Landnotkun manna hefur helmingað kolefnisbindingu gróðurs Kjartan Kjartansson skrifar 21. desember 2017 21:00 Kenningar hafa verið um að menn hafi verið byrjaðir að breyta loftslagi jarðar þegar fyrir þúsundum ára með landnotkun sinni sem leysti kolefni út í lofthjúpinn. Rannsóknin nú bendir til þess að menn hafi vissulega haft verulega áhrif þegar fyrir iðnbyltingu. Vísir/AFP Skógar og annar gróður á jörðinni gæti bundið tvöfalt meira kolefni en hann gerir nú ef ekki væri fyrir landnotkun manna. Þetta er niðurstaða nýrrar fjölþjóðlegrar rannsóknar. Þær benda til að beit dýra og nytjaskógar hafi skaðlegri áhrif en talið var. Rannsakendurnir lögðust yfir gervihnattakort af jörðinni og aðrar vistfræðilægar athuganir til að meta hversu mikið kolefni gróðurhula jarðar bindur. Þeir komust að því að um 450 milljarðar tonna kolefnis séu bundin í skógum og gróðri. Losnaði þetta kolefni út í lofthjúpinn í formi koltvísýrings jafngilti það um þúsund milljörðum tonna. Í umfjöllun Washington Post um rannsóknina kemur fram að vísindamennirnir reiknuðu einnig út að gróður gæti bundið tvöfalt meira magn kolefnis, um 916 milljarða tonna, ef menn hættu skyndilega allri landnotkun sinni og leyfðu landinu að gróa aftur. Vísindamennirnir komust að því að stórfelld nýting á grónu landi fyrir beit og nytjaskógar hafi mun meiri áhrif á kolefnisbindinguna en menn hafa gert sér grein fyrir fram að þessu. Þar sé skógareyðingu ekki einni um að kenna. „Áhrifin er virkilega mikil, mun meiri en við bjuggumst raunar við,“ segir Karl-Heinz Erb frá Félagsvistfræðistofnun Austurríkis sem leiddi rannsóknina. Tólf vísindamenn frá stofnunum í Austurríki, Portúgal, Þýskaland, Svíþjóð og Hollandi tóku þátt í rannsókninni. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Nature.Skapar efa um bruna og bindingu lífmassa sem vænlega leiðSéu niðurstöður vísindamannanna réttar gæti endurheimt skóga og gróðurs skipt enn meira máli í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun af völdum manna en áður var talið. Á sama tíma vekja niðurstöðurnar efasemdir um aðferð sem hefur verið nefnd til að kolefnisjafna raforkuframleiðslu manna. Áhrif landnotkunar gætu þannig þýtt að endurskoða þyrfti svonefnda BECCS-tækni, hugmyndir um að brenna lífmassa fyrir raforku og fanga kolefnið sem af brunanum hlytist. Erb segir að vegna taps kolefnis út í lofthjúpinn af völdum skógnýtingar af þessu tagi sé ólíklegt að þessi tækni muni leika þýðingarmikið hlutverk í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira
Skógar og annar gróður á jörðinni gæti bundið tvöfalt meira kolefni en hann gerir nú ef ekki væri fyrir landnotkun manna. Þetta er niðurstaða nýrrar fjölþjóðlegrar rannsóknar. Þær benda til að beit dýra og nytjaskógar hafi skaðlegri áhrif en talið var. Rannsakendurnir lögðust yfir gervihnattakort af jörðinni og aðrar vistfræðilægar athuganir til að meta hversu mikið kolefni gróðurhula jarðar bindur. Þeir komust að því að um 450 milljarðar tonna kolefnis séu bundin í skógum og gróðri. Losnaði þetta kolefni út í lofthjúpinn í formi koltvísýrings jafngilti það um þúsund milljörðum tonna. Í umfjöllun Washington Post um rannsóknina kemur fram að vísindamennirnir reiknuðu einnig út að gróður gæti bundið tvöfalt meira magn kolefnis, um 916 milljarða tonna, ef menn hættu skyndilega allri landnotkun sinni og leyfðu landinu að gróa aftur. Vísindamennirnir komust að því að stórfelld nýting á grónu landi fyrir beit og nytjaskógar hafi mun meiri áhrif á kolefnisbindinguna en menn hafa gert sér grein fyrir fram að þessu. Þar sé skógareyðingu ekki einni um að kenna. „Áhrifin er virkilega mikil, mun meiri en við bjuggumst raunar við,“ segir Karl-Heinz Erb frá Félagsvistfræðistofnun Austurríkis sem leiddi rannsóknina. Tólf vísindamenn frá stofnunum í Austurríki, Portúgal, Þýskaland, Svíþjóð og Hollandi tóku þátt í rannsókninni. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Nature.Skapar efa um bruna og bindingu lífmassa sem vænlega leiðSéu niðurstöður vísindamannanna réttar gæti endurheimt skóga og gróðurs skipt enn meira máli í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun af völdum manna en áður var talið. Á sama tíma vekja niðurstöðurnar efasemdir um aðferð sem hefur verið nefnd til að kolefnisjafna raforkuframleiðslu manna. Áhrif landnotkunar gætu þannig þýtt að endurskoða þyrfti svonefnda BECCS-tækni, hugmyndir um að brenna lífmassa fyrir raforku og fanga kolefnið sem af brunanum hlytist. Erb segir að vegna taps kolefnis út í lofthjúpinn af völdum skógnýtingar af þessu tagi sé ólíklegt að þessi tækni muni leika þýðingarmikið hlutverk í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira