Fjárlög ekki afgreidd fyrir jól Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2017 10:19 Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis. Hann er hér við setningu þingsins í liðinni viku. vísir/anton brink Ekki næst að afgreiða fjárlög næsta árs frá Alþingi fyrir jól. Þing mun því þurfa að koma saman milli jóla og nýárs. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, í samtali við Vísi en hann mun funda með formönnum þingflokka í hádeginu í dag til að ræða framhald þingstarfa. „Nefndirnar eru á fullu núna þar sem öll málin eru komin inn í nefnd. Þannig að það mæðir mikið á þeim núna og starfsfólki nefndasviðsins,“ segir Steingrímur. Hann segir að stefnt sé á að næsti þingfundur verði á morgun en ekki er ljóst hvort hann verði klukkan 10:30 eða 13:30. Þá sé áformað að ljúka annarri umræðu um fjárlög fyrir jól.En verður þingfundur á Þorláksmessu? „Það verður að koma í ljós, hvort að það verði atkvæðagreiðslur þá. Við erum ekki með fund á Þorlák nema brýna nauðsyn beri til því utanbæjarfólk vill náttúrulega gjarnan losna við það en það eru auðvitað fordæmi fyrir því. Ef til þess kæmi þá væri bara reynt að hafa stuttan fund fyrri part dags og þá fyrst og fremst í atkvæðagreiðslur,“ segir Steingrímur. Hann segir það ekki raunhæft að ætla sér að ljúka afgreiðslu fjárlaga næsta árs fyrir jól en stefnt sé að því að ljúka annarri umræðu, bæði um fjárlagafrumvarpið og hinn svokallaða bandorm sem felur í sér breytingar sem þarf að gera á ýmsum lögum vegna fjárlagafrumvarpsins. Milli jóla og nýárs þarf þing því að ljúka ýmsum málum og segir Steingrímur líklegt að þing komi saman að nýju strax þann 27. desember næstkomandi. Alþingi Tengdar fréttir Vill rannsókn á síðustu kosningum vegna nafnlauss áróðurs "Það er ekkert gagnsæi heldur frekar leyndarhyggja, sem snertir fjármögnun þessa áróðurs.“ 19. desember 2017 19:30 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Önnur umræða um fjárlög hefst líklega á föstudag Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að fjárlaganefnd ljúki fyrstu yfirferð sinni á fjárlagafrumvarpinu á morgun. Reikna megi með að einhverjar breytingar verði gerðar á frumvarpinu en ekki liggi fyrir hvort samstaða náist um breytingar með stjórnarandstöðunni. 19. desember 2017 11:57 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Ekki næst að afgreiða fjárlög næsta árs frá Alþingi fyrir jól. Þing mun því þurfa að koma saman milli jóla og nýárs. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, í samtali við Vísi en hann mun funda með formönnum þingflokka í hádeginu í dag til að ræða framhald þingstarfa. „Nefndirnar eru á fullu núna þar sem öll málin eru komin inn í nefnd. Þannig að það mæðir mikið á þeim núna og starfsfólki nefndasviðsins,“ segir Steingrímur. Hann segir að stefnt sé á að næsti þingfundur verði á morgun en ekki er ljóst hvort hann verði klukkan 10:30 eða 13:30. Þá sé áformað að ljúka annarri umræðu um fjárlög fyrir jól.En verður þingfundur á Þorláksmessu? „Það verður að koma í ljós, hvort að það verði atkvæðagreiðslur þá. Við erum ekki með fund á Þorlák nema brýna nauðsyn beri til því utanbæjarfólk vill náttúrulega gjarnan losna við það en það eru auðvitað fordæmi fyrir því. Ef til þess kæmi þá væri bara reynt að hafa stuttan fund fyrri part dags og þá fyrst og fremst í atkvæðagreiðslur,“ segir Steingrímur. Hann segir það ekki raunhæft að ætla sér að ljúka afgreiðslu fjárlaga næsta árs fyrir jól en stefnt sé að því að ljúka annarri umræðu, bæði um fjárlagafrumvarpið og hinn svokallaða bandorm sem felur í sér breytingar sem þarf að gera á ýmsum lögum vegna fjárlagafrumvarpsins. Milli jóla og nýárs þarf þing því að ljúka ýmsum málum og segir Steingrímur líklegt að þing komi saman að nýju strax þann 27. desember næstkomandi.
Alþingi Tengdar fréttir Vill rannsókn á síðustu kosningum vegna nafnlauss áróðurs "Það er ekkert gagnsæi heldur frekar leyndarhyggja, sem snertir fjármögnun þessa áróðurs.“ 19. desember 2017 19:30 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Önnur umræða um fjárlög hefst líklega á föstudag Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að fjárlaganefnd ljúki fyrstu yfirferð sinni á fjárlagafrumvarpinu á morgun. Reikna megi með að einhverjar breytingar verði gerðar á frumvarpinu en ekki liggi fyrir hvort samstaða náist um breytingar með stjórnarandstöðunni. 19. desember 2017 11:57 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Vill rannsókn á síðustu kosningum vegna nafnlauss áróðurs "Það er ekkert gagnsæi heldur frekar leyndarhyggja, sem snertir fjármögnun þessa áróðurs.“ 19. desember 2017 19:30
Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22
Önnur umræða um fjárlög hefst líklega á föstudag Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að fjárlaganefnd ljúki fyrstu yfirferð sinni á fjárlagafrumvarpinu á morgun. Reikna megi með að einhverjar breytingar verði gerðar á frumvarpinu en ekki liggi fyrir hvort samstaða náist um breytingar með stjórnarandstöðunni. 19. desember 2017 11:57