NFL-leikmaðurinn Zach Ertz og knattspyrnukonan Julie Johnston Ertz unnu bæði flotta sigra í nótt þar sem þau léku bæði mjög vel. Þau hafa nú örugglega komið sér upp á stall sem ein fremstu íþróttahjón Bandaríkjanna.
Zach Ertz og félagar í Philadelphia Eagles tryggðu sér sæti í Super Bowl eftir 38-7 sigur á Minnesota Vikings en þrátt fyrir að Ertz hafi ekki skorað snertimark þá var hann sá leikmaður liðsins sem náði flestum jördum.
Julie Johnston Ertz kom bandaríska kvennalandsliðinu yfir í 2-1 í 5-1 sigri í vináttulandsleik á móti Danmörku en hún spilaði á miðju bandaríska liðsins.
Julie Johnston Ertz var ekkert smá ánægð þegar hún frétti af sigri eiginmannsins eins og sjá má í þessu myndbroti sem bandaríska kvennalandsliðið setti inn á Twitter-síðu sína.
As soon as the whistle blew here in San Diego, we had some good news for @julieertz...@ZERTZ_86 & the @Eagles are heading to the @SuperBowl! pic.twitter.com/dI5MvG53VR
— U.S. Soccer WNT (@ussoccer_wnt) January 22, 2018
Zach Ertz og Julie Johnston Ertz hittust fyrst þegar þau voru í háskóla. Þau trúlofuðu sig í febrúar 2016 og giftu sig í mars á síðasta ári. Zach er 27 ára og Julie er 25 ára.
Hér fyrir neðan sést Zach horfa á viðbrögð eiginkonu sinnar í búningsklefanum eftir leik.
Zach Ertz overcome with emotion while watching a video of his wife @julieertz watching and reacting to the #Eagles game. pic.twitter.com/MBVhdP2ffA
— Geoff Mosher (@GeoffMosherNFL) January 22, 2018