Skjótum ekki sendiboðann Sabine Leskopf skrifar 16. janúar 2018 15:37 Þegar Íslendingar í útlöndum eru spurðir hvers þeir sakna eða meta mest er vatnið oftast nefnt. Og einmitt núna er víst rétti tíminn fyrir okkur öll að vakna af værum blundi þeirrar sannfæringar að hreina loftið og hreina vatnið séu sjálfgefin og endalaust til af hvoru tveggja. Bæði umræðan um loftgæði eftir áramót og nú um mengun vatns hafa klárlega sýnt að svo er ekki og ábyrgð stjórnmálamanna sem og okkar allra er mikil og við megum engan tíma missa. Stjórnmálamenn bera ábyrgð á því að setja rammann sem verndar umhverfið og bæta kerfin tengd því. En ein af aðalstoðum þess að standa vörð um almannahag og gæði lofts og vatns er virkt heilbrigðiseftirlit. Eftirlit er aldrei þakklátt starf – ef allt er í góðu lagi finnst öllum slíkt apparat meira og minna óþarfi, eftirlit sem fyrirtækin þurfa að borga fyrir eða setur starfsemi þeirra verulegar hömlur er ekki hagvæmt fyrir efnahag viðkomandi. Eftirlit sem setur skemmtanalífinu eða viðburðum, sem allir hlakka til, mörk vegna hávaðamengunar er ekki alltaf vinsælt. Og með eftirliti sem þarf að framfylgja ströngum gildandi reglugerðum eins og hundaeftirliti finnst mörgum beinlinis vegið að besta vini sínum. En við höfum séð, ekki síst á allra síðustu dögum, að eftirlitið sem gætir ýtrustu varúðar í þágu íbúa kann að vera óvinsælt en samt ómissandi með því að vakta, tilkynna frávik skv. gildandi mælikvörðum og gefa út leiðbeiningar ef ástæða er til samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Mikið hefur einnig verið rætt um ábyrgð stjórnmálamanna í einstökum tilfellum bæði núna og síðastliðið sumar og við höfum svo sannarlega brugðist við með því að stytta boðleiðir og auka samstarf við t.d. Veitur. En í þessu samhengi er mikilvægt að benda á að þótt Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sé rekstrarlega tengt Reykjavíkurborg er það algjörlega faglega sjálfstætt. Það verður kannski hvergi skýrara en þegar maður gerir sér grein fyrir að Heilbrigðiseftirlitið þarf að fylgjast með öllum stofnunum borgarinnar eins og skólum og leikskólum og þarf að geta gripið til íþyngjandi ráðstafana ef þess þarf. Þannig að þó að það sé mjög mikilvægt að stjórnmálamenn fylgist með eftirlitinu og taki t.d. þátt í umræðunni um málaflokkinn þá MÁ pólítíkin á sama tíma ekki fara gegn faglegu mat eftirlits um frávik, mati á umhverfisáhrifum, tilkynningaskyldu og ráðstöfunum. Og þó okkur öllum hafi brugðið við fréttirnar núna, þá vonandi eykst traust borgarbúa til þess að Heilbrigðiseftirlitið gæti ýtrustu varúðar og dregur ekkert undan þótt óþægilegt kunni að vera svo að neysluvatnið sem og loftið séu áfram það sem Íslendingar geta verið stoltir af.Höfundur er formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar Íslendingar í útlöndum eru spurðir hvers þeir sakna eða meta mest er vatnið oftast nefnt. Og einmitt núna er víst rétti tíminn fyrir okkur öll að vakna af værum blundi þeirrar sannfæringar að hreina loftið og hreina vatnið séu sjálfgefin og endalaust til af hvoru tveggja. Bæði umræðan um loftgæði eftir áramót og nú um mengun vatns hafa klárlega sýnt að svo er ekki og ábyrgð stjórnmálamanna sem og okkar allra er mikil og við megum engan tíma missa. Stjórnmálamenn bera ábyrgð á því að setja rammann sem verndar umhverfið og bæta kerfin tengd því. En ein af aðalstoðum þess að standa vörð um almannahag og gæði lofts og vatns er virkt heilbrigðiseftirlit. Eftirlit er aldrei þakklátt starf – ef allt er í góðu lagi finnst öllum slíkt apparat meira og minna óþarfi, eftirlit sem fyrirtækin þurfa að borga fyrir eða setur starfsemi þeirra verulegar hömlur er ekki hagvæmt fyrir efnahag viðkomandi. Eftirlit sem setur skemmtanalífinu eða viðburðum, sem allir hlakka til, mörk vegna hávaðamengunar er ekki alltaf vinsælt. Og með eftirliti sem þarf að framfylgja ströngum gildandi reglugerðum eins og hundaeftirliti finnst mörgum beinlinis vegið að besta vini sínum. En við höfum séð, ekki síst á allra síðustu dögum, að eftirlitið sem gætir ýtrustu varúðar í þágu íbúa kann að vera óvinsælt en samt ómissandi með því að vakta, tilkynna frávik skv. gildandi mælikvörðum og gefa út leiðbeiningar ef ástæða er til samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Mikið hefur einnig verið rætt um ábyrgð stjórnmálamanna í einstökum tilfellum bæði núna og síðastliðið sumar og við höfum svo sannarlega brugðist við með því að stytta boðleiðir og auka samstarf við t.d. Veitur. En í þessu samhengi er mikilvægt að benda á að þótt Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sé rekstrarlega tengt Reykjavíkurborg er það algjörlega faglega sjálfstætt. Það verður kannski hvergi skýrara en þegar maður gerir sér grein fyrir að Heilbrigðiseftirlitið þarf að fylgjast með öllum stofnunum borgarinnar eins og skólum og leikskólum og þarf að geta gripið til íþyngjandi ráðstafana ef þess þarf. Þannig að þó að það sé mjög mikilvægt að stjórnmálamenn fylgist með eftirlitinu og taki t.d. þátt í umræðunni um málaflokkinn þá MÁ pólítíkin á sama tíma ekki fara gegn faglegu mat eftirlits um frávik, mati á umhverfisáhrifum, tilkynningaskyldu og ráðstöfunum. Og þó okkur öllum hafi brugðið við fréttirnar núna, þá vonandi eykst traust borgarbúa til þess að Heilbrigðiseftirlitið gæti ýtrustu varúðar og dregur ekkert undan þótt óþægilegt kunni að vera svo að neysluvatnið sem og loftið séu áfram það sem Íslendingar geta verið stoltir af.Höfundur er formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun