Þétting byggðar hefur mistekist Eyþór Arnalds skrifar 19. janúar 2018 07:00 Þétting byggðar gengur út á það að fleiri búi á sama stað og geti sótt þjónustu stutta vegalengd. Með þéttingu byggðar eiga lífsgæði að aukast þar sem minni tími fer í að ferðast á milli staða og meiri tími er til að njóta. Undanfarin ár hefur borgarstjórnarmeirihlutinn unnið að þéttingu byggðar í miðborg Reykjavíkur. Ætla mætti því að þar hefði orðið umtalsverð íbúafjölgun. Tölurnar segja aðra sögu. Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands hefur orðið 2% fólksfækkun í póstnúmeri 101 á einu ári. Fréttamiðillinn Kjarninn birti greiningu byggða á gögnum Reykjavíkurborgar 11. apríl síðastliðinn. Þar kemur fram að í miðborginni hefur orðið fólksfækkun um 9% á fimm árum. Þetta er stórfelld breyting á stuttum tíma og bendir til þess að þétting byggðar hafi mistekist. Íbúabyggð í miðborginni hefur dregist stórlega saman þrátt fyrir að mikið hafi verið gert í að þétta byggð. Skortur á húsnæði og lóðum í Reykjavík ásamt þrengingum í umferð hafa leitt til þess að margir hafa flutt í nágrannasveitarfélögin. Þéttingarstefnan eins og hún hefur verið framkvæmd hefur því dreift byggð um höfuðborgarsvæðið. Á meðan fjölgun í nágrannasveitarfélögunum er 3% á einu ári og um 8% á Suðurnesjum er heildarfjölgun í Reykjavík mæld í prómillum en ekki prósentum. Þess ber að geta að framsetning gagna var breytt á vef Reykjavíkurborgar eftir að Kjarninn birti greiningu sína og er núna ekki lengur hægt að fylgjast með miðborginni sérstaklega.Ný nálgun í þéttingu byggðar Margir vilja búa í miðborginni en er það ókleift þar sem íbúðaverð er í hæstu hæðum. Ungt fólk sem vill búa nálægt háskólanum hefur fáa kosti. Þétting byggðar tókst á margan hátt vel þegar farið var í að leyfa íbúðabyggð í Skuggahverfi sem áður var með atvinnustarfsemi. Á sama hátt væri hægt að leyfa háhýsi í Örfirisey svo dæmi sé tekið en þar eru núna olíutankar. Grandinn er nú þegar með margs konar hverfisverslun og þjónustu en þar er ekki ein einasta skipulögð íbúð enda er svæðið skipulagt atvinnu- og hafnarsvæði. Mögulegt er að byggja 10-15 þúsund manna byggð í áföngum í Örfirisey og bjóða þar fram myndarlega þróun byggðar sem myndi létta á ójafnvægi í umferð og vera valkostur fyrir fólk sem vill búa á miðsvæði. Samhliða þarf að ráðast í að leysa umferðarvandann með raunsæjum lausnum. Ein leið til að létta á umferð er að tengja Reykjavík við Garðabæ með Skerjabraut. Slík slagæð myndi létta á umferð innan Reykjavíkur og umferð til og frá borginni. Þessi viðbót myndi létta á umferð um alla borg en þeir sem búa í austurborginni þurfa að þola eilífar umferðartafir sem ekki eru boðlegar í 120 þúsund manna borg. Núverandi stefna borgarstjórnar mun að óbreyttu gera ferðir úr Grafarvogi, Árbæ og Breiðholti enn þyngri og er nauðsynlegt að snúa þeirri óheillaþróun við. Það þarf nýja nálgun í skipulagsmálum.Höfundur er frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þétting byggðar gengur út á það að fleiri búi á sama stað og geti sótt þjónustu stutta vegalengd. Með þéttingu byggðar eiga lífsgæði að aukast þar sem minni tími fer í að ferðast á milli staða og meiri tími er til að njóta. Undanfarin ár hefur borgarstjórnarmeirihlutinn unnið að þéttingu byggðar í miðborg Reykjavíkur. Ætla mætti því að þar hefði orðið umtalsverð íbúafjölgun. Tölurnar segja aðra sögu. Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands hefur orðið 2% fólksfækkun í póstnúmeri 101 á einu ári. Fréttamiðillinn Kjarninn birti greiningu byggða á gögnum Reykjavíkurborgar 11. apríl síðastliðinn. Þar kemur fram að í miðborginni hefur orðið fólksfækkun um 9% á fimm árum. Þetta er stórfelld breyting á stuttum tíma og bendir til þess að þétting byggðar hafi mistekist. Íbúabyggð í miðborginni hefur dregist stórlega saman þrátt fyrir að mikið hafi verið gert í að þétta byggð. Skortur á húsnæði og lóðum í Reykjavík ásamt þrengingum í umferð hafa leitt til þess að margir hafa flutt í nágrannasveitarfélögin. Þéttingarstefnan eins og hún hefur verið framkvæmd hefur því dreift byggð um höfuðborgarsvæðið. Á meðan fjölgun í nágrannasveitarfélögunum er 3% á einu ári og um 8% á Suðurnesjum er heildarfjölgun í Reykjavík mæld í prómillum en ekki prósentum. Þess ber að geta að framsetning gagna var breytt á vef Reykjavíkurborgar eftir að Kjarninn birti greiningu sína og er núna ekki lengur hægt að fylgjast með miðborginni sérstaklega.Ný nálgun í þéttingu byggðar Margir vilja búa í miðborginni en er það ókleift þar sem íbúðaverð er í hæstu hæðum. Ungt fólk sem vill búa nálægt háskólanum hefur fáa kosti. Þétting byggðar tókst á margan hátt vel þegar farið var í að leyfa íbúðabyggð í Skuggahverfi sem áður var með atvinnustarfsemi. Á sama hátt væri hægt að leyfa háhýsi í Örfirisey svo dæmi sé tekið en þar eru núna olíutankar. Grandinn er nú þegar með margs konar hverfisverslun og þjónustu en þar er ekki ein einasta skipulögð íbúð enda er svæðið skipulagt atvinnu- og hafnarsvæði. Mögulegt er að byggja 10-15 þúsund manna byggð í áföngum í Örfirisey og bjóða þar fram myndarlega þróun byggðar sem myndi létta á ójafnvægi í umferð og vera valkostur fyrir fólk sem vill búa á miðsvæði. Samhliða þarf að ráðast í að leysa umferðarvandann með raunsæjum lausnum. Ein leið til að létta á umferð er að tengja Reykjavík við Garðabæ með Skerjabraut. Slík slagæð myndi létta á umferð innan Reykjavíkur og umferð til og frá borginni. Þessi viðbót myndi létta á umferð um alla borg en þeir sem búa í austurborginni þurfa að þola eilífar umferðartafir sem ekki eru boðlegar í 120 þúsund manna borg. Núverandi stefna borgarstjórnar mun að óbreyttu gera ferðir úr Grafarvogi, Árbæ og Breiðholti enn þyngri og er nauðsynlegt að snúa þeirri óheillaþróun við. Það þarf nýja nálgun í skipulagsmálum.Höfundur er frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun