Sífellt fleiri leita réttar síns vegna flugfélaganna Daníel Freyr Birkisson skrifar 16. janúar 2018 16:45 Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Mynd/samsett Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund í skaðabætur hvorum fyrir sig, auk vaxta, vegna tafa sem urðu í flugferð frá London til Keflavíkur undir lok árs 2016. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir skaðabótamál á hendur flugfélögunum hafa tvöfaldast í fjölda á milli ára og um sé að ræða vaxandi vanda. Farþegarnir tveir áttu flug með félaginu kl. 19.25 þann 19. desember 2016 frá London og var gert ráð fyrir lendingu á Keflavíkurflugvelli kl. 23.25. Fór svo að flugið tafðist um 219 mínútur og lenti vélin kl. 3.23 um nóttina. Í bréfi WOW air til farþeganna segir að óveður um morguninn hafi sett strik í reikninginn og haft keðjuverkandi áhrif á alla flugstarfsemi dagsins. Ísing hafi fest á flugvelli og flugvélum og snjókoma verið mikil. Var það mat flugfélagsins að vegna þessa væri það laust undan bótaskyldu. Héraðsdómur hafnaði sýknukröfu WOW air og dæmdi það til að greiða farþegunum fyrrgreinda upphæð, auk vaxta. Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að sífellt fleiri leiti réttar síns vegna flugfélaganna. „Það hefur verið mjög vaxandi. Við tókum þetta saman í fyrra og þá kom í ljós að fjöldi mála á okkar borði hafði tvöfaldast.“ Samgöngustofa hefur ákvörðunarvald í slíkum málum og sér um að framfylgja alþjóðlegum reglugerðum sem settar hafa verið. „Við ráðleggjum fólki þó alltaf að hafa samband við flugrekanda fyrst til þess að finna lausn á sínum málum,“ segir Þórhildur. „Ef allt um þrýtur getur fólk sent okkur erindi og þá hefur Samgöngustofa heimildir til að taka ákvarðanir í málum.“Í upphaflegri útgáfu greinarinnar í Fréttablaðinu segir að um sé að ræða skaðabótamál og að vandamálið sé vaxandi. Þórhildur segir að málin séu hins vegar fjölbreytt sem berast á borð Samgöngustofu. Ástæður þess að fjöldi kvartana hefur aukist séu meðal annars að fleiri ferðast nú með flugfélögunum en einnig vegna þess að neytendur eru að verða meðvitaðri um rétt sinn. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Neytendur WOW Air Tengdar fréttir Gert að greiða skaðabætur eftir keðjuverkandi áhrif óveðurs Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt flugfélagið WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund krónur hvorum um sig auk vaxta vegna tafa á flugferð frá London til Keflavíkur í lok árs 2016. 15. janúar 2018 17:39 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund í skaðabætur hvorum fyrir sig, auk vaxta, vegna tafa sem urðu í flugferð frá London til Keflavíkur undir lok árs 2016. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir skaðabótamál á hendur flugfélögunum hafa tvöfaldast í fjölda á milli ára og um sé að ræða vaxandi vanda. Farþegarnir tveir áttu flug með félaginu kl. 19.25 þann 19. desember 2016 frá London og var gert ráð fyrir lendingu á Keflavíkurflugvelli kl. 23.25. Fór svo að flugið tafðist um 219 mínútur og lenti vélin kl. 3.23 um nóttina. Í bréfi WOW air til farþeganna segir að óveður um morguninn hafi sett strik í reikninginn og haft keðjuverkandi áhrif á alla flugstarfsemi dagsins. Ísing hafi fest á flugvelli og flugvélum og snjókoma verið mikil. Var það mat flugfélagsins að vegna þessa væri það laust undan bótaskyldu. Héraðsdómur hafnaði sýknukröfu WOW air og dæmdi það til að greiða farþegunum fyrrgreinda upphæð, auk vaxta. Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að sífellt fleiri leiti réttar síns vegna flugfélaganna. „Það hefur verið mjög vaxandi. Við tókum þetta saman í fyrra og þá kom í ljós að fjöldi mála á okkar borði hafði tvöfaldast.“ Samgöngustofa hefur ákvörðunarvald í slíkum málum og sér um að framfylgja alþjóðlegum reglugerðum sem settar hafa verið. „Við ráðleggjum fólki þó alltaf að hafa samband við flugrekanda fyrst til þess að finna lausn á sínum málum,“ segir Þórhildur. „Ef allt um þrýtur getur fólk sent okkur erindi og þá hefur Samgöngustofa heimildir til að taka ákvarðanir í málum.“Í upphaflegri útgáfu greinarinnar í Fréttablaðinu segir að um sé að ræða skaðabótamál og að vandamálið sé vaxandi. Þórhildur segir að málin séu hins vegar fjölbreytt sem berast á borð Samgöngustofu. Ástæður þess að fjöldi kvartana hefur aukist séu meðal annars að fleiri ferðast nú með flugfélögunum en einnig vegna þess að neytendur eru að verða meðvitaðri um rétt sinn.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Neytendur WOW Air Tengdar fréttir Gert að greiða skaðabætur eftir keðjuverkandi áhrif óveðurs Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt flugfélagið WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund krónur hvorum um sig auk vaxta vegna tafa á flugferð frá London til Keflavíkur í lok árs 2016. 15. janúar 2018 17:39 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Gert að greiða skaðabætur eftir keðjuverkandi áhrif óveðurs Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt flugfélagið WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund krónur hvorum um sig auk vaxta vegna tafa á flugferð frá London til Keflavíkur í lok árs 2016. 15. janúar 2018 17:39