Loftslagsbreytingar ógna heiminum sem aldrei fyrr Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2018 15:32 "Við erum að ýta plánetu okkar að mörkunum og skaðinn er sífellt að verða augljósari.“ Vísir/Getty Helstu ógnirnar sem steðja að viðskiptaheiminum eru loftslagsbreytingar, tölvuárásir, efnahagsvandræði og gereyðingarvopn. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðaefnahagsráðið, eða World Economic Forum, birti í dag. Farið er um víðan völl í skýrslunni sem birt var fyrir fund ráðsins í Davos í Sviss í næstu viku. Þetta er annað árið í röð sem loftslagsbreytingar eru efst á listanum. Það sem helst er hægt að taka frá skýrslunni er að líklegustu og mögulega mestu ógnanirnar eru sambland af náttúruhamförum og tölvuárásum, hvort sem þær beinist gegn fyrirtækjum eða ríkjum. Þá hefur ógnunin sem heiminum stafar af náttúruhamförum færst í aukana. „Þetta er eftir ár sem einkenndist af stórum fellibyljum, öfgum í hitastigi og fyrstu hækkunar útblásturs koltvísýrings í fjögur ár. Við erum að ýta plánetu okkar að mörkunum og skaðinn er sífellt að verða augljósari,“ er skrifað í skýrsluna.Sérstaklega er bent á skemmdirnar sem fellibyljir og aðrir atburðir sem tengjast veðrinu hafa skilið eftir sig í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hafa styrkir óveðra í Norður-Ameríku færst í aukana og taka þeir sinn toll á daglegu lífi. Þar að auki komi þeir niður á efnahagslífi til skamms tíma og geti farið illa með heila efnahagi á löngum tíma með umfangsmiklum skemmdum á innviðum. Einnig er vísað til umfangsmikilla skógarelda í Bandaríkjunum, Chile og Portúgal. Minnst hundrað manns létu lífið í eldunum í Portúgal og hefur þeim fylgt mikill kostnaður. Þar að auki er tekið fram að hækkandi hitastig gæti komið verulega niður á landbúnaði í heiminum og gæti mögulega leitt til hungursneyða um heim allan. Höfundar skýrslunnar benda einnig á að tíðni tölvuárása gegn fyrirtækjum hafi næstum tvöfaldast á fimm árum. Kostnaður vegna þeirra hafi sömuleiðis aukist verulega. Þá er farið yfir það að aukin spenna hafi myndast í alþjóðastjórnmálum. Líkur á stríðum hafi aukist. Nærri því 93 prósent þeirra sem svöruðu könnun WEF sögðu líkurnar á átökum hafa aukist og að þær myndu aukast frekar á þessu ári. Loftslagsmál Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Sjá meira
Helstu ógnirnar sem steðja að viðskiptaheiminum eru loftslagsbreytingar, tölvuárásir, efnahagsvandræði og gereyðingarvopn. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðaefnahagsráðið, eða World Economic Forum, birti í dag. Farið er um víðan völl í skýrslunni sem birt var fyrir fund ráðsins í Davos í Sviss í næstu viku. Þetta er annað árið í röð sem loftslagsbreytingar eru efst á listanum. Það sem helst er hægt að taka frá skýrslunni er að líklegustu og mögulega mestu ógnanirnar eru sambland af náttúruhamförum og tölvuárásum, hvort sem þær beinist gegn fyrirtækjum eða ríkjum. Þá hefur ógnunin sem heiminum stafar af náttúruhamförum færst í aukana. „Þetta er eftir ár sem einkenndist af stórum fellibyljum, öfgum í hitastigi og fyrstu hækkunar útblásturs koltvísýrings í fjögur ár. Við erum að ýta plánetu okkar að mörkunum og skaðinn er sífellt að verða augljósari,“ er skrifað í skýrsluna.Sérstaklega er bent á skemmdirnar sem fellibyljir og aðrir atburðir sem tengjast veðrinu hafa skilið eftir sig í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hafa styrkir óveðra í Norður-Ameríku færst í aukana og taka þeir sinn toll á daglegu lífi. Þar að auki komi þeir niður á efnahagslífi til skamms tíma og geti farið illa með heila efnahagi á löngum tíma með umfangsmiklum skemmdum á innviðum. Einnig er vísað til umfangsmikilla skógarelda í Bandaríkjunum, Chile og Portúgal. Minnst hundrað manns létu lífið í eldunum í Portúgal og hefur þeim fylgt mikill kostnaður. Þar að auki er tekið fram að hækkandi hitastig gæti komið verulega niður á landbúnaði í heiminum og gæti mögulega leitt til hungursneyða um heim allan. Höfundar skýrslunnar benda einnig á að tíðni tölvuárása gegn fyrirtækjum hafi næstum tvöfaldast á fimm árum. Kostnaður vegna þeirra hafi sömuleiðis aukist verulega. Þá er farið yfir það að aukin spenna hafi myndast í alþjóðastjórnmálum. Líkur á stríðum hafi aukist. Nærri því 93 prósent þeirra sem svöruðu könnun WEF sögðu líkurnar á átökum hafa aukist og að þær myndu aukast frekar á þessu ári.
Loftslagsmál Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Sjá meira