Skjátími, kvíði og hættur á Netinu Kolbrún Baldursdóttir skrifar 19. janúar 2018 10:02 Langflestir unglingar verja umtalsverðum tíma á samfélagsmiðlum í gegnum farsíma sína. Flestir foreldrar fylgjast vel með tölvu- og netnotkun barna sinna, að skjátími sé við hæfi og efnið í samræmi við aldur og þroska. Einhverjir foreldrar láta hvort tveggja afskipt, að hluta til eða öllu leyti. Færst hefur í aukana að börn niður í átta ára gömul hafi óheftan og stundum eftirlitslausan aðgang að Neti. Undanfarin misseri hafa kvartanir unglinga yfir kvíða aukist. Þegar leitað er orsaka kemur oft í ljós að tölvu/síma- og netnotkun þessara barna er mikil og jafnvel fram á nótt. Börn sem fá ekki nægan svefn eru verr í stakk búin til að mæta verkefnum og kröfum daglegs lífs. Þreyta og of lítill svefn eru áhættuþættir. Margt af því sem börn gera í tölvu getur auðveldlega valdið spennu, streitu og pirringi. Má þar fyrst nefna tölvuleiki. Í verstu tilfellum stjórnar gengi barnsins í tölvuleiknum líðan þess. Gangi illa í leiknum verður barnið reitt og pirrað en gangi vel er barnið glatt og kátt. Tölvuleikir og skjánotkun hafa oft mikið aðdráttarafl og þegar barnið er ekki við tölvuna myndast stundum óþreyja og pirringur. Aðrir hlutir daglegs lífs verða grámyglulegir í augum barns sem upplifir mestu skemmtunina vera í tölvunni. Óhófleg og stundum stjórnlaus tölvunotkun getur auðveldlega dregið úr áhuga barns á námi og skólaástundun, jafnvel tómstundum og samvera með fjölskyldu og vinum minnkar. Hætta er á að barnið einangrist frá vinum og félögum sínum. Sýnt hefur verið fram á að auknar líkur eru á kvíða, streitu og pirringi og jafnvel þunglyndi hjá börnum í tengslum við tölvunotkun þeirra og er þá átt við tölvuleiki, samfélagsmiðla og myndbönd. Hóflegur tími í tölvu, sem dæmi einn tími á dag, hefur lítil sem engin áhrif á líðan barns samkvæmt rannsóknarniðurstöðum. Um leið og tíminn lengist aukast líkur á vanlíðan. Barn sem eyðir fimm tímum á dag í tölvu er í mikilli áhættu með að þróa með sér kvíðatengd vandamál. Í þeim tilfellum sem foreldrar sjálfir nefna of mikla tölvunotkun og ónógan svefn sem hluta af kvíðavandanum eru börnin ekki endilega sammála og því ekki alltaf fús til að draga úr notkuninni. Mótvægisaðgerðir til verndar Það er reynsla mín að þegar foreldrum er veitt ráðgjöf taka þeir henni vel og þiggja gjarnan leiðbeiningar. Stundum má skynja vanmátt þeirra sérstaklega ef barnið hefur lengi haft óheftan og jafnvel eftirlitslausan aðgang að tölvu/neti. Í þeim tilfellum treysta foreldrar sér stundum ekki til að setja reglur af ótta við að barnið bregðist illa við því. Sumir foreldrar óttast jafnvel að unglingar þeirra munu bregðast við með ofsa, eigi að fara að setja þeim mörk hvað varðar skjá- og netnotkun. Það gæti því verið mjög hjálplegt ef skólinn hefði fræðslu sem þessa á sinni könnu. Foreldrum yrði þá veittar leiðbeiningar og ráðgjöf um reglur og stuðning til að viðhalda reglunum. Börnunum er kennt að umgangast Netið af varúð, vanda tjáskipti sín á samfélagsmiðlum og varast allar myndsendingar sem geta valdið misskilningi eða sárindum. Foreldrar eru hvattir til að setja viðeigandi mörk og setja reglur um tölvunotkun um leið og barnið kemst á þann aldur að fara að nota tölvu/síma. Reglurnar þurfa að vera í samræmi við aldur og þroska barnsins og taka mið af gengi þess í skólanum og félagsþroska. Einnig eru foreldrar ávallt hvattir til að ræða við börnin sín um hvernig umgangast skal Netið og samfélagsmiðla. Klám og barnaníðingar á Netinu Á netinu leynist hættulegt efni. Þar er einnig að finna hættulegt fólk sem hefur þann ásetning að misnota börn. Hægt er að fara ýmsar leiðir til að vernda börn gegn óæskilegu efni á Netinu. Netvarar eru tæki sem útiloka slíkt efni og koma þannig í veg fyrir að börn villist þangað sem þau eiga ekki erindi. Hvað sem því líður eru foreldrar í bestu stöðunni til að fræða börn sín um Netið og þeir einu sem eiga þess kost að fylgjast með netnotkun barna sinna frá degi til dags. Upplýst barn á aukna möguleika á að greina atferli og framkomu, hvað sé innan eðlilegra marka og hvað ekki. Barn sem fengið hefur tilheyrandi fræðslu þekkir frekar birtingarmyndir þess sem er óviðeigandi og skaðlegt og að það skuli leita til foreldra sinna fái það óviðeigandi tilboð eða athugasemdir á Netinu. Netið er orðið hluti af lífi okkar flestra og fæstir geta hugsað sér tilveruna án þess. Á Netinu er mikill fjölbreytileiki; fegurð, ljótleiki, gleði, sorg og allt þar á milli. Gott er að líkja Neti við stórborg. Um þessa stórborg, eins og aðra, þarf leiðsögn og eftirlit. Við myndum ekki sleppa hendinni af barni í stórborg og sama gildir um Netið. Með fræðslu og eftirliti geta börnin glöð nýtt Netið til góðs og umfram allt umgengist það án þess að skaðast.Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Langflestir unglingar verja umtalsverðum tíma á samfélagsmiðlum í gegnum farsíma sína. Flestir foreldrar fylgjast vel með tölvu- og netnotkun barna sinna, að skjátími sé við hæfi og efnið í samræmi við aldur og þroska. Einhverjir foreldrar láta hvort tveggja afskipt, að hluta til eða öllu leyti. Færst hefur í aukana að börn niður í átta ára gömul hafi óheftan og stundum eftirlitslausan aðgang að Neti. Undanfarin misseri hafa kvartanir unglinga yfir kvíða aukist. Þegar leitað er orsaka kemur oft í ljós að tölvu/síma- og netnotkun þessara barna er mikil og jafnvel fram á nótt. Börn sem fá ekki nægan svefn eru verr í stakk búin til að mæta verkefnum og kröfum daglegs lífs. Þreyta og of lítill svefn eru áhættuþættir. Margt af því sem börn gera í tölvu getur auðveldlega valdið spennu, streitu og pirringi. Má þar fyrst nefna tölvuleiki. Í verstu tilfellum stjórnar gengi barnsins í tölvuleiknum líðan þess. Gangi illa í leiknum verður barnið reitt og pirrað en gangi vel er barnið glatt og kátt. Tölvuleikir og skjánotkun hafa oft mikið aðdráttarafl og þegar barnið er ekki við tölvuna myndast stundum óþreyja og pirringur. Aðrir hlutir daglegs lífs verða grámyglulegir í augum barns sem upplifir mestu skemmtunina vera í tölvunni. Óhófleg og stundum stjórnlaus tölvunotkun getur auðveldlega dregið úr áhuga barns á námi og skólaástundun, jafnvel tómstundum og samvera með fjölskyldu og vinum minnkar. Hætta er á að barnið einangrist frá vinum og félögum sínum. Sýnt hefur verið fram á að auknar líkur eru á kvíða, streitu og pirringi og jafnvel þunglyndi hjá börnum í tengslum við tölvunotkun þeirra og er þá átt við tölvuleiki, samfélagsmiðla og myndbönd. Hóflegur tími í tölvu, sem dæmi einn tími á dag, hefur lítil sem engin áhrif á líðan barns samkvæmt rannsóknarniðurstöðum. Um leið og tíminn lengist aukast líkur á vanlíðan. Barn sem eyðir fimm tímum á dag í tölvu er í mikilli áhættu með að þróa með sér kvíðatengd vandamál. Í þeim tilfellum sem foreldrar sjálfir nefna of mikla tölvunotkun og ónógan svefn sem hluta af kvíðavandanum eru börnin ekki endilega sammála og því ekki alltaf fús til að draga úr notkuninni. Mótvægisaðgerðir til verndar Það er reynsla mín að þegar foreldrum er veitt ráðgjöf taka þeir henni vel og þiggja gjarnan leiðbeiningar. Stundum má skynja vanmátt þeirra sérstaklega ef barnið hefur lengi haft óheftan og jafnvel eftirlitslausan aðgang að tölvu/neti. Í þeim tilfellum treysta foreldrar sér stundum ekki til að setja reglur af ótta við að barnið bregðist illa við því. Sumir foreldrar óttast jafnvel að unglingar þeirra munu bregðast við með ofsa, eigi að fara að setja þeim mörk hvað varðar skjá- og netnotkun. Það gæti því verið mjög hjálplegt ef skólinn hefði fræðslu sem þessa á sinni könnu. Foreldrum yrði þá veittar leiðbeiningar og ráðgjöf um reglur og stuðning til að viðhalda reglunum. Börnunum er kennt að umgangast Netið af varúð, vanda tjáskipti sín á samfélagsmiðlum og varast allar myndsendingar sem geta valdið misskilningi eða sárindum. Foreldrar eru hvattir til að setja viðeigandi mörk og setja reglur um tölvunotkun um leið og barnið kemst á þann aldur að fara að nota tölvu/síma. Reglurnar þurfa að vera í samræmi við aldur og þroska barnsins og taka mið af gengi þess í skólanum og félagsþroska. Einnig eru foreldrar ávallt hvattir til að ræða við börnin sín um hvernig umgangast skal Netið og samfélagsmiðla. Klám og barnaníðingar á Netinu Á netinu leynist hættulegt efni. Þar er einnig að finna hættulegt fólk sem hefur þann ásetning að misnota börn. Hægt er að fara ýmsar leiðir til að vernda börn gegn óæskilegu efni á Netinu. Netvarar eru tæki sem útiloka slíkt efni og koma þannig í veg fyrir að börn villist þangað sem þau eiga ekki erindi. Hvað sem því líður eru foreldrar í bestu stöðunni til að fræða börn sín um Netið og þeir einu sem eiga þess kost að fylgjast með netnotkun barna sinna frá degi til dags. Upplýst barn á aukna möguleika á að greina atferli og framkomu, hvað sé innan eðlilegra marka og hvað ekki. Barn sem fengið hefur tilheyrandi fræðslu þekkir frekar birtingarmyndir þess sem er óviðeigandi og skaðlegt og að það skuli leita til foreldra sinna fái það óviðeigandi tilboð eða athugasemdir á Netinu. Netið er orðið hluti af lífi okkar flestra og fæstir geta hugsað sér tilveruna án þess. Á Netinu er mikill fjölbreytileiki; fegurð, ljótleiki, gleði, sorg og allt þar á milli. Gott er að líkja Neti við stórborg. Um þessa stórborg, eins og aðra, þarf leiðsögn og eftirlit. Við myndum ekki sleppa hendinni af barni í stórborg og sama gildir um Netið. Með fræðslu og eftirliti geta börnin glöð nýtt Netið til góðs og umfram allt umgengist það án þess að skaðast.Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun