Er þetta í lagi? Ragna Sigurðardóttir skrifar 31. janúar 2018 08:00 Nýlega birtist opið bréf frá lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands til mennta- og menningarmálaráðherra um mikilvægi þess að skipað verði í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). Brýnt er að skipað verði í stjórnina þar sem grunnframfærsla og frítekjumark ráðast af úthlutunarreglum á ári hverju sem samdar eru af stjórn LÍN og staðfestar af ráðherra. Jafnframt er brýnt að sú stjórn sem er skipuð hafi það að markmiði að auka stuðning við námsmenn, og það strax. Hver er núverandi stuðningur við námsmenn? Grunnframfærsla námslána er 177.107 kr. á mánuði fyrir einhleypa námsmenn í leigu- eða eigin húsnæði. Hún felur í sér kostnað vegna matvöru, heilbrigðisþjónustu, samgangna og húsnæðis svo dæmi séu nefnd. Framfærslan felur ennfremur í sér lágmarksútgjöld fyrir þessar vörur og þjónustu. Af einhverjum ástæðum er sú framfærsla sem námsmenn fá að láni til að framfleyta sér hins vegar lægri en tekjur og bætur til annarra samfélagshópa. Til samanburðar eru grunnatvinnuleysisbætur 227.417 kr. á mánuði og lágmarkslaun 280.000 kr. á mánuði, en munu hækka í 300.000 á mánuði þann 1. maí 2018. Af hverju fá námsmenn lægri upphæð til að framfleyta sér en aðrir þjóðfélagshópar?Ekki er grunnframfærsla námsmanna aðeins lægri en grunnframfærsla annarra samfélagshópa. Hún skerðist að auki þegar námsmenn reyna að vinna sér upp í þær ráðstöfunartekjur sem aðrir hafa. Frítekjumark námslána er 930.000 kr. á ári. Ef farið er fram yfir frítekjumark (fyrir skatt) skerðast námslánin um 45 krónur fyrir hverjar 100 krónur sem námsmaður þénar umfram frítekjumarkið á ársgrundvelli. Það skerðingarhlutfall tók gildi árið 2014, en áður hafði hlutfallið verið 35%. Frítekjumarkið hækkaði einnig síðast árið 2014 en þá hækkaði það úr 750.000 kr. á ári. Meðaltekjur námsmanna á námslánum á Íslandi skólaárið sem hækkunin átti sér stað voru hins vegar 1.324.241 kr. á ári. Á sama tíma lækkaði frítekjumark námsmanna sem koma af vinnumarkaði úr 3.750.000 kr. á ári í 2.790.000 kr. á ári. Mánaðarlaun þess námsmanns sem ekki verður fyrir þeirri skerðingu samsvara 232.500 kr. á mánuði sem eru töluvert lægri en lágmarkslaun. Hvert ætli sé samhengið við launaþróun? Frá því að frítekjumarkið var síðast hækkað árið 2014 hafa laun samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar hækkað um 32%. Laun hafa hækkað um 32% en frítekjumarkið um 0%. Á sama tíma hefur leiguverð hækkað samkvæmt vísitölu leiguverðs um 39%. Nýlega tilkynnti Byggingafélag námsmanna 7,5% hækkun á leiguverði stúdentaíbúða árið 2018 og Félagsstofnun stúdenta hefur þurft að hækka leigu um rúm 10% á síðustu tveimur árum. Hækkunin er tilkomin fyrst og fremst vegna hækkunar á opinberum gjöldum, og vegur hækkun á fasteignagjöldum þar þyngst. Jafnframt hefur leiga á almennum leigumarkaði hækkað á höfuðborgarsvæðinu um 13% á milli ára samkvæmt vísitölu leiguverðs. Hækkunin á húsaleigugrunni LÍN hefur hins vegar verið um 2,5%. Framfærsla námsmanna á námslánum heldur því engan veginn í við hækkun leiguverðs. Á meðan laun hækka og leiguverð líka standa kjör námsmanna nánast í stað. Hvað er til ráða?Grunnframfærsla og frítekjumark breytast í úthlutunarreglum LÍN frá ári til árs. Stjórn LÍN semur úthlutunarreglur og þarf ráðherra að staðfesta þær í byrjun apríl ár hvert. Þó er aldrei hægt að auka stuðning við námsmenn nema fjármagn fylgi með í fjárlögum. Á þessu ári jukust fjárheimildir til LÍN hins vegar um 0%. Því hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands efnt til átaks sem mun standa yfir næstu daga til að vekja athygli á fjárhagsstöðu námsmanna. Það er pólitískt val að stúdentar sitji eftir þegar kemur að kjörum þeirra og okkur þykir staðan ekki ásættanleg. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna fjárhags stúdenta. Stúdentar hafa setið eftir þegar kemur að kjörum þeirra og úr því þarf að bæta stax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ragna Sigurðardóttir Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega birtist opið bréf frá lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands til mennta- og menningarmálaráðherra um mikilvægi þess að skipað verði í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). Brýnt er að skipað verði í stjórnina þar sem grunnframfærsla og frítekjumark ráðast af úthlutunarreglum á ári hverju sem samdar eru af stjórn LÍN og staðfestar af ráðherra. Jafnframt er brýnt að sú stjórn sem er skipuð hafi það að markmiði að auka stuðning við námsmenn, og það strax. Hver er núverandi stuðningur við námsmenn? Grunnframfærsla námslána er 177.107 kr. á mánuði fyrir einhleypa námsmenn í leigu- eða eigin húsnæði. Hún felur í sér kostnað vegna matvöru, heilbrigðisþjónustu, samgangna og húsnæðis svo dæmi séu nefnd. Framfærslan felur ennfremur í sér lágmarksútgjöld fyrir þessar vörur og þjónustu. Af einhverjum ástæðum er sú framfærsla sem námsmenn fá að láni til að framfleyta sér hins vegar lægri en tekjur og bætur til annarra samfélagshópa. Til samanburðar eru grunnatvinnuleysisbætur 227.417 kr. á mánuði og lágmarkslaun 280.000 kr. á mánuði, en munu hækka í 300.000 á mánuði þann 1. maí 2018. Af hverju fá námsmenn lægri upphæð til að framfleyta sér en aðrir þjóðfélagshópar?Ekki er grunnframfærsla námsmanna aðeins lægri en grunnframfærsla annarra samfélagshópa. Hún skerðist að auki þegar námsmenn reyna að vinna sér upp í þær ráðstöfunartekjur sem aðrir hafa. Frítekjumark námslána er 930.000 kr. á ári. Ef farið er fram yfir frítekjumark (fyrir skatt) skerðast námslánin um 45 krónur fyrir hverjar 100 krónur sem námsmaður þénar umfram frítekjumarkið á ársgrundvelli. Það skerðingarhlutfall tók gildi árið 2014, en áður hafði hlutfallið verið 35%. Frítekjumarkið hækkaði einnig síðast árið 2014 en þá hækkaði það úr 750.000 kr. á ári. Meðaltekjur námsmanna á námslánum á Íslandi skólaárið sem hækkunin átti sér stað voru hins vegar 1.324.241 kr. á ári. Á sama tíma lækkaði frítekjumark námsmanna sem koma af vinnumarkaði úr 3.750.000 kr. á ári í 2.790.000 kr. á ári. Mánaðarlaun þess námsmanns sem ekki verður fyrir þeirri skerðingu samsvara 232.500 kr. á mánuði sem eru töluvert lægri en lágmarkslaun. Hvert ætli sé samhengið við launaþróun? Frá því að frítekjumarkið var síðast hækkað árið 2014 hafa laun samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar hækkað um 32%. Laun hafa hækkað um 32% en frítekjumarkið um 0%. Á sama tíma hefur leiguverð hækkað samkvæmt vísitölu leiguverðs um 39%. Nýlega tilkynnti Byggingafélag námsmanna 7,5% hækkun á leiguverði stúdentaíbúða árið 2018 og Félagsstofnun stúdenta hefur þurft að hækka leigu um rúm 10% á síðustu tveimur árum. Hækkunin er tilkomin fyrst og fremst vegna hækkunar á opinberum gjöldum, og vegur hækkun á fasteignagjöldum þar þyngst. Jafnframt hefur leiga á almennum leigumarkaði hækkað á höfuðborgarsvæðinu um 13% á milli ára samkvæmt vísitölu leiguverðs. Hækkunin á húsaleigugrunni LÍN hefur hins vegar verið um 2,5%. Framfærsla námsmanna á námslánum heldur því engan veginn í við hækkun leiguverðs. Á meðan laun hækka og leiguverð líka standa kjör námsmanna nánast í stað. Hvað er til ráða?Grunnframfærsla og frítekjumark breytast í úthlutunarreglum LÍN frá ári til árs. Stjórn LÍN semur úthlutunarreglur og þarf ráðherra að staðfesta þær í byrjun apríl ár hvert. Þó er aldrei hægt að auka stuðning við námsmenn nema fjármagn fylgi með í fjárlögum. Á þessu ári jukust fjárheimildir til LÍN hins vegar um 0%. Því hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands efnt til átaks sem mun standa yfir næstu daga til að vekja athygli á fjárhagsstöðu námsmanna. Það er pólitískt val að stúdentar sitji eftir þegar kemur að kjörum þeirra og okkur þykir staðan ekki ásættanleg. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna fjárhags stúdenta. Stúdentar hafa setið eftir þegar kemur að kjörum þeirra og úr því þarf að bæta stax.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun