Þú og ég töpum á brottkasti Álfheiður Eymarsdóttir og Gunnar Ingiberg Guðmundsson skrifar 13. desember 2017 07:00 Brottkast og endurvigtun eru alvarlegt en nokkuð dulið vandamál. Þetta eru umhverfismál en þau bitna líka fjárhagslega bæði á sjómönnum og þjóðinni allri. Minni afli á land og í bókhaldið gefur af sér minna aflaverðmæti. Sjómenn fá þá minna í sinn hlut og þjóðin verður af skatttekjum. Umfjöllun Kveiks um brottkast, endurvigtun og annan subbuskap við fiskveiðar í nóvember vakti mikla athygli. Sérfræðingar hafa bent á leiðir til að sporna við þessum vanda, m.a. úrbætur á lögum og reglum, aukið eftirlit og hert viðurlög. Bent hefur verið á að kvótakerfið sé með innbyggða hvata til brottkasts sem þarf að fjarlægja með lagabreytingum. Hugmyndir um hvata til þess að koma með allan fisk að landi eru áhugaverðar og þarf að skoða betur. Aukið eftirlit getur falið í sér tíðari heimsóknir eftirlitsaðila um borð en einnig sjálfvirkar myndavélar um borð í öllum bátum og skipum. Þá hafa eftirlitsaðilar bent á að erfið sönnunarbyrði og bitlaus viðurlög við brotum geri það að verkum að brottkast sé meira en ella. Leyfi til endurvigtunar á eigin afla er dæmi um kerfisgalla sem er auðvelt að lagfæra. Það er óþarfi að sanna svindl af þessu tagi. Það nægir að möguleiki á svindli er til staðar, innbyggður í kerfið. Flestir hljóta að sjá gallana sem fylgja því að leyfa eiganda aflans að endurvigta hann. Þetta er skýr kerfisgalli sem hægt er að koma í veg fyrir með einfaldri lagabreytingu þess efnis að afnema alla endurvigtun og setja þess í stað fasta ísprósentu á allar aflategundir. Það eru kostir og gallar við þessar lausnir en við Píratar erum sammála um að óbreytt ástand er óásættanlegt. Píratar njóta nú liðsinnis Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu til þess að ræða lausnir á vandanum. Það er brýnt að vandinn verði leystur og mikilvægt að Íslendingar séu til fyrirmyndar í allri umgengni við sjávarauðlindina. Álfheiður Eymarsdóttir er varaþingmaður Pírata.Gunnar Ingiberg Guðmundsson er Pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Álfheiður Eymarsdóttir Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Brottkast og endurvigtun eru alvarlegt en nokkuð dulið vandamál. Þetta eru umhverfismál en þau bitna líka fjárhagslega bæði á sjómönnum og þjóðinni allri. Minni afli á land og í bókhaldið gefur af sér minna aflaverðmæti. Sjómenn fá þá minna í sinn hlut og þjóðin verður af skatttekjum. Umfjöllun Kveiks um brottkast, endurvigtun og annan subbuskap við fiskveiðar í nóvember vakti mikla athygli. Sérfræðingar hafa bent á leiðir til að sporna við þessum vanda, m.a. úrbætur á lögum og reglum, aukið eftirlit og hert viðurlög. Bent hefur verið á að kvótakerfið sé með innbyggða hvata til brottkasts sem þarf að fjarlægja með lagabreytingum. Hugmyndir um hvata til þess að koma með allan fisk að landi eru áhugaverðar og þarf að skoða betur. Aukið eftirlit getur falið í sér tíðari heimsóknir eftirlitsaðila um borð en einnig sjálfvirkar myndavélar um borð í öllum bátum og skipum. Þá hafa eftirlitsaðilar bent á að erfið sönnunarbyrði og bitlaus viðurlög við brotum geri það að verkum að brottkast sé meira en ella. Leyfi til endurvigtunar á eigin afla er dæmi um kerfisgalla sem er auðvelt að lagfæra. Það er óþarfi að sanna svindl af þessu tagi. Það nægir að möguleiki á svindli er til staðar, innbyggður í kerfið. Flestir hljóta að sjá gallana sem fylgja því að leyfa eiganda aflans að endurvigta hann. Þetta er skýr kerfisgalli sem hægt er að koma í veg fyrir með einfaldri lagabreytingu þess efnis að afnema alla endurvigtun og setja þess í stað fasta ísprósentu á allar aflategundir. Það eru kostir og gallar við þessar lausnir en við Píratar erum sammála um að óbreytt ástand er óásættanlegt. Píratar njóta nú liðsinnis Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu til þess að ræða lausnir á vandanum. Það er brýnt að vandinn verði leystur og mikilvægt að Íslendingar séu til fyrirmyndar í allri umgengni við sjávarauðlindina. Álfheiður Eymarsdóttir er varaþingmaður Pírata.Gunnar Ingiberg Guðmundsson er Pírati.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun