Frumkvöðlar netsins biðla til Bandaríkjastjórnar um að halda í nethlutleysi Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2017 10:53 Bretinn Tim Berners-Lee hefur verið nefndur faðir veraldarvefsins. Hann skrifaði meðal annars fyrsta vefvafrann. Vísir/AFP Nokkrir af frumkvöðlum internetsins hafa ritað bandarískum þingmönnum opið bréf til varnar svonefnds nethlutleysis. Þeir hvetja Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna til þess að aflýsa fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu um að afnema reglur sem settar voru í forsetatíð Baracks Obama. Stjórn Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC) ætlar að greiða atkvæði um afnám reglnanna á fimmtudag. Nethlutleysi felur í sér að fjarskiptafyrirtæki þurfi að veita öllum upplýsingum sem send eru um netið sömu meðferð. Gagnrýnendur hafa varað við því að ef nethlutleysi verði afnumið geti fjarskiptafyrirtækin rukkað meira fyrir ákveðna netnotkun eins og samfélagsmiðla eða efnisveitur. Þau geti einnig dregið úr hraða ákveðinna gagnaflutninga. Afnám reglnanna muni brjóta gegn grundvallarhugmyndum um opið internet fyrir alla.Aðsteðjandi ógn við internetiðNú hafa nokkrir helstu forgöngumenn netsins skrifað opið bréf þar sem þeir hvetja FCC til þess að falla frá hugmyndum um afnám reglnanna. Á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru Tim Berners-Lee, Vint Cerf og Steve Wozniak, annar stofenda Apple, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Tæknilega röng tillaga FCC sem var unnin í flýti um að afnema varnir fyrir nethlutleysi án þess að neitt komi í staðinn er aðsteðjandi ógn við internetið sem við lögðum svo hart að okkur að skapa. Hana ætti að stöðva,“ segir í bréfinu sem var sent nokkrum nefndum öldungadeildar Bandaríkjaþings. Repúblikanar sem stjórna FCC telja aftur á móti að afnám reglnanna muni auka samkeppni á fjarskiptamarkaði og að draga úr afskiptum ríkisvaldsins af netinu. Afnám nethlutleysis hefur mætt verulegar mótspyrnu netnotenda, þar á meðal á samfélagsmiðlasíðum eins og Reddit. Gagnrýnendur afnáms benda á að á sumum stöðum í Bandaríkjunum sé aðeins eitt fjarskiptafyrirtæki á markaði. Íbúar þar geti því ekkert annað leitað ef þeir eru ósáttir við þjónustuna. Bandaríkin Tækni Tengdar fréttir Afnema reglugerð um „hlutleysi á netinu“ Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna, FCC, hyggst afnema reglugerð um hlutleysi á netinu, svokallað "net neutrality“, sem komið var á í valdatíð Baracks Obama. 21. nóvember 2017 17:14 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Nokkrir af frumkvöðlum internetsins hafa ritað bandarískum þingmönnum opið bréf til varnar svonefnds nethlutleysis. Þeir hvetja Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna til þess að aflýsa fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu um að afnema reglur sem settar voru í forsetatíð Baracks Obama. Stjórn Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC) ætlar að greiða atkvæði um afnám reglnanna á fimmtudag. Nethlutleysi felur í sér að fjarskiptafyrirtæki þurfi að veita öllum upplýsingum sem send eru um netið sömu meðferð. Gagnrýnendur hafa varað við því að ef nethlutleysi verði afnumið geti fjarskiptafyrirtækin rukkað meira fyrir ákveðna netnotkun eins og samfélagsmiðla eða efnisveitur. Þau geti einnig dregið úr hraða ákveðinna gagnaflutninga. Afnám reglnanna muni brjóta gegn grundvallarhugmyndum um opið internet fyrir alla.Aðsteðjandi ógn við internetiðNú hafa nokkrir helstu forgöngumenn netsins skrifað opið bréf þar sem þeir hvetja FCC til þess að falla frá hugmyndum um afnám reglnanna. Á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru Tim Berners-Lee, Vint Cerf og Steve Wozniak, annar stofenda Apple, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Tæknilega röng tillaga FCC sem var unnin í flýti um að afnema varnir fyrir nethlutleysi án þess að neitt komi í staðinn er aðsteðjandi ógn við internetið sem við lögðum svo hart að okkur að skapa. Hana ætti að stöðva,“ segir í bréfinu sem var sent nokkrum nefndum öldungadeildar Bandaríkjaþings. Repúblikanar sem stjórna FCC telja aftur á móti að afnám reglnanna muni auka samkeppni á fjarskiptamarkaði og að draga úr afskiptum ríkisvaldsins af netinu. Afnám nethlutleysis hefur mætt verulegar mótspyrnu netnotenda, þar á meðal á samfélagsmiðlasíðum eins og Reddit. Gagnrýnendur afnáms benda á að á sumum stöðum í Bandaríkjunum sé aðeins eitt fjarskiptafyrirtæki á markaði. Íbúar þar geti því ekkert annað leitað ef þeir eru ósáttir við þjónustuna.
Bandaríkin Tækni Tengdar fréttir Afnema reglugerð um „hlutleysi á netinu“ Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna, FCC, hyggst afnema reglugerð um hlutleysi á netinu, svokallað "net neutrality“, sem komið var á í valdatíð Baracks Obama. 21. nóvember 2017 17:14 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Afnema reglugerð um „hlutleysi á netinu“ Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna, FCC, hyggst afnema reglugerð um hlutleysi á netinu, svokallað "net neutrality“, sem komið var á í valdatíð Baracks Obama. 21. nóvember 2017 17:14