Magnús Kristinsson kaupir í Kviku banka Hörður Ægisson skrifar 10. janúar 2018 08:00 Gríðarmikil viðskipti hafa verið með bréf í Kviku banka á síðustu mánuðum og misserum. Vísir/GVA Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, hefur fjárfest í Kviku banka en félagið Q44, sem er í eigu Magnúsar og fjölskyldu í gegnum Fjárfestingarfélagið Blik ehf., gekk nýlega frá kaupum á 1,25 prósenta hlut í fjárfestingabankanum. Eftir kaupin er félagið fimmtándi stærsti hluthafi Kviku. Magnús var áður eigandi og framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum. Allt hlutafé fyrirtækisins var selt til Síldarvinnslunnar árið 2012 og þá lét Magnús af störfum sem framkvæmdastjóri Bergs-Hugins í fyrra. Magnús var umsvifamikill í íslensku viðskiptalífi á árunum í aðdraganda falls fjármálakerfisins 2008 og var meðal annars eigandi Toyota-umboðsins og um tíma stór hluthafi í Kaupþingi, Landsbankanum og fjárfestingafélaginu FL Group. Gríðarmikil viðskipti hafa verið með bréf í Kviku á síðustu mánuðum og misserum. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa bréf í bankanum verið að ganga kaupum og sölum að undanförnu á genginu 6,3, til 6,6 krónur á hlut. Áætla má að félag Magnúsar hafi keypt hlutinn í Kviku banka í lok síðasta árs fyrir um 110 til 120 milljónir króna. Á meðal þeirra sem hafa einnig komið inn í hluthafahóp Kviku á undanförnum mánuðum eru Hjörleifur Jakobsson, stór hluthafi í bílaumboðinu Öskju, Öryggismiðstöðinni og Samskipum, Lífsverk lífeyrissjóður, Sigurður Sigurgeirsson, fjárfestir og fyrrverandi byggingarverktaki, hjónin Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir, eigendur Johans Rönning, Eiríkur Vignisson, framkvæmdastjóri Vignis G. Jónssonar, dótturfélags HB Granda, og Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar. Fjárfestingafélögin Sigla, sem er í eigu Tómasar Kristjánssonar og hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, og Varða Capital, sem er í meirihlutaeigu viðskiptafélaganna Jónasar Hagans Guðmundssonar og Gríms Garðarssonar, eru hins vegar í hópi þeirra sem hafa selt öll bréf sín í Kviku.Magnús Kristinsson var áður eigandi og framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum.Í lok september í fyrra var greint frá því að stjórn Kviku hefði samþykkt að stefna að skráningu hlutabréfa bankans á First North markaðinn í Kauphöllinni. Gert er ráð fyrir að skráningin verði að veruleika fljótlega á þessu ári. Hagnaður bankans á fyrstu sex mánuðum síðasta árs nam 946 milljónum. Arðsemi eigin fjár var 26,2 prósent eigið fé Kviku var um 8.200 milljónir um mitt árið 2017. Stærstu hluthafar Kviku í dag eru tryggingafélagið VÍS með 23,57 prósenta hlut, félag í meirihlutaeigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis, sem á 9,32 prósenta hlut, og Lífeyrissjóður verslunarmanna með 8,96 prósent.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Sjá meira
Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, hefur fjárfest í Kviku banka en félagið Q44, sem er í eigu Magnúsar og fjölskyldu í gegnum Fjárfestingarfélagið Blik ehf., gekk nýlega frá kaupum á 1,25 prósenta hlut í fjárfestingabankanum. Eftir kaupin er félagið fimmtándi stærsti hluthafi Kviku. Magnús var áður eigandi og framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum. Allt hlutafé fyrirtækisins var selt til Síldarvinnslunnar árið 2012 og þá lét Magnús af störfum sem framkvæmdastjóri Bergs-Hugins í fyrra. Magnús var umsvifamikill í íslensku viðskiptalífi á árunum í aðdraganda falls fjármálakerfisins 2008 og var meðal annars eigandi Toyota-umboðsins og um tíma stór hluthafi í Kaupþingi, Landsbankanum og fjárfestingafélaginu FL Group. Gríðarmikil viðskipti hafa verið með bréf í Kviku á síðustu mánuðum og misserum. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa bréf í bankanum verið að ganga kaupum og sölum að undanförnu á genginu 6,3, til 6,6 krónur á hlut. Áætla má að félag Magnúsar hafi keypt hlutinn í Kviku banka í lok síðasta árs fyrir um 110 til 120 milljónir króna. Á meðal þeirra sem hafa einnig komið inn í hluthafahóp Kviku á undanförnum mánuðum eru Hjörleifur Jakobsson, stór hluthafi í bílaumboðinu Öskju, Öryggismiðstöðinni og Samskipum, Lífsverk lífeyrissjóður, Sigurður Sigurgeirsson, fjárfestir og fyrrverandi byggingarverktaki, hjónin Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir, eigendur Johans Rönning, Eiríkur Vignisson, framkvæmdastjóri Vignis G. Jónssonar, dótturfélags HB Granda, og Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar. Fjárfestingafélögin Sigla, sem er í eigu Tómasar Kristjánssonar og hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, og Varða Capital, sem er í meirihlutaeigu viðskiptafélaganna Jónasar Hagans Guðmundssonar og Gríms Garðarssonar, eru hins vegar í hópi þeirra sem hafa selt öll bréf sín í Kviku.Magnús Kristinsson var áður eigandi og framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum.Í lok september í fyrra var greint frá því að stjórn Kviku hefði samþykkt að stefna að skráningu hlutabréfa bankans á First North markaðinn í Kauphöllinni. Gert er ráð fyrir að skráningin verði að veruleika fljótlega á þessu ári. Hagnaður bankans á fyrstu sex mánuðum síðasta árs nam 946 milljónum. Arðsemi eigin fjár var 26,2 prósent eigið fé Kviku var um 8.200 milljónir um mitt árið 2017. Stærstu hluthafar Kviku í dag eru tryggingafélagið VÍS með 23,57 prósenta hlut, félag í meirihlutaeigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis, sem á 9,32 prósenta hlut, og Lífeyrissjóður verslunarmanna með 8,96 prósent.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Sjá meira