Fíllinn í stofunni Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2018 17:09 Það er ekki hægt að ræða skort á byggingarlandi í eigu borgarinnar án þess að minnast á flugvöllinn. Flugvöllurinn er besta byggingarlandið í borginni og það er kominn tími til að það verði nýtt í annað en lúxusstæði fyrir einkaþotur og dýrt innanlandsflug sem fáir nýta sér og getur vel flust annað. Flugvallarsvæðið er jafn stórt og vesturbærinn, miðborgin eða hlíðarnar. Þarna mun byggjast upp 20 þúsund manna blönduð byggð með íbúðum fyrir almennan markað, leiguíbúðir og stúdentaíbúðir með mikilli og öflugri þjónustu og atvinnuhúsnæði. Vatnsmýrin er rennislétt landsvæði á suðurströnd borgarinnar með háskólana tvo og Landspítalann í túnfætinum. Hverfi sem gerir ráð fyrir góðum almenningssamgöngum og hjólastígum frá fyrsta degi. Þétt borgarhverfi með góðri nærþjónustu í tengslum við stóra vinnustaði. Hverfi sem tengir saman hlíðarnar, miðborgina og vesturbæinn og svo Kópavoginn með brú yfir á Kársnesið. Spurningin er ekki hvort heldur hvenær og það er algjörlega háð því hverjir stjórna. Á meðan umræðan um flugvöllinn kemst aldrei af öskurstiginu þar sem að rök og staðreyndir eru púaðar niður með tilfiningaþrungnum staðhæfingum um sjúkraflug þá er hætt við að allir hrökklist í burtu og að fíllinn fái hreinlega að taka sitt pláss í stofunni. Sjúkraflug er mjög mikilvægt og því þarf að sinna. Því getur vel verið sinnt úr Hvassahrauni. Það er staðreynd. Nú hefur „neyðarbrautin“ verið lokuð í ár og uppbygging á Hlíðarendasvæðinu komin vel af stað. Á þessum 12 mánuðum hefur ekkert alvarlegt atvik komið upp í tengslum við sjúkraflug. Á sama tímbili hafa 14 látist og 165 slasast alvarlvega í umferðarslysum og auk þess má að líkindum rekja 80 ótímabær dauðsföll til svifryksmengunar á sama tímabili. Staðreyndin er nefnilega sú að það er ekki nákvæm staðsetning innanlandsflugvallar sem ógnar lífi og heilsu landsmanna heldur mikil og hröð bílaumferð og mengunin sem henni fylgir. Í því samhengi er nauðsynlegt að benda á að það mun muna 50 milljónum ekinna kílómetra á ári á því hvort 20 þúsund manna byggð verði í Vatnsmýrinni eða austan Elliðaá. Þessi aukni akstur þýðir aukin umferð, meiri tafir, meiri mengun og aukið svifryk. Við það að keyra þessa 50 milljón kílómetra má gera ráð fyrir að 10 manns slasist í umferðinni og þar af tveir alvarlega. Ég vil því fílinn burt, flugvöll í Hvassahrauni og blómlega byggð í Vatnsmýrinni.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Soffía Jónsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Sjá meira
Það er ekki hægt að ræða skort á byggingarlandi í eigu borgarinnar án þess að minnast á flugvöllinn. Flugvöllurinn er besta byggingarlandið í borginni og það er kominn tími til að það verði nýtt í annað en lúxusstæði fyrir einkaþotur og dýrt innanlandsflug sem fáir nýta sér og getur vel flust annað. Flugvallarsvæðið er jafn stórt og vesturbærinn, miðborgin eða hlíðarnar. Þarna mun byggjast upp 20 þúsund manna blönduð byggð með íbúðum fyrir almennan markað, leiguíbúðir og stúdentaíbúðir með mikilli og öflugri þjónustu og atvinnuhúsnæði. Vatnsmýrin er rennislétt landsvæði á suðurströnd borgarinnar með háskólana tvo og Landspítalann í túnfætinum. Hverfi sem gerir ráð fyrir góðum almenningssamgöngum og hjólastígum frá fyrsta degi. Þétt borgarhverfi með góðri nærþjónustu í tengslum við stóra vinnustaði. Hverfi sem tengir saman hlíðarnar, miðborgina og vesturbæinn og svo Kópavoginn með brú yfir á Kársnesið. Spurningin er ekki hvort heldur hvenær og það er algjörlega háð því hverjir stjórna. Á meðan umræðan um flugvöllinn kemst aldrei af öskurstiginu þar sem að rök og staðreyndir eru púaðar niður með tilfiningaþrungnum staðhæfingum um sjúkraflug þá er hætt við að allir hrökklist í burtu og að fíllinn fái hreinlega að taka sitt pláss í stofunni. Sjúkraflug er mjög mikilvægt og því þarf að sinna. Því getur vel verið sinnt úr Hvassahrauni. Það er staðreynd. Nú hefur „neyðarbrautin“ verið lokuð í ár og uppbygging á Hlíðarendasvæðinu komin vel af stað. Á þessum 12 mánuðum hefur ekkert alvarlegt atvik komið upp í tengslum við sjúkraflug. Á sama tímbili hafa 14 látist og 165 slasast alvarlvega í umferðarslysum og auk þess má að líkindum rekja 80 ótímabær dauðsföll til svifryksmengunar á sama tímabili. Staðreyndin er nefnilega sú að það er ekki nákvæm staðsetning innanlandsflugvallar sem ógnar lífi og heilsu landsmanna heldur mikil og hröð bílaumferð og mengunin sem henni fylgir. Í því samhengi er nauðsynlegt að benda á að það mun muna 50 milljónum ekinna kílómetra á ári á því hvort 20 þúsund manna byggð verði í Vatnsmýrinni eða austan Elliðaá. Þessi aukni akstur þýðir aukin umferð, meiri tafir, meiri mengun og aukið svifryk. Við það að keyra þessa 50 milljón kílómetra má gera ráð fyrir að 10 manns slasist í umferðinni og þar af tveir alvarlega. Ég vil því fílinn burt, flugvöll í Hvassahrauni og blómlega byggð í Vatnsmýrinni.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar í Reykjavík.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun