Tómas hefur nú lagt undir sig yfir 1100 ferkílómetra landsvæði, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins. Svæðið er því stærra að flatarmáli en New York-borg, Brussel og París samanlagt.
Eldurinn kviknaði í Santa Paula í Kaliforníu-ríki í byrjun desember en hefur fært sig vestur og út að ströndinni. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín, flestir í grennd við Santa Barbara. Yfir þúsund byggingar hafa auk þess orðið eldinum að bráð og þá hefur einn slökkviliðsmaður látist í baráttunni við hann.
Gert er ráð fyrir að áfram hægist á skógareldinum næstu daga en slökkvilið á svæðinu hafa að mestu náð tökum á honum.
12.22.2017 Good Evening from the #ThomasFire. The fire is 273,400 and 65% contained. The Thomas Fire has now become the largest fire in California's recorded history. Photo by Kari Greer for U.S.F.S. pic.twitter.com/VIuadVJ17Q
— Los Padres NF (@LosPadresNF) December 23, 2017
Næststærsti skógarheldur sem geisað hefur í Kaliforníu er Cedar-skógareldurinn. Sá kviknaði árið 2003 í grennd við San Diego og lagði undir sig rétt tæpa 1106 ferkílómetra.