Sífellt fleiri leita réttar síns vegna flugfélaganna Daníel Freyr Birkisson skrifar 16. janúar 2018 16:45 Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Mynd/samsett Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund í skaðabætur hvorum fyrir sig, auk vaxta, vegna tafa sem urðu í flugferð frá London til Keflavíkur undir lok árs 2016. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir skaðabótamál á hendur flugfélögunum hafa tvöfaldast í fjölda á milli ára og um sé að ræða vaxandi vanda. Farþegarnir tveir áttu flug með félaginu kl. 19.25 þann 19. desember 2016 frá London og var gert ráð fyrir lendingu á Keflavíkurflugvelli kl. 23.25. Fór svo að flugið tafðist um 219 mínútur og lenti vélin kl. 3.23 um nóttina. Í bréfi WOW air til farþeganna segir að óveður um morguninn hafi sett strik í reikninginn og haft keðjuverkandi áhrif á alla flugstarfsemi dagsins. Ísing hafi fest á flugvelli og flugvélum og snjókoma verið mikil. Var það mat flugfélagsins að vegna þessa væri það laust undan bótaskyldu. Héraðsdómur hafnaði sýknukröfu WOW air og dæmdi það til að greiða farþegunum fyrrgreinda upphæð, auk vaxta. Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að sífellt fleiri leiti réttar síns vegna flugfélaganna. „Það hefur verið mjög vaxandi. Við tókum þetta saman í fyrra og þá kom í ljós að fjöldi mála á okkar borði hafði tvöfaldast.“ Samgöngustofa hefur ákvörðunarvald í slíkum málum og sér um að framfylgja alþjóðlegum reglugerðum sem settar hafa verið. „Við ráðleggjum fólki þó alltaf að hafa samband við flugrekanda fyrst til þess að finna lausn á sínum málum,“ segir Þórhildur. „Ef allt um þrýtur getur fólk sent okkur erindi og þá hefur Samgöngustofa heimildir til að taka ákvarðanir í málum.“Í upphaflegri útgáfu greinarinnar í Fréttablaðinu segir að um sé að ræða skaðabótamál og að vandamálið sé vaxandi. Þórhildur segir að málin séu hins vegar fjölbreytt sem berast á borð Samgöngustofu. Ástæður þess að fjöldi kvartana hefur aukist séu meðal annars að fleiri ferðast nú með flugfélögunum en einnig vegna þess að neytendur eru að verða meðvitaðri um rétt sinn. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Neytendur WOW Air Tengdar fréttir Gert að greiða skaðabætur eftir keðjuverkandi áhrif óveðurs Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt flugfélagið WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund krónur hvorum um sig auk vaxta vegna tafa á flugferð frá London til Keflavíkur í lok árs 2016. 15. janúar 2018 17:39 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund í skaðabætur hvorum fyrir sig, auk vaxta, vegna tafa sem urðu í flugferð frá London til Keflavíkur undir lok árs 2016. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir skaðabótamál á hendur flugfélögunum hafa tvöfaldast í fjölda á milli ára og um sé að ræða vaxandi vanda. Farþegarnir tveir áttu flug með félaginu kl. 19.25 þann 19. desember 2016 frá London og var gert ráð fyrir lendingu á Keflavíkurflugvelli kl. 23.25. Fór svo að flugið tafðist um 219 mínútur og lenti vélin kl. 3.23 um nóttina. Í bréfi WOW air til farþeganna segir að óveður um morguninn hafi sett strik í reikninginn og haft keðjuverkandi áhrif á alla flugstarfsemi dagsins. Ísing hafi fest á flugvelli og flugvélum og snjókoma verið mikil. Var það mat flugfélagsins að vegna þessa væri það laust undan bótaskyldu. Héraðsdómur hafnaði sýknukröfu WOW air og dæmdi það til að greiða farþegunum fyrrgreinda upphæð, auk vaxta. Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að sífellt fleiri leiti réttar síns vegna flugfélaganna. „Það hefur verið mjög vaxandi. Við tókum þetta saman í fyrra og þá kom í ljós að fjöldi mála á okkar borði hafði tvöfaldast.“ Samgöngustofa hefur ákvörðunarvald í slíkum málum og sér um að framfylgja alþjóðlegum reglugerðum sem settar hafa verið. „Við ráðleggjum fólki þó alltaf að hafa samband við flugrekanda fyrst til þess að finna lausn á sínum málum,“ segir Þórhildur. „Ef allt um þrýtur getur fólk sent okkur erindi og þá hefur Samgöngustofa heimildir til að taka ákvarðanir í málum.“Í upphaflegri útgáfu greinarinnar í Fréttablaðinu segir að um sé að ræða skaðabótamál og að vandamálið sé vaxandi. Þórhildur segir að málin séu hins vegar fjölbreytt sem berast á borð Samgöngustofu. Ástæður þess að fjöldi kvartana hefur aukist séu meðal annars að fleiri ferðast nú með flugfélögunum en einnig vegna þess að neytendur eru að verða meðvitaðri um rétt sinn.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Neytendur WOW Air Tengdar fréttir Gert að greiða skaðabætur eftir keðjuverkandi áhrif óveðurs Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt flugfélagið WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund krónur hvorum um sig auk vaxta vegna tafa á flugferð frá London til Keflavíkur í lok árs 2016. 15. janúar 2018 17:39 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Gert að greiða skaðabætur eftir keðjuverkandi áhrif óveðurs Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt flugfélagið WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund krónur hvorum um sig auk vaxta vegna tafa á flugferð frá London til Keflavíkur í lok árs 2016. 15. janúar 2018 17:39