Starfshópur um uppbyggingu Laugardalsvallar orðinn að veruleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2018 14:27 Laugardalsvöllur. Vísir/Getty Framtíð Laugardalsvallar hefur verið mikið í umræðunni á undanförnu enda þykir varla boðlegt fyrir þjóð, sem á bæði karla- og kvennalið meðal þeirra tuttugu og tveggja bestu knattspyrnuþjóða í heiminum, eiga ekki betri þjóðarleikvang. Nú er hinsvegar kominn skriður á málið. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Guðni Bergsson, formaður KSÍ, undirrituðu í dag yfirlýsingu um skipun starfshóps um uppbyggingu Laugardalsvallar. Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsingu ríkis og Reykjavíkurborgar um skipan starfshóps með KSÍ um uppbyggingu Laugardalsvallar sem var undirrituð í dag Knattspyrnusamband Íslands hefur haft til skoðunar um nokkurt skeið mögulega uppbyggingu Laugardalsvallar sem þjóðarleikvangs fyrir knattspyrnu. Í kjölfar góðs árangurs karla- og kvennalandsliða í knattspyrnu hefur farið fram umræða um stöðu Laugardalsvallar í alþjóðlegu samhengi en völlurinn og mannvirki umhverfis hann standast ekki alþjóðlegar kröfur. Knattspyrnusamband Íslands hefur undanfarin misseri skoðað ýmsa möguleika til úrbóta og fyrir liggur hagkvæmniathugun þar sem sviðsmyndir vegna mögulegrar uppbyggingar eru kynntar. Ríki og Reykjavíkurborg hafa stutt verkefnið með fjárframlögum, m.a. vegna kostnaðargreiningar. Nú þegar fyrir liggur hagkvæmniathugun, rekstraráætlun, forhönnun og kostnaðarmat mannvirkja liggur fyrir að leggja mat á undirbúningsgögnin og taka ákvörðun um framhald málsins. Forsætisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík hafa ákveðið að skipa starfshóp í samstarfi við KSÍ sem fara skal yfir fyrirliggjandi tillögur, leggja mat á þær og gera tillögur um mögulega uppbyggingu. Í starfshópnum eiga sæti fulltrúar forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar og Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ). Starfshópurinn á að meta og gera tillögur um mögulega uppbyggingu Laugardalsvallar og skila tillögum sínum fyrir 1. apríl á þessu ári.Starfshópnum verður falið að gera tillögu um eftirfarandi atriði: • Hvers konar leikvangur væri hagstæðastur í Laugardal af þeim kostum sem skoðaðir hafa verið. • Fjármögnun og kostnaðarskiptingu út frá þeirri hugmynd sem verður fyrir valinu. • Eignarhald mannvirkisins. • Mögulega aðkomu ríkisins að verkefninu, m.a. í ljósi hugmynda um regluverk um þjóðarleikvanga. • Mögulega aðkomu Reykjavíkurborgar að verkefninu. • Mögulega aðkomu KSÍ að verkefninu. • Tilhögun framkvæmda og tímaáætlun.Starfshópinn skipa: Benedikt Árnason, skrifstofustjóri, forsætisráðuneyti, formaður. Anna Sigríður Arnardóttir, lögfræðingur, f.h. fjármála- og efnahagsráðuneytis. Óskar Þór Ármannsson, sérfræðingur, mennta- og menningarmálaráðuneyti. Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri Eigna- og atvinnuþróunar, Reykjavíkurborg. Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs, Reykjavíkurborg. Ómar Einarsson, sviðsstjóri Íþrótta- og tómstundasviðs, Reykjavíkurborg. Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður Knattpyrnusambands Íslands. Borghildur Sigurðardóttir, stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands. Ráðgjafi starfshópsins er Pétur Marteinssonar, framkvæmdastjóri Borgarbrags. Fótbolti Íslenski boltinn Skipulag Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Í beinni: Breiðablik - FH | Toppslagur í Smáranum Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Í beinni: Víkingur - Valur | Valskonur geta unnið fjórða leikinn í röð Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Sjá meira
Framtíð Laugardalsvallar hefur verið mikið í umræðunni á undanförnu enda þykir varla boðlegt fyrir þjóð, sem á bæði karla- og kvennalið meðal þeirra tuttugu og tveggja bestu knattspyrnuþjóða í heiminum, eiga ekki betri þjóðarleikvang. Nú er hinsvegar kominn skriður á málið. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Guðni Bergsson, formaður KSÍ, undirrituðu í dag yfirlýsingu um skipun starfshóps um uppbyggingu Laugardalsvallar. Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsingu ríkis og Reykjavíkurborgar um skipan starfshóps með KSÍ um uppbyggingu Laugardalsvallar sem var undirrituð í dag Knattspyrnusamband Íslands hefur haft til skoðunar um nokkurt skeið mögulega uppbyggingu Laugardalsvallar sem þjóðarleikvangs fyrir knattspyrnu. Í kjölfar góðs árangurs karla- og kvennalandsliða í knattspyrnu hefur farið fram umræða um stöðu Laugardalsvallar í alþjóðlegu samhengi en völlurinn og mannvirki umhverfis hann standast ekki alþjóðlegar kröfur. Knattspyrnusamband Íslands hefur undanfarin misseri skoðað ýmsa möguleika til úrbóta og fyrir liggur hagkvæmniathugun þar sem sviðsmyndir vegna mögulegrar uppbyggingar eru kynntar. Ríki og Reykjavíkurborg hafa stutt verkefnið með fjárframlögum, m.a. vegna kostnaðargreiningar. Nú þegar fyrir liggur hagkvæmniathugun, rekstraráætlun, forhönnun og kostnaðarmat mannvirkja liggur fyrir að leggja mat á undirbúningsgögnin og taka ákvörðun um framhald málsins. Forsætisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík hafa ákveðið að skipa starfshóp í samstarfi við KSÍ sem fara skal yfir fyrirliggjandi tillögur, leggja mat á þær og gera tillögur um mögulega uppbyggingu. Í starfshópnum eiga sæti fulltrúar forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar og Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ). Starfshópurinn á að meta og gera tillögur um mögulega uppbyggingu Laugardalsvallar og skila tillögum sínum fyrir 1. apríl á þessu ári.Starfshópnum verður falið að gera tillögu um eftirfarandi atriði: • Hvers konar leikvangur væri hagstæðastur í Laugardal af þeim kostum sem skoðaðir hafa verið. • Fjármögnun og kostnaðarskiptingu út frá þeirri hugmynd sem verður fyrir valinu. • Eignarhald mannvirkisins. • Mögulega aðkomu ríkisins að verkefninu, m.a. í ljósi hugmynda um regluverk um þjóðarleikvanga. • Mögulega aðkomu Reykjavíkurborgar að verkefninu. • Mögulega aðkomu KSÍ að verkefninu. • Tilhögun framkvæmda og tímaáætlun.Starfshópinn skipa: Benedikt Árnason, skrifstofustjóri, forsætisráðuneyti, formaður. Anna Sigríður Arnardóttir, lögfræðingur, f.h. fjármála- og efnahagsráðuneytis. Óskar Þór Ármannsson, sérfræðingur, mennta- og menningarmálaráðuneyti. Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri Eigna- og atvinnuþróunar, Reykjavíkurborg. Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs, Reykjavíkurborg. Ómar Einarsson, sviðsstjóri Íþrótta- og tómstundasviðs, Reykjavíkurborg. Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður Knattpyrnusambands Íslands. Borghildur Sigurðardóttir, stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands. Ráðgjafi starfshópsins er Pétur Marteinssonar, framkvæmdastjóri Borgarbrags.
Fótbolti Íslenski boltinn Skipulag Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Í beinni: Breiðablik - FH | Toppslagur í Smáranum Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Í beinni: Víkingur - Valur | Valskonur geta unnið fjórða leikinn í röð Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Sjá meira