Vilhjálmur kaupir í Kviku banka Hörður Ægisson skrifar 25. október 2017 08:00 Stjórn Kviku stefnir að skráningu hlutabréfa bankans í Kauphöllinni fyrir árslok. Vísir/GVA Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, hefur eignast 1,25 prósenta hlut í Kviku sem gerir hann að þrettánda stærsta hluthafanum í fjárfestingabankanum. Vilhjálmur var áður á meðal hluthafa Virðingar en Kvika banki keypti fyrr á árinu allt hlutafé verðbréfafyrirtækisins. Hlutur Vilhjálms í bankanum er í gegnum safnreikning Virðingar en hann keypti bréfin af fjárfestingafélaginu Siglu, sem er í eigu Tómasar Kristjánssonar og hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, fyrr í þessum mánuði. Sigla, sem var fyrir söluna einn stærsti hluthafi Kviku banka með 7,27 prósenta hlut, hefur losað um allan hlut sinn í bankanum. Aðrir kaupendur að bréfum félagsins voru meðal annars Lífsverk lífeyrissjóður, sem á núna 2,33 prósenta hlut í Kviku, auk annarra fjárfesta en hlutur þeirra eftir kaupin í bankanum er í öllum tilfellum undir einu prósenti. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa bréf í Kviku að undanförnu verið að ganga kaupum og sölum á genginu 5,6 til 6,3 krónur á hlut. Sigla átti 102 milljónir hluta að nafnverði í bankanum og því má áætla að félagið hafi fengið samtals í kringum 600 milljónir króna fyrir hlut sinn í Kviku. Miðað við það er hlutur Vilhjálms í bankanum metinn á um það bil hundrað milljónir króna.Fjárfestingafélag Vilhjálms Þorsteinssonar, Miðeind ehf., hafði verið einn stærsti hluthafi Virðingar með 4,11 prósenta hlut.Hluthafar Virðingar samþykktu síðastliðið sumar kauptilboð Kviku í allt hlutafé verðbréfafyrirtækisins fyrir 2.560 milljónir. Fjárfestingafélag Vilhjálms, Miðeind ehf., hafði verið einn stærsti hluthafi Virðingar með 4,11 prósenta hlut en samkvæmt ársreikningi félagsins var sá hlutur bókfærður á 95,8 milljónir í árslok 2016. Á síðasta ári tapaði fjárfestingafélag Vilhjálms rúmlega 19 milljónum króna. Eigið fé félagsins var um 480 milljónir en Miðeind er að öllu leyti í eigu Meson Holding SA sem er skráð í Lúxemborg. Eignir félagsins samanstanda að mestu af verðbréfum en auk eignarhlutar í Kviku er Miðeind meðal annars hluthafi í vefmiðlinum Kjarnanum og Verne Holdings sem rekur gagnaver á Ásbrú.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira
Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, hefur eignast 1,25 prósenta hlut í Kviku sem gerir hann að þrettánda stærsta hluthafanum í fjárfestingabankanum. Vilhjálmur var áður á meðal hluthafa Virðingar en Kvika banki keypti fyrr á árinu allt hlutafé verðbréfafyrirtækisins. Hlutur Vilhjálms í bankanum er í gegnum safnreikning Virðingar en hann keypti bréfin af fjárfestingafélaginu Siglu, sem er í eigu Tómasar Kristjánssonar og hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, fyrr í þessum mánuði. Sigla, sem var fyrir söluna einn stærsti hluthafi Kviku banka með 7,27 prósenta hlut, hefur losað um allan hlut sinn í bankanum. Aðrir kaupendur að bréfum félagsins voru meðal annars Lífsverk lífeyrissjóður, sem á núna 2,33 prósenta hlut í Kviku, auk annarra fjárfesta en hlutur þeirra eftir kaupin í bankanum er í öllum tilfellum undir einu prósenti. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa bréf í Kviku að undanförnu verið að ganga kaupum og sölum á genginu 5,6 til 6,3 krónur á hlut. Sigla átti 102 milljónir hluta að nafnverði í bankanum og því má áætla að félagið hafi fengið samtals í kringum 600 milljónir króna fyrir hlut sinn í Kviku. Miðað við það er hlutur Vilhjálms í bankanum metinn á um það bil hundrað milljónir króna.Fjárfestingafélag Vilhjálms Þorsteinssonar, Miðeind ehf., hafði verið einn stærsti hluthafi Virðingar með 4,11 prósenta hlut.Hluthafar Virðingar samþykktu síðastliðið sumar kauptilboð Kviku í allt hlutafé verðbréfafyrirtækisins fyrir 2.560 milljónir. Fjárfestingafélag Vilhjálms, Miðeind ehf., hafði verið einn stærsti hluthafi Virðingar með 4,11 prósenta hlut en samkvæmt ársreikningi félagsins var sá hlutur bókfærður á 95,8 milljónir í árslok 2016. Á síðasta ári tapaði fjárfestingafélag Vilhjálms rúmlega 19 milljónum króna. Eigið fé félagsins var um 480 milljónir en Miðeind er að öllu leyti í eigu Meson Holding SA sem er skráð í Lúxemborg. Eignir félagsins samanstanda að mestu af verðbréfum en auk eignarhlutar í Kviku er Miðeind meðal annars hluthafi í vefmiðlinum Kjarnanum og Verne Holdings sem rekur gagnaver á Ásbrú.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira