Stjörnurnar vísa veginn Lilja Alfreðsdóttir skrifar 28. desember 2017 07:00 Kjör á íþróttamanni ársins fer fram í dag. Þetta er mikilvæg hefð í íslensku íþróttalífi landans þar sem árið er gert upp. Íþróttafólk ársins í öllum greinum kemur saman og tekur við viðurkenningum fyrir góðan árangur á árinu sem er að líða. Þessi viðburður á sér sögu frá árinu 1956 þegar nokkrir starfandi íþróttafréttamenn stofnuðu Samtök íþróttafréttamanna 14. febrúar til þess að vinna að betri aðstöðu við störf sín á vettvangi. Viðburðurinn skipar mikilvægan sess í hugum manna og ávallt sýnist sitt hverjum um valið hverju sinni, sem er til merkis um ástríðu Íslendinga á íþróttum. Á undanförnum árum hefur afreksfólk okkar náð einstökum árangri. Afreksfólkið sjálft hefur lagt á sig miklar og þrotlausar æfingar til þess að ná því markmiði að geta keppt á við besta íþróttafólk veraldar. Þetta er mikilvægasti þátturinn í árangri þeirra. En það skiptir ekki síður máli að sköpuð séu góð skilyrði fyrir afreksfólkið til þess að hægt sé að ná svona langt. Stjórnvöld hafa með nýlegum samningum við íþróttahreyfinguna lagt aukinn stuðning til afreksstarfs til þess að styðja betur við þessa þróun og efla árangur afreksíþróttafólks enn frekar. Afrek íþróttafólksins okkar eru ósjaldan uppspretta samræðna og gleði. Reglulega sameinar það okkur fyrir framan sjónvarpsskjái vítt og breitt um landið og veitir ungu fólki innblástur til að stunda íþróttir, leggja sig fram og ná langt. Þetta er ómetanlegt á svo margan hátt. Forvarnargildi skipulagðs íþróttastarfs hefur til að mynda sannað gildi sitt. Rannsóknir hafa sýnt að skipulagt íþróttastarf, þar sem aðstaðan er góð og undir handleiðslu ábyrgra og vel menntaðra þjálfara og leiðbeinenda, hefur forvarnargildi þegar kemur að ýmiskonar áhættuhegðun. Einnig eru sterkar vísbendingar og fleiri rannsóknir[1] sem sýna fram á sterkt samband á milli aukinnar hreyfingar og frammistöðu í námi. Á sínum tíma var Benedikt Waage, þáverandi forseti ÍSÍ, spurður hvort réttlætanlegt væri að velja einn úr hópi íþróttafólks sem íþróttamann ársins og svaraði hann því til að stjörnurnar vísa veginn, sem fyrirmyndir unga fólksins. Hægt er að taka undir þau góðu orð. [1] Trudeau og Shepard, 2008.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Kjör á íþróttamanni ársins fer fram í dag. Þetta er mikilvæg hefð í íslensku íþróttalífi landans þar sem árið er gert upp. Íþróttafólk ársins í öllum greinum kemur saman og tekur við viðurkenningum fyrir góðan árangur á árinu sem er að líða. Þessi viðburður á sér sögu frá árinu 1956 þegar nokkrir starfandi íþróttafréttamenn stofnuðu Samtök íþróttafréttamanna 14. febrúar til þess að vinna að betri aðstöðu við störf sín á vettvangi. Viðburðurinn skipar mikilvægan sess í hugum manna og ávallt sýnist sitt hverjum um valið hverju sinni, sem er til merkis um ástríðu Íslendinga á íþróttum. Á undanförnum árum hefur afreksfólk okkar náð einstökum árangri. Afreksfólkið sjálft hefur lagt á sig miklar og þrotlausar æfingar til þess að ná því markmiði að geta keppt á við besta íþróttafólk veraldar. Þetta er mikilvægasti þátturinn í árangri þeirra. En það skiptir ekki síður máli að sköpuð séu góð skilyrði fyrir afreksfólkið til þess að hægt sé að ná svona langt. Stjórnvöld hafa með nýlegum samningum við íþróttahreyfinguna lagt aukinn stuðning til afreksstarfs til þess að styðja betur við þessa þróun og efla árangur afreksíþróttafólks enn frekar. Afrek íþróttafólksins okkar eru ósjaldan uppspretta samræðna og gleði. Reglulega sameinar það okkur fyrir framan sjónvarpsskjái vítt og breitt um landið og veitir ungu fólki innblástur til að stunda íþróttir, leggja sig fram og ná langt. Þetta er ómetanlegt á svo margan hátt. Forvarnargildi skipulagðs íþróttastarfs hefur til að mynda sannað gildi sitt. Rannsóknir hafa sýnt að skipulagt íþróttastarf, þar sem aðstaðan er góð og undir handleiðslu ábyrgra og vel menntaðra þjálfara og leiðbeinenda, hefur forvarnargildi þegar kemur að ýmiskonar áhættuhegðun. Einnig eru sterkar vísbendingar og fleiri rannsóknir[1] sem sýna fram á sterkt samband á milli aukinnar hreyfingar og frammistöðu í námi. Á sínum tíma var Benedikt Waage, þáverandi forseti ÍSÍ, spurður hvort réttlætanlegt væri að velja einn úr hópi íþróttafólks sem íþróttamann ársins og svaraði hann því til að stjörnurnar vísa veginn, sem fyrirmyndir unga fólksins. Hægt er að taka undir þau góðu orð. [1] Trudeau og Shepard, 2008.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun