Upplifun kvenna og innflytjenda 17. janúar 2018 20:46 Þann 15. janúar sl. afhentu fulltrúar vígðra kvenpresta þjóðkirkjunnar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, áskorun sem varðaði kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun innan þjóðkirkjunnar. 65 kvenprestar skrifuðu undir áskorunina og 64 frásagnir fylgdu með sem voru reynslusögur þessara kvenpresta um kynbundið ofbeldi, áreitni eða mismunun. Mér sýnist að frásagnirnar geti skipst í fjóra hópa eftir innihaldi. 1) Áreitni sem felur í sér líkamlega snertingu eins og að strjúka rass eða reyna að kyssa viðkomandi. 2) Andlegt ofbeldi sem gefur konu tilefni til að óttast líkamlegt ofbeldi eins og nauðgun. 3) Andlegt ofbeldi eins og niðrandi orðval eða fyrirlitning en hættan á líkamlegu ofbeldi er ekki fyrir hendi. 4) Kerfisbundin mismunun eins og sú staðreynd að kvenprestar eru færri en karlprestar eru í sóknarprestsembættum. Lýsingar kvennanna er að mínu mati allar raunverulegar, hver og ein, og mér þykir leitt að kvenprestar, sem eru samstarfsfólk mitt, í hafi þurft að upplifa svo margar ljótar uppákomur í vinnuumhverfi kirkjunnar. Ég tel að frásagnir sem falla í hóp 1) og 2) vera framkoma sem er bersýnilega meðvituð og ekki hægt að biðjast afsökunar á. Aftur á móti finnst mér maður geta taka þátt í gerðum í sem falla undir atriði 3) jafnvel ómeðvitað, þar sem manneskjan er sköpun, sem umhverfisþættir hafa mikil áhrif á. Menn geta því verið haldnir ,,kvenfyrirlitningu“ án þess að gera sér grein fyrir því sjálfir, jafnvel þó maður virði kvenkynið. Í Japan er t.d. orðasamband ,,me-me-shi-i” sem þýðir bókstaflega að vera ,,kvenlegur”, en notkun þess er afar neikvæð og raunveruleg merking þess er ,,einskis virði eins og kona”. Ég hafði notað þetta orðasamband þar til ég uppgötvaði þau neikvæð blæbrigði, þó að ég upplifi mig ekki sem karlrembu. Stundum býr maður yfir eiginleikum sem maður þekkir ekki nægilega vel. Því held ég að sérhver karlmaður eigi ekki að telja sig of góða í umræðu um kynbundið ofbeldi o.fl. með því að segjast: ,,Ah,en ég er slíkur maður að ég beiti konur ekki ofbeldi eða fyrirlitningu,” heldur fremur að íhuga: ,,Gæti þetta átt við um mig? Við karlmenn þurfum að líta í eigin barm. Annað atriði sem ég tók eftir þegar ég var að lesa frásagnir kvenprestanna. Það er það að upplifanir þeirra eru mjög líkar upplifunum okkar innflytjenda, án tillits til kynjanna, í þjóðfélaginu almennt. Ef til vill kemur gróft ofbeldi í staðinn af kynferðislegra snertingu í ofangreindum flokki 1) þegar um innflytjendur er að ræða. Um flokk 2) og 3) er allt alveg eins og um andlegt ofbeldi gagnvart innflytjendum. Það var t.d. reynslusaga um að menn tala við kvenprest eins og hún væri smábarn, sem sé ósjálfstæða veru, en þetta heyrist einnig oft frá innflytjendum. Flokkur 4)kerfisbundin mismunun, er líka vel kunnug fyrir okkur innflytjendum. ,,Það er erfitt að fá vinnu ef þú hefur erlent nafn“ heyrist oft og einnig hef ég vitnað um það mörgum sinnum sjálfur að eigandi leiguíbúðar segist í síma: ,,Ég vil ekki að leigja útlendingum herbergi/íbúð hjá mér!”. Eftir því sem ég heyri frá öryrkjum eða fólki með ákveðinn sjúkdóm giska ég á að það hljóti að vera fleiri útgáfur ,,Metoo“-frásagna frá sjónarmiði á þeirra. Samt ætli ég alls ekki að segja að: ,,Við þurfum ekki sérstaklega að fjalla um kynbundið ofbeldi af því að allir eigi við sama vandamál að stríða.“ Kynbundið ofbeldi er sjálfstætt mál sem við þurfum að horfast í augu. Af reynslu minni langar mig að fullyrða eitt: Gerendur ofbeldis eða mismununar telja sig ekki vera að gera neitt rangt. Þeim er sama og þeir gleyma fljótt, en þolendur aldrei. Því er það afar nauðsynlegt og mikilvægt að þolendur ofbeldis og mismunar stígi fram og tali skýrt um slíka upplifun. Það er skylda okkar í þjóðfélaginu að hlusta á þolendur áður en við byrjum á að segja þeim eitthvað. Áskorunin kvenpresta þjóðkirkjunnar varðar ekki einungis kvenpresta sjálfa, heldur varðar hún allt kvenfólk sem á erindi við kirkjuna og einnig karla. Ég þekki margar konur í kirkjunni persónulega og ég vil ekki að þær upplifi ljótar uppákomur og sorglegar eins og þær sem sagt hefur verið frá í áskoruninni og ég vil ekki heldur taka þátt í slíkum jafnvel ómeðvitað. Við þurfum að vinna saman. Toshiki Toma, prestur innflytjenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 15. janúar sl. afhentu fulltrúar vígðra kvenpresta þjóðkirkjunnar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, áskorun sem varðaði kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun innan þjóðkirkjunnar. 65 kvenprestar skrifuðu undir áskorunina og 64 frásagnir fylgdu með sem voru reynslusögur þessara kvenpresta um kynbundið ofbeldi, áreitni eða mismunun. Mér sýnist að frásagnirnar geti skipst í fjóra hópa eftir innihaldi. 1) Áreitni sem felur í sér líkamlega snertingu eins og að strjúka rass eða reyna að kyssa viðkomandi. 2) Andlegt ofbeldi sem gefur konu tilefni til að óttast líkamlegt ofbeldi eins og nauðgun. 3) Andlegt ofbeldi eins og niðrandi orðval eða fyrirlitning en hættan á líkamlegu ofbeldi er ekki fyrir hendi. 4) Kerfisbundin mismunun eins og sú staðreynd að kvenprestar eru færri en karlprestar eru í sóknarprestsembættum. Lýsingar kvennanna er að mínu mati allar raunverulegar, hver og ein, og mér þykir leitt að kvenprestar, sem eru samstarfsfólk mitt, í hafi þurft að upplifa svo margar ljótar uppákomur í vinnuumhverfi kirkjunnar. Ég tel að frásagnir sem falla í hóp 1) og 2) vera framkoma sem er bersýnilega meðvituð og ekki hægt að biðjast afsökunar á. Aftur á móti finnst mér maður geta taka þátt í gerðum í sem falla undir atriði 3) jafnvel ómeðvitað, þar sem manneskjan er sköpun, sem umhverfisþættir hafa mikil áhrif á. Menn geta því verið haldnir ,,kvenfyrirlitningu“ án þess að gera sér grein fyrir því sjálfir, jafnvel þó maður virði kvenkynið. Í Japan er t.d. orðasamband ,,me-me-shi-i” sem þýðir bókstaflega að vera ,,kvenlegur”, en notkun þess er afar neikvæð og raunveruleg merking þess er ,,einskis virði eins og kona”. Ég hafði notað þetta orðasamband þar til ég uppgötvaði þau neikvæð blæbrigði, þó að ég upplifi mig ekki sem karlrembu. Stundum býr maður yfir eiginleikum sem maður þekkir ekki nægilega vel. Því held ég að sérhver karlmaður eigi ekki að telja sig of góða í umræðu um kynbundið ofbeldi o.fl. með því að segjast: ,,Ah,en ég er slíkur maður að ég beiti konur ekki ofbeldi eða fyrirlitningu,” heldur fremur að íhuga: ,,Gæti þetta átt við um mig? Við karlmenn þurfum að líta í eigin barm. Annað atriði sem ég tók eftir þegar ég var að lesa frásagnir kvenprestanna. Það er það að upplifanir þeirra eru mjög líkar upplifunum okkar innflytjenda, án tillits til kynjanna, í þjóðfélaginu almennt. Ef til vill kemur gróft ofbeldi í staðinn af kynferðislegra snertingu í ofangreindum flokki 1) þegar um innflytjendur er að ræða. Um flokk 2) og 3) er allt alveg eins og um andlegt ofbeldi gagnvart innflytjendum. Það var t.d. reynslusaga um að menn tala við kvenprest eins og hún væri smábarn, sem sé ósjálfstæða veru, en þetta heyrist einnig oft frá innflytjendum. Flokkur 4)kerfisbundin mismunun, er líka vel kunnug fyrir okkur innflytjendum. ,,Það er erfitt að fá vinnu ef þú hefur erlent nafn“ heyrist oft og einnig hef ég vitnað um það mörgum sinnum sjálfur að eigandi leiguíbúðar segist í síma: ,,Ég vil ekki að leigja útlendingum herbergi/íbúð hjá mér!”. Eftir því sem ég heyri frá öryrkjum eða fólki með ákveðinn sjúkdóm giska ég á að það hljóti að vera fleiri útgáfur ,,Metoo“-frásagna frá sjónarmiði á þeirra. Samt ætli ég alls ekki að segja að: ,,Við þurfum ekki sérstaklega að fjalla um kynbundið ofbeldi af því að allir eigi við sama vandamál að stríða.“ Kynbundið ofbeldi er sjálfstætt mál sem við þurfum að horfast í augu. Af reynslu minni langar mig að fullyrða eitt: Gerendur ofbeldis eða mismununar telja sig ekki vera að gera neitt rangt. Þeim er sama og þeir gleyma fljótt, en þolendur aldrei. Því er það afar nauðsynlegt og mikilvægt að þolendur ofbeldis og mismunar stígi fram og tali skýrt um slíka upplifun. Það er skylda okkar í þjóðfélaginu að hlusta á þolendur áður en við byrjum á að segja þeim eitthvað. Áskorunin kvenpresta þjóðkirkjunnar varðar ekki einungis kvenpresta sjálfa, heldur varðar hún allt kvenfólk sem á erindi við kirkjuna og einnig karla. Ég þekki margar konur í kirkjunni persónulega og ég vil ekki að þær upplifi ljótar uppákomur og sorglegar eins og þær sem sagt hefur verið frá í áskoruninni og ég vil ekki heldur taka þátt í slíkum jafnvel ómeðvitað. Við þurfum að vinna saman. Toshiki Toma, prestur innflytjenda
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar