Fjárlög ekki afgreidd fyrir jól Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2017 10:19 Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis. Hann er hér við setningu þingsins í liðinni viku. vísir/anton brink Ekki næst að afgreiða fjárlög næsta árs frá Alþingi fyrir jól. Þing mun því þurfa að koma saman milli jóla og nýárs. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, í samtali við Vísi en hann mun funda með formönnum þingflokka í hádeginu í dag til að ræða framhald þingstarfa. „Nefndirnar eru á fullu núna þar sem öll málin eru komin inn í nefnd. Þannig að það mæðir mikið á þeim núna og starfsfólki nefndasviðsins,“ segir Steingrímur. Hann segir að stefnt sé á að næsti þingfundur verði á morgun en ekki er ljóst hvort hann verði klukkan 10:30 eða 13:30. Þá sé áformað að ljúka annarri umræðu um fjárlög fyrir jól.En verður þingfundur á Þorláksmessu? „Það verður að koma í ljós, hvort að það verði atkvæðagreiðslur þá. Við erum ekki með fund á Þorlák nema brýna nauðsyn beri til því utanbæjarfólk vill náttúrulega gjarnan losna við það en það eru auðvitað fordæmi fyrir því. Ef til þess kæmi þá væri bara reynt að hafa stuttan fund fyrri part dags og þá fyrst og fremst í atkvæðagreiðslur,“ segir Steingrímur. Hann segir það ekki raunhæft að ætla sér að ljúka afgreiðslu fjárlaga næsta árs fyrir jól en stefnt sé að því að ljúka annarri umræðu, bæði um fjárlagafrumvarpið og hinn svokallaða bandorm sem felur í sér breytingar sem þarf að gera á ýmsum lögum vegna fjárlagafrumvarpsins. Milli jóla og nýárs þarf þing því að ljúka ýmsum málum og segir Steingrímur líklegt að þing komi saman að nýju strax þann 27. desember næstkomandi. Alþingi Tengdar fréttir Vill rannsókn á síðustu kosningum vegna nafnlauss áróðurs "Það er ekkert gagnsæi heldur frekar leyndarhyggja, sem snertir fjármögnun þessa áróðurs.“ 19. desember 2017 19:30 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Önnur umræða um fjárlög hefst líklega á föstudag Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að fjárlaganefnd ljúki fyrstu yfirferð sinni á fjárlagafrumvarpinu á morgun. Reikna megi með að einhverjar breytingar verði gerðar á frumvarpinu en ekki liggi fyrir hvort samstaða náist um breytingar með stjórnarandstöðunni. 19. desember 2017 11:57 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Sjá meira
Ekki næst að afgreiða fjárlög næsta árs frá Alþingi fyrir jól. Þing mun því þurfa að koma saman milli jóla og nýárs. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, í samtali við Vísi en hann mun funda með formönnum þingflokka í hádeginu í dag til að ræða framhald þingstarfa. „Nefndirnar eru á fullu núna þar sem öll málin eru komin inn í nefnd. Þannig að það mæðir mikið á þeim núna og starfsfólki nefndasviðsins,“ segir Steingrímur. Hann segir að stefnt sé á að næsti þingfundur verði á morgun en ekki er ljóst hvort hann verði klukkan 10:30 eða 13:30. Þá sé áformað að ljúka annarri umræðu um fjárlög fyrir jól.En verður þingfundur á Þorláksmessu? „Það verður að koma í ljós, hvort að það verði atkvæðagreiðslur þá. Við erum ekki með fund á Þorlák nema brýna nauðsyn beri til því utanbæjarfólk vill náttúrulega gjarnan losna við það en það eru auðvitað fordæmi fyrir því. Ef til þess kæmi þá væri bara reynt að hafa stuttan fund fyrri part dags og þá fyrst og fremst í atkvæðagreiðslur,“ segir Steingrímur. Hann segir það ekki raunhæft að ætla sér að ljúka afgreiðslu fjárlaga næsta árs fyrir jól en stefnt sé að því að ljúka annarri umræðu, bæði um fjárlagafrumvarpið og hinn svokallaða bandorm sem felur í sér breytingar sem þarf að gera á ýmsum lögum vegna fjárlagafrumvarpsins. Milli jóla og nýárs þarf þing því að ljúka ýmsum málum og segir Steingrímur líklegt að þing komi saman að nýju strax þann 27. desember næstkomandi.
Alþingi Tengdar fréttir Vill rannsókn á síðustu kosningum vegna nafnlauss áróðurs "Það er ekkert gagnsæi heldur frekar leyndarhyggja, sem snertir fjármögnun þessa áróðurs.“ 19. desember 2017 19:30 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Önnur umræða um fjárlög hefst líklega á föstudag Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að fjárlaganefnd ljúki fyrstu yfirferð sinni á fjárlagafrumvarpinu á morgun. Reikna megi með að einhverjar breytingar verði gerðar á frumvarpinu en ekki liggi fyrir hvort samstaða náist um breytingar með stjórnarandstöðunni. 19. desember 2017 11:57 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Sjá meira
Vill rannsókn á síðustu kosningum vegna nafnlauss áróðurs "Það er ekkert gagnsæi heldur frekar leyndarhyggja, sem snertir fjármögnun þessa áróðurs.“ 19. desember 2017 19:30
Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22
Önnur umræða um fjárlög hefst líklega á föstudag Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að fjárlaganefnd ljúki fyrstu yfirferð sinni á fjárlagafrumvarpinu á morgun. Reikna megi með að einhverjar breytingar verði gerðar á frumvarpinu en ekki liggi fyrir hvort samstaða náist um breytingar með stjórnarandstöðunni. 19. desember 2017 11:57