Fyrstu deildarlið Breiðabliks mætir ríkjandi bikarmeisturum KR í undanúrslitum Maltbikars karla.
Blikar slógu Hattarmenn út í 8-liða úrslitunum í gær og gátu var fengið erfiðari andstæðing í undanúrslitunum.
Í hinni undanúrslitaviðureigninni í karlaflokki mætast Haukar og Tindastóll.
Í Maltbikar kvenna drógust bikarmeistarar Keflavíkur gegn Snæfelli.
Skallagrímur, sem tapaði í úrslitaleiknum í fyrra, mætir Njarðvík sem kom mjög á óvart með því að komast í undanúrslitin.
Maltbikar karla:
KR - Breiðablik
Haukar - Tindastóll
Maltbikar kvenna:
Skallagrímur - Njarðvík
Keflavík - Snæfell
Blikar fengu bikarmeistarana
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn




Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn