaði fallið að mati héraðsdóms Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2016 09:15 Harjit slasaðist nokkuð illa og þurfti meðal annars að gera við þrjár brotnar tennur. Aðalsteinn Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, gaf í skyn að Harjit hefði verið fullur sem stuðningsmaðurinn vísaði á bug. Vísir Héraðsdómur Reykjavíkur komst í gær að þeirri niðurstöðu að Fasteignafélag Akureyrar bæri ekki skaðabótaábyrgð vegna slyss sem varð haustið 2014 þegar stuðningsmaður FH í knattspyrnu féll úr stúku á Þórsvelli þegar hann reyndi að gefa leikmanni FH „fimmu“ úr stúkunni. Stefnt var á þeim grundvelli að handriðið í stúkunni á Þórsvelli uppfyllti ekki byggingareglugerð meðal annars þegar kæmi að hæð þess. Var það mat dómsins að miðað við áform stuðningsmannsins, Harjit Delay, að gefa leikmanninum „fimmu“ hefði áhætta hans orðið síst minni jafnvel þótt handriðið væri hærra. Raunar væri útilokað að reyna að gefa „fimmu“ ofan úr stúkunni án þess að leggja sig í stórhættu þegar litið væri til aðstæðna. Skýringarmyndir af handriðinu úr stefnunni. Steyptist fram fyrir sig Slysið varð á leik Þórs og FH í Pepsi-deild karla þann 14. september 2014. Harjit var í stúkunni þegar leikmenn gengu af velli og ætlaði hann að gefa Jóni Ragnari Jónssyni, þáverandi leikmanni FH og tónlistarmanni, „fimmu“. Handrið sem girðir af stúkuna er 82 cm hátt og stendur á steyptum kanti sem er 32 cm. Skýringarmyndir af handriðinu má sjá hér til hliðar. Harjit steig upp á steypta kantinn og teygði sig í áttina til Jóns. Við það steyptist hann fram fyrir sig og féll niður í steypta gryfju fyrir neðan stúkuna með þeim afleiðingum að hann hlaut líkamstjón. Fallið var rúmir þrír metrar og varð þeim mikið niðri fyrir sem vitni urðu að slysinu. Ítarlega var fjallað um slysið á sínum tíma og sömuleiðis þegar ljóst varð að Harjit hefði séð þann kost vænstan að fara dómstólaleiðina til að leita réttar síns. Formaður knattspyrnudeildar Þórs, Aðalsteinn Pálsson, taldi Harjit eiga fyrst og fremst að þakka aðilum á vettvangi skjót viðbrögð. Uppi voru getgátur um að Harjit hefði verið undir áhrifum áfengis er slysið varð. Harjit sagðist hins vegar aðeins hafa drukkið tvo bjóra og margir aðrir í hópi stuðningsmanna drukkið mun meira. Mánuði síðar slasaði svo kærasta Harjit sig á leik FH í Kaplakrika er hún klifraði yfir grindverk. Þórsvöllur í Þorpinu á Akureyri. Harjit féll úr stúkunni og ofan í gryfjuna fyrir framan stúkuna.vísir/auðunn Deilt um steypta kantinn Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að óumdeilt sé að hæð hins umdeilda handriðs Þórsvallar frá gólfi og að efri brún sé 117 cm. Þannig uppfylli það kröfur byggingarreglugerðar að handriðið sé yfir metri að hæð. Sömuleiðis sé óumdeilt að stálhandrið, sem er 82 cm á hæð, hvíli á 35 cm háum steyptum kanti. Deilumálið snúist um það að Harjit telji ekki hægt að líta á steypta kantinn sem hluti af handriðinu. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að steypti kanturinn sé ekki í beinni samfellu við stálhandriðið og auðvelt sé að standa uppi á honum. Dómurinn telur þó að ekki sé hægt að líta á kantinn sem framlengingu á gólffleti stúkunnar heldur sem undirstöðu fyrir stálhandrið og sé því hluti af því. Samkvæmt því sé handriðið 17 cm hærra en lágmarkskröfur geri ráð fyrir í byggingarreglugerð. Þá benti lögmaður Harjit á að gerð handriðsins uppfylli ekki reglugerðina að því leyti að þar segi að ganga þurfi frá handriðum þannig að ekki stafi hætta af þeim. Skuli meðal annars klæða handrið klæðningu í a.m.k. 80 cm hæð séu þau með láréttum rimlum sem gefi möguleika á klifri barna. Á umræddu handriði voru tveir láréttir rimlar á stálhandriðinu, að ofan og neðanverðu. Því sé bæði hægt að stíga upp á kantinn og á lárétta rimla. Dómurinn féllst ekki á þessi sjónarmið þar sem þörfin á klæðingu á handriðum ráðist af því hvort hætta sé á klifri barna, sem stefnandi sé ekki. Með hliðsjón af ofangreindu var ekki fallist á það með Harjit að handriðið hefði verið í ósamræmi við greinar byggingarreglugerðar sem stefnan byggði á. Er tjón hans því ekki rakið til vanbúnaðar handriðsins. Sú ótrúlega tilviljun varð í leik nokkru síðar að kærasta Harjit slasaði sig sem áhorfandi á heimaleik karlaliðs FH.Vísir/Andri Marinó „Stórkostlegt gáleysi“ Í lokaorðum dómsins kemur fram að Harjit hafi fyrir dómi að honum virtist sem mögulegt væri fyrir hann að gefa leikmanni FH „fimmu“ umrætt sinn. Að mati dómsins var slíkt útilokað án þess að leggja sig í stórhættu þegar litið væri til aðstæðna. Miðað við áform Harjit hefði áhættan verið síst minni við það að handriðið væri 18 cm hærra, þ.e. væri aðeins eins metra stálhandrið og enginn steyptur kantur. Að mati dómsins hugði stefnandi ekki að sér og þætti hafa „sýnt af sér stórkostlegt gáleysi sem eitt og sér varð til þess að hann féll úr áhorfendastúkunni og slasaðist…“. Á því bæri Fasteignafélag Akureyrarbæjar ekki skaðabótaábyrgð og væri hann sýknaður af öllum kröfum stefnanda í málinu. Magnús Davíð Norðdahl, verjandi Harjit, segir meiri líkur en minni á að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar með hliðsjón af þeim vafa sem uppi sé hvort handriðið hafi uppfyllt byggingarreglugerð. Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Kærasta Harjit ökklabrotnaði við klifur yfir grindverk Það á ekki af stuðningsmanni FH og kærustu hans að ganga. 6. október 2014 16:54 Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 FH-ingurinn sem slasaðist á Þórsvelli: Ég drakk bara tvo bjóra FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. 23. september 2014 15:13 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur komst í gær að þeirri niðurstöðu að Fasteignafélag Akureyrar bæri ekki skaðabótaábyrgð vegna slyss sem varð haustið 2014 þegar stuðningsmaður FH í knattspyrnu féll úr stúku á Þórsvelli þegar hann reyndi að gefa leikmanni FH „fimmu“ úr stúkunni. Stefnt var á þeim grundvelli að handriðið í stúkunni á Þórsvelli uppfyllti ekki byggingareglugerð meðal annars þegar kæmi að hæð þess. Var það mat dómsins að miðað við áform stuðningsmannsins, Harjit Delay, að gefa leikmanninum „fimmu“ hefði áhætta hans orðið síst minni jafnvel þótt handriðið væri hærra. Raunar væri útilokað að reyna að gefa „fimmu“ ofan úr stúkunni án þess að leggja sig í stórhættu þegar litið væri til aðstæðna. Skýringarmyndir af handriðinu úr stefnunni. Steyptist fram fyrir sig Slysið varð á leik Þórs og FH í Pepsi-deild karla þann 14. september 2014. Harjit var í stúkunni þegar leikmenn gengu af velli og ætlaði hann að gefa Jóni Ragnari Jónssyni, þáverandi leikmanni FH og tónlistarmanni, „fimmu“. Handrið sem girðir af stúkuna er 82 cm hátt og stendur á steyptum kanti sem er 32 cm. Skýringarmyndir af handriðinu má sjá hér til hliðar. Harjit steig upp á steypta kantinn og teygði sig í áttina til Jóns. Við það steyptist hann fram fyrir sig og féll niður í steypta gryfju fyrir neðan stúkuna með þeim afleiðingum að hann hlaut líkamstjón. Fallið var rúmir þrír metrar og varð þeim mikið niðri fyrir sem vitni urðu að slysinu. Ítarlega var fjallað um slysið á sínum tíma og sömuleiðis þegar ljóst varð að Harjit hefði séð þann kost vænstan að fara dómstólaleiðina til að leita réttar síns. Formaður knattspyrnudeildar Þórs, Aðalsteinn Pálsson, taldi Harjit eiga fyrst og fremst að þakka aðilum á vettvangi skjót viðbrögð. Uppi voru getgátur um að Harjit hefði verið undir áhrifum áfengis er slysið varð. Harjit sagðist hins vegar aðeins hafa drukkið tvo bjóra og margir aðrir í hópi stuðningsmanna drukkið mun meira. Mánuði síðar slasaði svo kærasta Harjit sig á leik FH í Kaplakrika er hún klifraði yfir grindverk. Þórsvöllur í Þorpinu á Akureyri. Harjit féll úr stúkunni og ofan í gryfjuna fyrir framan stúkuna.vísir/auðunn Deilt um steypta kantinn Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að óumdeilt sé að hæð hins umdeilda handriðs Þórsvallar frá gólfi og að efri brún sé 117 cm. Þannig uppfylli það kröfur byggingarreglugerðar að handriðið sé yfir metri að hæð. Sömuleiðis sé óumdeilt að stálhandrið, sem er 82 cm á hæð, hvíli á 35 cm háum steyptum kanti. Deilumálið snúist um það að Harjit telji ekki hægt að líta á steypta kantinn sem hluti af handriðinu. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að steypti kanturinn sé ekki í beinni samfellu við stálhandriðið og auðvelt sé að standa uppi á honum. Dómurinn telur þó að ekki sé hægt að líta á kantinn sem framlengingu á gólffleti stúkunnar heldur sem undirstöðu fyrir stálhandrið og sé því hluti af því. Samkvæmt því sé handriðið 17 cm hærra en lágmarkskröfur geri ráð fyrir í byggingarreglugerð. Þá benti lögmaður Harjit á að gerð handriðsins uppfylli ekki reglugerðina að því leyti að þar segi að ganga þurfi frá handriðum þannig að ekki stafi hætta af þeim. Skuli meðal annars klæða handrið klæðningu í a.m.k. 80 cm hæð séu þau með láréttum rimlum sem gefi möguleika á klifri barna. Á umræddu handriði voru tveir láréttir rimlar á stálhandriðinu, að ofan og neðanverðu. Því sé bæði hægt að stíga upp á kantinn og á lárétta rimla. Dómurinn féllst ekki á þessi sjónarmið þar sem þörfin á klæðingu á handriðum ráðist af því hvort hætta sé á klifri barna, sem stefnandi sé ekki. Með hliðsjón af ofangreindu var ekki fallist á það með Harjit að handriðið hefði verið í ósamræmi við greinar byggingarreglugerðar sem stefnan byggði á. Er tjón hans því ekki rakið til vanbúnaðar handriðsins. Sú ótrúlega tilviljun varð í leik nokkru síðar að kærasta Harjit slasaði sig sem áhorfandi á heimaleik karlaliðs FH.Vísir/Andri Marinó „Stórkostlegt gáleysi“ Í lokaorðum dómsins kemur fram að Harjit hafi fyrir dómi að honum virtist sem mögulegt væri fyrir hann að gefa leikmanni FH „fimmu“ umrætt sinn. Að mati dómsins var slíkt útilokað án þess að leggja sig í stórhættu þegar litið væri til aðstæðna. Miðað við áform Harjit hefði áhættan verið síst minni við það að handriðið væri 18 cm hærra, þ.e. væri aðeins eins metra stálhandrið og enginn steyptur kantur. Að mati dómsins hugði stefnandi ekki að sér og þætti hafa „sýnt af sér stórkostlegt gáleysi sem eitt og sér varð til þess að hann féll úr áhorfendastúkunni og slasaðist…“. Á því bæri Fasteignafélag Akureyrarbæjar ekki skaðabótaábyrgð og væri hann sýknaður af öllum kröfum stefnanda í málinu. Magnús Davíð Norðdahl, verjandi Harjit, segir meiri líkur en minni á að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar með hliðsjón af þeim vafa sem uppi sé hvort handriðið hafi uppfyllt byggingarreglugerð.
Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Kærasta Harjit ökklabrotnaði við klifur yfir grindverk Það á ekki af stuðningsmanni FH og kærustu hans að ganga. 6. október 2014 16:54 Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 FH-ingurinn sem slasaðist á Þórsvelli: Ég drakk bara tvo bjóra FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. 23. september 2014 15:13 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32
Kærasta Harjit ökklabrotnaði við klifur yfir grindverk Það á ekki af stuðningsmanni FH og kærustu hans að ganga. 6. október 2014 16:54
Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00
FH-ingurinn sem slasaðist á Þórsvelli: Ég drakk bara tvo bjóra FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. 23. september 2014 15:13